Viðræður við þingnefnd nauðsyn 8. júlí 2004 00:01 "Íslendingar þurfa að hafa frumkvæði að því að hefja viðræður við lykilmenn bandaríska þingsins ef tryggja á framtíð varnarsamningsins," segir Van Hipp, sérfræðingur í varnarmálum Bandaríkjanna og stjórnarformaður ráðgjafafyrirtækisins American Defense International. Að sögn Hipp fer nefnd á vegum bandaríska þingsins, sem nefnist The Armed Services Committee, með þetta mál og hefur úrslitavald um ákvarðanir. "Fundur Davíðs Oddssonar við Bush var skref í rétta átt en mun ekki skila neinu einn og sér. Íslendingar verða að skilja að forsetinn getur ekki einn tekið ákvörðun um málefni er varða herinn, þar hefur þingið síðasta orðið," segir Hipp. Hipp bendir á að í kjölfar fundarins við Davíð muni Bush hafa samband við nefndarmenn til að komast að því hver framtíðaráform þeirra eru varðandi varnarsamninginn. "Það væri sterkur leikur að Íslendingar settu sig í samband við þingmenn nefndarinnar er eru hliðhollir málefnum Íslendinga. Það er ekki víst að nefndin myndi annars leita við að uppfylla óskir Íslendinga. Bush þarf að hafa stuðning nefndarinnar til að gera svo," segir Hipp. Hann segir að Íslendingar verði að taka virkan þátt í ferli málsins innan bandaríska þingsins. "Aðrar þjóðir, svo sem Norðmenn, Frakkar og Indverjar, hafa gert þetta í því skyni að vinna að hagsmunum sínum," segir Hipp. "Hið eina sem Íslendingar þurfa að gera er að biðja um stuðning," segir hann og bætir við að ekki sé víst að nefndin muni vera málefnum Íslendinga hliðholl ef Íslendingar hafi ekki einu sinni haft samband við hana. "Íslendingar þurfa að útskýra sjónarmið sín fyrir vilhollum nefndarmönnum sem munu síðan tala þeirra máli. Við höfum mikinn áhuga á að veita löndum aðstoð sem hafa sýnt Bandaríkjunum stuðning sinn," segir Hipp. Hann segir það í sjálfu sér ótrúlegt mál að herstöðin sé enn starfandi í Keflavík án þess að samningar séu þar um. Hins vegar verði Íslendingar að bregðast fljótt við og láta þetta mál ekki bíða betri tíma. Hipp segist sjálfur hafa rætt við nefndarmenn og fengið það staðfest að Íslendingar hefðu ekki enn sett sig í samband við þá. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fleiri fréttir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Sjá meira
"Íslendingar þurfa að hafa frumkvæði að því að hefja viðræður við lykilmenn bandaríska þingsins ef tryggja á framtíð varnarsamningsins," segir Van Hipp, sérfræðingur í varnarmálum Bandaríkjanna og stjórnarformaður ráðgjafafyrirtækisins American Defense International. Að sögn Hipp fer nefnd á vegum bandaríska þingsins, sem nefnist The Armed Services Committee, með þetta mál og hefur úrslitavald um ákvarðanir. "Fundur Davíðs Oddssonar við Bush var skref í rétta átt en mun ekki skila neinu einn og sér. Íslendingar verða að skilja að forsetinn getur ekki einn tekið ákvörðun um málefni er varða herinn, þar hefur þingið síðasta orðið," segir Hipp. Hipp bendir á að í kjölfar fundarins við Davíð muni Bush hafa samband við nefndarmenn til að komast að því hver framtíðaráform þeirra eru varðandi varnarsamninginn. "Það væri sterkur leikur að Íslendingar settu sig í samband við þingmenn nefndarinnar er eru hliðhollir málefnum Íslendinga. Það er ekki víst að nefndin myndi annars leita við að uppfylla óskir Íslendinga. Bush þarf að hafa stuðning nefndarinnar til að gera svo," segir Hipp. Hann segir að Íslendingar verði að taka virkan þátt í ferli málsins innan bandaríska þingsins. "Aðrar þjóðir, svo sem Norðmenn, Frakkar og Indverjar, hafa gert þetta í því skyni að vinna að hagsmunum sínum," segir Hipp. "Hið eina sem Íslendingar þurfa að gera er að biðja um stuðning," segir hann og bætir við að ekki sé víst að nefndin muni vera málefnum Íslendinga hliðholl ef Íslendingar hafi ekki einu sinni haft samband við hana. "Íslendingar þurfa að útskýra sjónarmið sín fyrir vilhollum nefndarmönnum sem munu síðan tala þeirra máli. Við höfum mikinn áhuga á að veita löndum aðstoð sem hafa sýnt Bandaríkjunum stuðning sinn," segir Hipp. Hann segir það í sjálfu sér ótrúlegt mál að herstöðin sé enn starfandi í Keflavík án þess að samningar séu þar um. Hins vegar verði Íslendingar að bregðast fljótt við og láta þetta mál ekki bíða betri tíma. Hipp segist sjálfur hafa rætt við nefndarmenn og fengið það staðfest að Íslendingar hefðu ekki enn sett sig í samband við þá.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fleiri fréttir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Sjá meira