Ósátt innnan allsherjarnefndar 8. júlí 2004 00:01 Stjórn og stjórnarandstaða eru ósammála um hvert sé helsta verkefni allsherjarnefndar Alþingis sem kom saman í morgun. Stjórnarandstaðan telur að kalla verði til sérfræðinga til að fá úr því skorið hvort hægt sé að afturkalla þjóðaratkvæðagreiðslu sem forseti Íslands boðaði til. Leiðtogar stjórnarandstöðuflokkanna tóku sæti í allsherjarnefnd Alþingis þegar nefndin kom saman á fyrsta fundi sumarþings í morgun. Tveimur málum var vísað til allsherjarnefndar í gær: fjölmiðlafrumvarpi ríkisstjórnarinnar og frumvarpi stjórnarandstöðunnar um þjóðaratkvæðagreiðslur. Bjarni Benediktsson, formaður allsherjarnefndar, segir að meginverkefni nefndarinnar verði að fjalla um fjölmiðlafrumvarpið og að því verði gefinn góður tími til afgreiðslu. Hann segir stjórnarfrumvarpið vera fyrsta mál á dagskrá. Aðspurður hvort sérfræðingar verði kallaðir á fund nefndarinnar eða hvort frumvarpið verði sent til umsagnar segist Bjarni halda að „hvort tveggja sé augljóst.“ Hann áætlar að vinna nefndarinnar taki a.m.k. viku en það fari þó allt eftir því hve mikil eining sé innan nefndarinnar um vinnubrögð. Fátt bendir til að einhugur muni ríkja um vinnubrögð nefndarinnar því stjórnarandstaðan sér málið í allt öðru ljósi. Brýnasta verkefni nefndarinnar sé ekki fjölmiðlafrumvarpið sjálft heldur að fá úr því skorið hvort hægt sé að breyta fjölmiðlalögunum og komast þannig hjá þjóðaratkvæðagreiðslu sem forseti boðaði til. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, segir forsætisráðherra hafa bent á að búið væri að fara vel yfir málið en Össuri finnst stjórnskipunarlegur ferill málsins vera óljós og tvíbentur. Því muni stjórnarandstaðan leggja mesta áherslu á þann þátt málsins, a.m.k. til að byrja með, og óska eftir því að fá sérfræðinga til liðs við nefndina til „að kveða upp úr með hvað má og hvað má ekki,“ segir Össur. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri-grænna, segir alveg ljóst að fyrst þurfi að fá á hreint hvort sú „aðferðafræði“, sem beitt hafi verið í málinu, standist. Það hafi ekki mikið upp á sig að fara að ræða efnisatriðin að öðru leyti fyrr en menn séu komnir með fast land undir fætur í þeim efnum. Hægt er að hlusta á fréttina, sem inniheldur viðtöl við Bjarna, Össur og Steingrím sem tekin voru í morgun, með því að smella á hlekkinn sem fylgir fréttinni í fréttayfirlitinu. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Fleiri fréttir Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Sjá meira
Stjórn og stjórnarandstaða eru ósammála um hvert sé helsta verkefni allsherjarnefndar Alþingis sem kom saman í morgun. Stjórnarandstaðan telur að kalla verði til sérfræðinga til að fá úr því skorið hvort hægt sé að afturkalla þjóðaratkvæðagreiðslu sem forseti Íslands boðaði til. Leiðtogar stjórnarandstöðuflokkanna tóku sæti í allsherjarnefnd Alþingis þegar nefndin kom saman á fyrsta fundi sumarþings í morgun. Tveimur málum var vísað til allsherjarnefndar í gær: fjölmiðlafrumvarpi ríkisstjórnarinnar og frumvarpi stjórnarandstöðunnar um þjóðaratkvæðagreiðslur. Bjarni Benediktsson, formaður allsherjarnefndar, segir að meginverkefni nefndarinnar verði að fjalla um fjölmiðlafrumvarpið og að því verði gefinn góður tími til afgreiðslu. Hann segir stjórnarfrumvarpið vera fyrsta mál á dagskrá. Aðspurður hvort sérfræðingar verði kallaðir á fund nefndarinnar eða hvort frumvarpið verði sent til umsagnar segist Bjarni halda að „hvort tveggja sé augljóst.“ Hann áætlar að vinna nefndarinnar taki a.m.k. viku en það fari þó allt eftir því hve mikil eining sé innan nefndarinnar um vinnubrögð. Fátt bendir til að einhugur muni ríkja um vinnubrögð nefndarinnar því stjórnarandstaðan sér málið í allt öðru ljósi. Brýnasta verkefni nefndarinnar sé ekki fjölmiðlafrumvarpið sjálft heldur að fá úr því skorið hvort hægt sé að breyta fjölmiðlalögunum og komast þannig hjá þjóðaratkvæðagreiðslu sem forseti boðaði til. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, segir forsætisráðherra hafa bent á að búið væri að fara vel yfir málið en Össuri finnst stjórnskipunarlegur ferill málsins vera óljós og tvíbentur. Því muni stjórnarandstaðan leggja mesta áherslu á þann þátt málsins, a.m.k. til að byrja með, og óska eftir því að fá sérfræðinga til liðs við nefndina til „að kveða upp úr með hvað má og hvað má ekki,“ segir Össur. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri-grænna, segir alveg ljóst að fyrst þurfi að fá á hreint hvort sú „aðferðafræði“, sem beitt hafi verið í málinu, standist. Það hafi ekki mikið upp á sig að fara að ræða efnisatriðin að öðru leyti fyrr en menn séu komnir með fast land undir fætur í þeim efnum. Hægt er að hlusta á fréttina, sem inniheldur viðtöl við Bjarna, Össur og Steingrím sem tekin voru í morgun, með því að smella á hlekkinn sem fylgir fréttinni í fréttayfirlitinu.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Fleiri fréttir Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Sjá meira