Hendur forseta bundnar 13. október 2005 14:24 Dr. Herdís Þorgeirsdóttir þjóðréttarfræðingur telur að hendur forseta Íslands séu bundnar í fjölmiðlamálinu; hann geti hvorki samþykkt ný lög né synjað þeim. Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður segir aðferð ríkisstjórnarinnar valdníðslu. Herdís og Ragnar komu á fund allsherjarnefndar Alþingis í morgun og dróst fundur með þeim þar til nú rétt fyrir fréttir. Aðspurð hvort Alþingi sé heimilt að grípa inn í það ferli sem hófst með því að forseti Íslands synjaði fjölmiðlalögunum staðfestingar segir Herdís svo ekki vera. Þingið megi aldrei fara inn á svið stjórnarskrárgjafans og eins og hún líti á málið virkjaði forseti málskotsrétt 26. greinar stjórnarskrárinnar þann 2. júní sl. Herdís segir málskotsréttinn njóta verndar stjórnarskrárinnar og því megi Alþingi ekki fara inn í þetta ferli á meðan það er virkt. Hún segist hafa notað þá líkingu á fundi nefndarinnar að ef 26. greinin væri öryggisventill þá sé eins og lofti hafi verið hleypt úr dekkinu, það leki úr því núna og ekki megi keyra áfram á gjörðinni. Herdís segir hendur forseta Íslands vera bundnar í málinu, þ.e. að hann geti hvorki samþykkt ný lög né synjað þeim. Aðspurð hvað forseti eigi þá að gera ef lögin verði lögð fyrir hann til undirskriftar segir Herdís að hann verði að vísa í að honum séu sett takmörk af stjórnarskránni. Hann verði að lúta henni eins og aðrir handhafar ríkisvaldsins. Ragnar Aðalsteinsson tekur undir það að með því að fella fjölmiðlalögin úr gildi, og að setja jafnframt ný fjölmiðlalög, sé brotið gegn stjórnarskránni. Það falli undir óskráða stjórnskipunarreglu um „valdníðslu“, sem svo sé kölluð, og markmiðið með slíkri löggjöf sé því í raun annað en sagt er í frumvarpinu og greinagerðinni með því. Ragnar telur markmiðið vera að koma í veg fyrir að þjóðaratkvæðagreiðslan fari fram. Það sé valdníðsla og þ.a.l. ógildanlegt hjá dómstólum. Hægt er að hlusta á viðtöl við Herdísi og Ragnar sem tekin voru rétt fyrir hádegi með því að smella á hlekkinnn sem fylgir fréttinni. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Fleiri fréttir Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Sjá meira
Dr. Herdís Þorgeirsdóttir þjóðréttarfræðingur telur að hendur forseta Íslands séu bundnar í fjölmiðlamálinu; hann geti hvorki samþykkt ný lög né synjað þeim. Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður segir aðferð ríkisstjórnarinnar valdníðslu. Herdís og Ragnar komu á fund allsherjarnefndar Alþingis í morgun og dróst fundur með þeim þar til nú rétt fyrir fréttir. Aðspurð hvort Alþingi sé heimilt að grípa inn í það ferli sem hófst með því að forseti Íslands synjaði fjölmiðlalögunum staðfestingar segir Herdís svo ekki vera. Þingið megi aldrei fara inn á svið stjórnarskrárgjafans og eins og hún líti á málið virkjaði forseti málskotsrétt 26. greinar stjórnarskrárinnar þann 2. júní sl. Herdís segir málskotsréttinn njóta verndar stjórnarskrárinnar og því megi Alþingi ekki fara inn í þetta ferli á meðan það er virkt. Hún segist hafa notað þá líkingu á fundi nefndarinnar að ef 26. greinin væri öryggisventill þá sé eins og lofti hafi verið hleypt úr dekkinu, það leki úr því núna og ekki megi keyra áfram á gjörðinni. Herdís segir hendur forseta Íslands vera bundnar í málinu, þ.e. að hann geti hvorki samþykkt ný lög né synjað þeim. Aðspurð hvað forseti eigi þá að gera ef lögin verði lögð fyrir hann til undirskriftar segir Herdís að hann verði að vísa í að honum séu sett takmörk af stjórnarskránni. Hann verði að lúta henni eins og aðrir handhafar ríkisvaldsins. Ragnar Aðalsteinsson tekur undir það að með því að fella fjölmiðlalögin úr gildi, og að setja jafnframt ný fjölmiðlalög, sé brotið gegn stjórnarskránni. Það falli undir óskráða stjórnskipunarreglu um „valdníðslu“, sem svo sé kölluð, og markmiðið með slíkri löggjöf sé því í raun annað en sagt er í frumvarpinu og greinagerðinni með því. Ragnar telur markmiðið vera að koma í veg fyrir að þjóðaratkvæðagreiðslan fari fram. Það sé valdníðsla og þ.a.l. ógildanlegt hjá dómstólum. Hægt er að hlusta á viðtöl við Herdísi og Ragnar sem tekin voru rétt fyrir hádegi með því að smella á hlekkinnn sem fylgir fréttinni.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Fleiri fréttir Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Sjá meira