Dansar við Ómar Ragnars 12. júlí 2004 00:01 Ás er vernduð vinnustofa Styrktarfélags vangefinna þar sem hátt í fimmtíu starfsmenn og verkefnisstjórar vinna. Kristrún Guðmundsdóttir hefur starfað á Ási undanfarin átta ár og segist hlakka til að koma í vinnuna á hverjum degi. "Andinn á vinnustaðnum er bara mjög góður og allir þekkjast vel," segir Kristrún sem sinnir fjölbreyttum störfum s.s. pökkun á blöðum og jólakúlum, flokkun, merkingar á umslögum og fleiru. "Við erum bara að pakka fyrir fólk úti í bæ og svo límum við merkimiða á blöðin og svona. Svo er saumastofa hérna á neðri hæðinni þar sem eru saumaðir gólfklútar, viskustykki, bleyjur og ýmislegt." Vinnustofan á stóran viðskiptahóp en Kristrún er aðallega í pökkun. "Ég hef líka verið að sinna þvottum og hjálpa til í eldhúsinu." Þegar Fréttablaðið heimsótti Kristrúnu var líf og fjör á starfsmönnum stofunnar. "Við erum að dansa. Það er alltaf leikfimi hjá okkur en stundum dönsum við líka. Ég hef lært línudans í Sóltúni og finnst skemmtilegast að dansa við Ómar Ragnarsson," segir hún og hlær. Áður en Kristrún kom á vinnustofunna í Brautarholti starfaði hún á Bjarkarási. "Ég var bæði á vinnustofunni þar og dagheimilinu. Ég held að mér finnist dagheimilið skemmtilegast." Hún segist hafa náð vel til krakkanna en saknar þeirra ekkert sérstaklega eftir að hún byrjaði á Ási. Hún er alin upp í Hlíðunum en í dag býr hún í Breiðholti. "Það er ekkert langt, ég fer í vinnuna með Ferðaþjónustunni á hverjum degi." En þó að Kristrúnu þyki gaman í vinnunni hlakkar hún mikið til að fara í sumarfrí. "Ég fer í sumardvöl í Hrísey á hverju ári og ein vinkona mín kemur með mér núna. Eftir það fer ég ein að heimsækja frænku mína á Dalvík. Hún býður mér í mat og er mjög almennileg." Atvinna Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Ás er vernduð vinnustofa Styrktarfélags vangefinna þar sem hátt í fimmtíu starfsmenn og verkefnisstjórar vinna. Kristrún Guðmundsdóttir hefur starfað á Ási undanfarin átta ár og segist hlakka til að koma í vinnuna á hverjum degi. "Andinn á vinnustaðnum er bara mjög góður og allir þekkjast vel," segir Kristrún sem sinnir fjölbreyttum störfum s.s. pökkun á blöðum og jólakúlum, flokkun, merkingar á umslögum og fleiru. "Við erum bara að pakka fyrir fólk úti í bæ og svo límum við merkimiða á blöðin og svona. Svo er saumastofa hérna á neðri hæðinni þar sem eru saumaðir gólfklútar, viskustykki, bleyjur og ýmislegt." Vinnustofan á stóran viðskiptahóp en Kristrún er aðallega í pökkun. "Ég hef líka verið að sinna þvottum og hjálpa til í eldhúsinu." Þegar Fréttablaðið heimsótti Kristrúnu var líf og fjör á starfsmönnum stofunnar. "Við erum að dansa. Það er alltaf leikfimi hjá okkur en stundum dönsum við líka. Ég hef lært línudans í Sóltúni og finnst skemmtilegast að dansa við Ómar Ragnarsson," segir hún og hlær. Áður en Kristrún kom á vinnustofunna í Brautarholti starfaði hún á Bjarkarási. "Ég var bæði á vinnustofunni þar og dagheimilinu. Ég held að mér finnist dagheimilið skemmtilegast." Hún segist hafa náð vel til krakkanna en saknar þeirra ekkert sérstaklega eftir að hún byrjaði á Ási. Hún er alin upp í Hlíðunum en í dag býr hún í Breiðholti. "Það er ekkert langt, ég fer í vinnuna með Ferðaþjónustunni á hverjum degi." En þó að Kristrúnu þyki gaman í vinnunni hlakkar hún mikið til að fara í sumarfrí. "Ég fer í sumardvöl í Hrísey á hverju ári og ein vinkona mín kemur með mér núna. Eftir það fer ég ein að heimsækja frænku mína á Dalvík. Hún býður mér í mat og er mjög almennileg."
Atvinna Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira