Valskonur að stinga af á toppnum 5. júlí 2004 00:01 Valsstúlkur hafa náð sjö stiga forystu á ÍBV og fimm stiga forskoti á toppi Landsbankadeildar kvenna eftir 3–1 sigur á ÍBV í bráðskemmtilegum leik á Hlíðarenda í gær. ÍBV byrjaði mjög vel og réð algjörlega ferðinni og fékk fjögur dauðafæri áður en Nína Ósk kom Val yfir algjörlega gegn gangi leiksins. Eyjastúlkur héldu síðan tökum á leiknum í fyrri hálfleik, sköpuðu fleiri færi en Guðbjörg Gunnarsdóttir varði allt sem á markið kom en hún átti mjög góðan leik. Það var síðan allt annað Valslið sem mætti til leiks í síðari hálfleik. Þær skoruðu tvö lagleg mörk á fyrstu tíu mínútum síðari hálfleiks. Eftir það missti ÍBV trúna á leiknum sem þær fengu ekki aftur fyrr en Margrét Lára skoraði glæsilegt mark beint úr aukaspyrnu. Eftir mark Margrétar pressuðu þær nokkuð stíft en þó án þess að skapa mikla hættu upp við mark Vals. Guðbjörg Gunnarsdóttir var eins og áður segir mjög góð í markinu. Katrín Jónsdóttir lék sinn fyrsta leik í byrjunarliði Vals og stóð sig afar vel og ljóst að koma hennar er hvalreki fyrir Valsliðið. Eins og svo oft áður bar lítið á Nínu Ósk en hún kann svo sannarlega að vera á réttum stað á réttum tíma. ÍBV hefði getað komið sér í góða stöðu hefðu þær nýtt færin sín í byrjun og má segja að þær hafi verið sjálfum sér verstar í þessum leik. Valur-ÍBV 3-1 (1-0) 1–0 Nína Ósk Kristinsdóttir 16. 2–0 Nína Ósk Kristinsdóttir 48. 3–0 Kristín Ýr Bjarnadóttir 54. 3–1 Margrét Lára Viðarsdóttir 76. Best á vellinum Guðbjörg Gunnarsdóttir Val Tölfræðin Skot (á mark) 13–21 (6–12) Horn 5–4 Aukaspyrnur fengnar 9–13 Rangstöður 2–2 Mjög góðar Guðbjörg Gunnarsdóttir Val Katrín Jónsdóttir Val Ásta Árnadóttir Val Michelle Barr ÍBV Góðar Nína Ósk Kristinsdóttir Val Dóra María Lárusdóttir Val Málfríður Erna Sigurðardóttir Val Margrét Lára Viðarsdóttir ÍBV Íris Sæmundsdóttir ÍBV Bryndís Jóhannesdóttir ÍBV Karen Burke ÍBV Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti „Förum ekki fram úr okkur“ Enski boltinn Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Enski boltinn „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Körfubolti Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Handbolti Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Fótbolti Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Fótbolti Fleiri fréttir Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Dagskrá: Þakkargjörðarleikir NFL, Big Ben og Blikar á móti Loga í Laugardal „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu „Aðeins örðuvísi stemning en hefur verið í síðustu leikjum“ Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Serbarnir unnu með tólf mörkum Valskonur á mikilli siglingu Viktor kom FCK á bragðið í fyrsta Meistaradeildarsigri liðsins „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Sjáðu mark númer tvö hjá Viktori í Meistaradeildinni Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Svona var fundur Blika fyrir slaginn við Loga og félaga Leikdagur hjá Lokasókninni í Nashville Sjá meira
Valsstúlkur hafa náð sjö stiga forystu á ÍBV og fimm stiga forskoti á toppi Landsbankadeildar kvenna eftir 3–1 sigur á ÍBV í bráðskemmtilegum leik á Hlíðarenda í gær. ÍBV byrjaði mjög vel og réð algjörlega ferðinni og fékk fjögur dauðafæri áður en Nína Ósk kom Val yfir algjörlega gegn gangi leiksins. Eyjastúlkur héldu síðan tökum á leiknum í fyrri hálfleik, sköpuðu fleiri færi en Guðbjörg Gunnarsdóttir varði allt sem á markið kom en hún átti mjög góðan leik. Það var síðan allt annað Valslið sem mætti til leiks í síðari hálfleik. Þær skoruðu tvö lagleg mörk á fyrstu tíu mínútum síðari hálfleiks. Eftir það missti ÍBV trúna á leiknum sem þær fengu ekki aftur fyrr en Margrét Lára skoraði glæsilegt mark beint úr aukaspyrnu. Eftir mark Margrétar pressuðu þær nokkuð stíft en þó án þess að skapa mikla hættu upp við mark Vals. Guðbjörg Gunnarsdóttir var eins og áður segir mjög góð í markinu. Katrín Jónsdóttir lék sinn fyrsta leik í byrjunarliði Vals og stóð sig afar vel og ljóst að koma hennar er hvalreki fyrir Valsliðið. Eins og svo oft áður bar lítið á Nínu Ósk en hún kann svo sannarlega að vera á réttum stað á réttum tíma. ÍBV hefði getað komið sér í góða stöðu hefðu þær nýtt færin sín í byrjun og má segja að þær hafi verið sjálfum sér verstar í þessum leik. Valur-ÍBV 3-1 (1-0) 1–0 Nína Ósk Kristinsdóttir 16. 2–0 Nína Ósk Kristinsdóttir 48. 3–0 Kristín Ýr Bjarnadóttir 54. 3–1 Margrét Lára Viðarsdóttir 76. Best á vellinum Guðbjörg Gunnarsdóttir Val Tölfræðin Skot (á mark) 13–21 (6–12) Horn 5–4 Aukaspyrnur fengnar 9–13 Rangstöður 2–2 Mjög góðar Guðbjörg Gunnarsdóttir Val Katrín Jónsdóttir Val Ásta Árnadóttir Val Michelle Barr ÍBV Góðar Nína Ósk Kristinsdóttir Val Dóra María Lárusdóttir Val Málfríður Erna Sigurðardóttir Val Margrét Lára Viðarsdóttir ÍBV Íris Sæmundsdóttir ÍBV Bryndís Jóhannesdóttir ÍBV Karen Burke ÍBV
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti „Förum ekki fram úr okkur“ Enski boltinn Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Enski boltinn „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Körfubolti Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Handbolti Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Fótbolti Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Fótbolti Fleiri fréttir Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Dagskrá: Þakkargjörðarleikir NFL, Big Ben og Blikar á móti Loga í Laugardal „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu „Aðeins örðuvísi stemning en hefur verið í síðustu leikjum“ Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Serbarnir unnu með tólf mörkum Valskonur á mikilli siglingu Viktor kom FCK á bragðið í fyrsta Meistaradeildarsigri liðsins „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Sjáðu mark númer tvö hjá Viktori í Meistaradeildinni Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Svona var fundur Blika fyrir slaginn við Loga og félaga Leikdagur hjá Lokasókninni í Nashville Sjá meira