Fjölgar í þjónustugreinum 5. júlí 2004 00:01 Hagstofan hefur birt tölur um fjölda starfandi fólks eftir atvinnugreinum og landshlutum árið 2003. Þar kemur fram að starfandi fólki á Íslandi fækkaði milli áranna 2002 og 2003 úr 156.070 manns í 155.680, eða um 0,2%, sem telst óverulegt. Á höfuðborgarsvæðinu fækkaði starfandi fólki um 0,2% en utan höfuðborgarsvæðisins fækkaði þeim um 1%. Á Austurlandi var engin breyting á fjölda starfandi fólks milli áranna en í öðrum landshlutum fækkaði starfandi fólki. Við frumvinnslugreinar störfuðu 9.710 manns árið 2003, 35.460 manns störfuðu við iðngreinar og 110.510 störfuðu við þjónustugreinar. Á landsvísu voru 390 færri einstaklingar við störf árið 2003 en árið 2002. Athygli vekur að starfandi fólki fækkar í frumvinnslu- og iðngreinum um nálægt 5% en fjölgar í þjónustu um 0,5%. Á Suðurnesjum fækkaði mest þeim sem starfa við þjónustu og iðngreinar en á Suðurlandi fækkaði mest í frumvinnslugreinum, eða 6,4%. Í iðngreinum fækkaði starfandi í öllum landshlutum milli áranna nema á Norðurlandi eystra og Austurlandi. Mest fækkaði þeim sem starfa við iðngreinar á Vestfjörðum, eða 6,4%. Upplýsingar þessar eru frá staðgreiðsluskrá Hagstofu Íslands. Atvinna Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Hagstofan hefur birt tölur um fjölda starfandi fólks eftir atvinnugreinum og landshlutum árið 2003. Þar kemur fram að starfandi fólki á Íslandi fækkaði milli áranna 2002 og 2003 úr 156.070 manns í 155.680, eða um 0,2%, sem telst óverulegt. Á höfuðborgarsvæðinu fækkaði starfandi fólki um 0,2% en utan höfuðborgarsvæðisins fækkaði þeim um 1%. Á Austurlandi var engin breyting á fjölda starfandi fólks milli áranna en í öðrum landshlutum fækkaði starfandi fólki. Við frumvinnslugreinar störfuðu 9.710 manns árið 2003, 35.460 manns störfuðu við iðngreinar og 110.510 störfuðu við þjónustugreinar. Á landsvísu voru 390 færri einstaklingar við störf árið 2003 en árið 2002. Athygli vekur að starfandi fólki fækkar í frumvinnslu- og iðngreinum um nálægt 5% en fjölgar í þjónustu um 0,5%. Á Suðurnesjum fækkaði mest þeim sem starfa við þjónustu og iðngreinar en á Suðurlandi fækkaði mest í frumvinnslugreinum, eða 6,4%. Í iðngreinum fækkaði starfandi í öllum landshlutum milli áranna nema á Norðurlandi eystra og Austurlandi. Mest fækkaði þeim sem starfa við iðngreinar á Vestfjörðum, eða 6,4%. Upplýsingar þessar eru frá staðgreiðsluskrá Hagstofu Íslands.
Atvinna Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira