Skilyrði verða sett 1. júlí 2004 00:01 Ákveðið hefur verið innan ríkisstjórnarinnar að setja skilyrði í lög um þjóðaratkvæðagreiðslu um að ákveðið hlutfalla atkvæðisbærra manna þurfi til að fella lög úr gildi. Drög af frumvarpi verða rædd á ríkisstjórnarfundi í dag. Halldór Ásgrímsson staðfesti þetta í samtali við Fréttablaðið í gær. Hann sagði að skilyrðin yrðu "hófleg" en ekki hafi enn verið ákveðið innan ríkisstjórnarinnar hver þau verði en starfshópur ríkisstjórnarinnar hefur lagt til 25-44%. Skiptar skoðanir eru innan þingflokks Framsóknarflokksins um hvort setja eigi skilyrði eða ekki. Að sögn Halldórs hefur hann rætt við alla þingmenn flokksins um málið eftir að hann kom heim frá NATO-fundinum í Istanbul. Að sögn þeirra þingmanna sem Fréttablaðið ræddi við í gærkvöldi er ljóst að þingflokkurinn mun fallast á kröfur Sjálfstæðisflokksins um að setja eigi skilyrði. Þeir þingmenn Framsóknarflokksins sem sögðust í grundvallaratriðum mótfallnir því að sett yrðu skilyrði sögðust munu samþykkja að þau yrðu sett, svo fremi sem þau verði hófleg, hægt sé að færa rök fyrir þeim og þau brjóti ekki í bága við stjórnarskrá. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins mun Framsóknarflokkurinn ganga að samningsborði við Sjálfstæðisflokkinn með það að markmiði að skilyrðin séu sem næst neðri mörkunum, og fari ekki yfir þriðjung. Einn framsóknarþingmaður sagði að málið væri nú í höndum formannanna og yrðu þeir að ná lendingu um málið sín á milli. Stjórnarandstaðan hefur lýst yfir helberri andstöðu við að setja í lög skilyrði af nokkru tagi og munu leggja fram sameiginlegt frumvarp um lög um þjóðaratkvæðagreiðslu á Alþingi þegar það kemur saman á mánudaginn. "Ég trúi ekki að Framsóknarflokkurinn láti Davíð Oddsson svínbeygja sig einn ganginn enn," segir Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar. "Ég hef enn ekki hitt þann framsóknarmann utan þingflokksins sem styður sérstakar reglur af þessu tagi. Við í stjórnarandstöðunni höfum leitað álits vandaðra sérfræðinga sem hafa engin pólitísk tengsl við okkur og niðurstaða þeirra var afdráttarlaus. Reglur af þessu tagi fara í bág við stjórnarskrána," segir Össur. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Sjá meira
Ákveðið hefur verið innan ríkisstjórnarinnar að setja skilyrði í lög um þjóðaratkvæðagreiðslu um að ákveðið hlutfalla atkvæðisbærra manna þurfi til að fella lög úr gildi. Drög af frumvarpi verða rædd á ríkisstjórnarfundi í dag. Halldór Ásgrímsson staðfesti þetta í samtali við Fréttablaðið í gær. Hann sagði að skilyrðin yrðu "hófleg" en ekki hafi enn verið ákveðið innan ríkisstjórnarinnar hver þau verði en starfshópur ríkisstjórnarinnar hefur lagt til 25-44%. Skiptar skoðanir eru innan þingflokks Framsóknarflokksins um hvort setja eigi skilyrði eða ekki. Að sögn Halldórs hefur hann rætt við alla þingmenn flokksins um málið eftir að hann kom heim frá NATO-fundinum í Istanbul. Að sögn þeirra þingmanna sem Fréttablaðið ræddi við í gærkvöldi er ljóst að þingflokkurinn mun fallast á kröfur Sjálfstæðisflokksins um að setja eigi skilyrði. Þeir þingmenn Framsóknarflokksins sem sögðust í grundvallaratriðum mótfallnir því að sett yrðu skilyrði sögðust munu samþykkja að þau yrðu sett, svo fremi sem þau verði hófleg, hægt sé að færa rök fyrir þeim og þau brjóti ekki í bága við stjórnarskrá. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins mun Framsóknarflokkurinn ganga að samningsborði við Sjálfstæðisflokkinn með það að markmiði að skilyrðin séu sem næst neðri mörkunum, og fari ekki yfir þriðjung. Einn framsóknarþingmaður sagði að málið væri nú í höndum formannanna og yrðu þeir að ná lendingu um málið sín á milli. Stjórnarandstaðan hefur lýst yfir helberri andstöðu við að setja í lög skilyrði af nokkru tagi og munu leggja fram sameiginlegt frumvarp um lög um þjóðaratkvæðagreiðslu á Alþingi þegar það kemur saman á mánudaginn. "Ég trúi ekki að Framsóknarflokkurinn láti Davíð Oddsson svínbeygja sig einn ganginn enn," segir Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar. "Ég hef enn ekki hitt þann framsóknarmann utan þingflokksins sem styður sérstakar reglur af þessu tagi. Við í stjórnarandstöðunni höfum leitað álits vandaðra sérfræðinga sem hafa engin pólitísk tengsl við okkur og niðurstaða þeirra var afdráttarlaus. Reglur af þessu tagi fara í bág við stjórnarskrána," segir Össur.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Sjá meira