Fjölmiðlamálið reynir á Framsókn 12. júlí 2004 00:01 Forysta Framsóknarflokksins segir að fjölmiðlamálið reyni á flokkinn. Hún gefur ekki mikið fyrir gagnrýni oddvita flokksins í Reykjavíkurlistanum og formaður flokksins segir honum frjálst eins og öðrum að gagnrýna flokkinn. Slíkt sé þó ekki endilega vísbending um að eitthvað sé að í flokknum. Þingflokkur Framsóknar fundaði í dag í skugga skoðanakönnunar Fréttablaðsins sem staðsetur flokkinn sem minnsta flokk landsins. Í kjölfar hennar gagnrýndi Alfreð Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins í borgarstjórn, forystu flokksins sem hann segir fylgja Sjálfstæðisflokknum í blindni og hlusti ekki á almenna flokksmenn Framsóknar. Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, segir málfrelsi vera í flokknum og að forystan sé ekki alltaf ánægð með gagnrýni en hún verði að sjálfsögðu að þola hana. Halldór segir niðurstöðu skoðanakönnunarinnar og gagnrýni innan flokksins ekki endilega vera vísbendingu um að eitthvað sé bogið í flokknum.Hann segir neikvæða umræðu hafa t.d. verið um álverið á Reyðarfirði fyrir nokkrum árum en reyndin sé önnur núna. Hafi flokkurinn látið stjórnast af skoðanakönnunum á sínum tíma hefði ekki neitt orðið úr neinu í því máli. Árni Magnússon félagsmálaráðherra segir það vekja athygli að á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins á dögunum, þar sem hafi ríkt mikil eindrægni og einlægni, hafi Alfreð Þorsteinsson setið en ekki tekið til máls. Hann segir málið hins vegar reyna á flokkinn. Fleiri þingmenn Framsóknar bentu fréttamanni á þögn Alfreðs á miðstjórnarfundinum. Einn kom honum þó til varnar og sagði þögn Alfreðs þar hafa verið afar eðlilega. Á þeim tímapunkti hafi bæði formaður flokksins og varaformaður verið búnir að lýsa því yfir að málið yrði sett í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þær raddir heyrast nú innan þingflokksins að mikill titringur sé í þeirra röðum vegna útreiðarinnar í skoðanakönnun helgarinnar og gagnrýni Alfreðs Þorsteinssonar og að á næstu dögum komi í ljós hvort gagnrýni fleiri áhrifamanna hafi áhrif á framvindu og örlög fjölmiðlafrumvarpsins. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Sjá meira
Forysta Framsóknarflokksins segir að fjölmiðlamálið reyni á flokkinn. Hún gefur ekki mikið fyrir gagnrýni oddvita flokksins í Reykjavíkurlistanum og formaður flokksins segir honum frjálst eins og öðrum að gagnrýna flokkinn. Slíkt sé þó ekki endilega vísbending um að eitthvað sé að í flokknum. Þingflokkur Framsóknar fundaði í dag í skugga skoðanakönnunar Fréttablaðsins sem staðsetur flokkinn sem minnsta flokk landsins. Í kjölfar hennar gagnrýndi Alfreð Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins í borgarstjórn, forystu flokksins sem hann segir fylgja Sjálfstæðisflokknum í blindni og hlusti ekki á almenna flokksmenn Framsóknar. Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, segir málfrelsi vera í flokknum og að forystan sé ekki alltaf ánægð með gagnrýni en hún verði að sjálfsögðu að þola hana. Halldór segir niðurstöðu skoðanakönnunarinnar og gagnrýni innan flokksins ekki endilega vera vísbendingu um að eitthvað sé bogið í flokknum.Hann segir neikvæða umræðu hafa t.d. verið um álverið á Reyðarfirði fyrir nokkrum árum en reyndin sé önnur núna. Hafi flokkurinn látið stjórnast af skoðanakönnunum á sínum tíma hefði ekki neitt orðið úr neinu í því máli. Árni Magnússon félagsmálaráðherra segir það vekja athygli að á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins á dögunum, þar sem hafi ríkt mikil eindrægni og einlægni, hafi Alfreð Þorsteinsson setið en ekki tekið til máls. Hann segir málið hins vegar reyna á flokkinn. Fleiri þingmenn Framsóknar bentu fréttamanni á þögn Alfreðs á miðstjórnarfundinum. Einn kom honum þó til varnar og sagði þögn Alfreðs þar hafa verið afar eðlilega. Á þeim tímapunkti hafi bæði formaður flokksins og varaformaður verið búnir að lýsa því yfir að málið yrði sett í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þær raddir heyrast nú innan þingflokksins að mikill titringur sé í þeirra röðum vegna útreiðarinnar í skoðanakönnun helgarinnar og gagnrýni Alfreðs Þorsteinssonar og að á næstu dögum komi í ljós hvort gagnrýni fleiri áhrifamanna hafi áhrif á framvindu og örlög fjölmiðlafrumvarpsins.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Sjá meira