Fyrirtækin losa um budduna 25. júní 2004 00:01 Reikna má með því að fyrirtæki losi aðeins um budduna á þessu ári og verji meira fé en undanfarin ár til endurnýjunar á tölvubúnaði og öðru sem lýtur að upplýsingatækni. Þetta kemur fram á vef Tæknivals. Flest fyrirtækja hafi sýnt mikið aðhald í fjármálum á síðustu árum eins og endurnýjun á tölvubúnaði hefur setið á hakanum en nú virðist hins vegar gæta vaxandi bjartsýni og stjórnendur fyrirtækja líta svo á að eigi fyrirtækin að vaxa og dafna sé sjálfsagt að fjárfesta í nýrri tækni. Þetta kemur meðal annars fram í niðurstöðum nýrrar könnunar sem greiningafyrirtækið Forrester Research gerði meðal yfirmanna 115 bandarískra fyrirtækja um útgjaldaáform þeirra á árinu. Leiða má líkur að því að viðskiptaumhverfið hér á landi sé að þessu leyti svipað og vestanhafs. Könnunin leiddi í ljós að á síðustu mánuðum hefur fjárfesting í tæknibúnaði aukist meðal bandarískra fyrirtækja og að reikna megi með 6% útgjaldaukningu í UT fjárfestingum á árinu miðað við árið 2003. Samkvæmt könnun Forrester áforma 34% yfirmanna upplýsingatæknideilda að verja meira fjármagni til upplýsingatækni á árinu 2004 en þeir höfðu áður ætlað sér, sem er umtalsverð aukning frá þeim 25% sem svöruðu spurningunni á þann veg á fyrsta ársfjórðungi. Ríflega helmingur yfirmanna UT-deilda, 55%, kváðust hins vegar ætla að halda fast við áætluðu útgjöld til málaflokksins. Þá leiddi könnunin í ljós að 43% svarenda töldu viðskiptaumhverfið "hagstætt" eða "mjög hagstætt" en aðeins 33% höfðu verið þeirrar skoðunar fyrr á árinu. Bjartsýnistónn hefur hljómað undir niðri hvað varðar upplýsingatækni um alllangt skeið en núna á öðrum ársfjórðungi eru þessi jákvæðu tilfinningar að birtast í raunverulegum útgjöldum, segja höfundar skýrslunnar. Það er til marks um að böndin á buddunni eru loksins að losna. Skýrsluhöfundar benda reyndar á að ekki megi reikna með að útgjöld fyrirtækja til kaupa á búnaði í upplýsingatækni verði jafn mikil og á árunum þegar greinin var í hvað mestum blóma og fyrirtæki fjárfestu hvað mest. Engu að síður ættu niðurstöður skýrslunnar að vekja vonir hvarvetna innan upplýsingatæknigeirans. Taliðer að útgjaldaaukningin verði hvað mest í þeirri grein markaðarsins sem snýr að sölu vélbúnaðar en að mati Forrester má reikna með 11% aukningu í þeirri grein milli ára. Þá telur Forrester að sala á stýrikerfum, öðrum stýribúnaði og öryggishugbúnaði aukist um 9% á árinu. Ennfremur telur greiningafyrirtækið að útvistun innan upplýsingatækni aukist um 9% og samskiptabúnaður seljist í 11% meira mæli en í fyrra. Hægt er að fræðast frekar um könnun Forrester hér. Fréttir Tækni Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Nýtt met slegið í fjölda giftinga Innlent Fleiri fréttir Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í gæsluvarðhaldi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Sjá meira
Reikna má með því að fyrirtæki losi aðeins um budduna á þessu ári og verji meira fé en undanfarin ár til endurnýjunar á tölvubúnaði og öðru sem lýtur að upplýsingatækni. Þetta kemur fram á vef Tæknivals. Flest fyrirtækja hafi sýnt mikið aðhald í fjármálum á síðustu árum eins og endurnýjun á tölvubúnaði hefur setið á hakanum en nú virðist hins vegar gæta vaxandi bjartsýni og stjórnendur fyrirtækja líta svo á að eigi fyrirtækin að vaxa og dafna sé sjálfsagt að fjárfesta í nýrri tækni. Þetta kemur meðal annars fram í niðurstöðum nýrrar könnunar sem greiningafyrirtækið Forrester Research gerði meðal yfirmanna 115 bandarískra fyrirtækja um útgjaldaáform þeirra á árinu. Leiða má líkur að því að viðskiptaumhverfið hér á landi sé að þessu leyti svipað og vestanhafs. Könnunin leiddi í ljós að á síðustu mánuðum hefur fjárfesting í tæknibúnaði aukist meðal bandarískra fyrirtækja og að reikna megi með 6% útgjaldaukningu í UT fjárfestingum á árinu miðað við árið 2003. Samkvæmt könnun Forrester áforma 34% yfirmanna upplýsingatæknideilda að verja meira fjármagni til upplýsingatækni á árinu 2004 en þeir höfðu áður ætlað sér, sem er umtalsverð aukning frá þeim 25% sem svöruðu spurningunni á þann veg á fyrsta ársfjórðungi. Ríflega helmingur yfirmanna UT-deilda, 55%, kváðust hins vegar ætla að halda fast við áætluðu útgjöld til málaflokksins. Þá leiddi könnunin í ljós að 43% svarenda töldu viðskiptaumhverfið "hagstætt" eða "mjög hagstætt" en aðeins 33% höfðu verið þeirrar skoðunar fyrr á árinu. Bjartsýnistónn hefur hljómað undir niðri hvað varðar upplýsingatækni um alllangt skeið en núna á öðrum ársfjórðungi eru þessi jákvæðu tilfinningar að birtast í raunverulegum útgjöldum, segja höfundar skýrslunnar. Það er til marks um að böndin á buddunni eru loksins að losna. Skýrsluhöfundar benda reyndar á að ekki megi reikna með að útgjöld fyrirtækja til kaupa á búnaði í upplýsingatækni verði jafn mikil og á árunum þegar greinin var í hvað mestum blóma og fyrirtæki fjárfestu hvað mest. Engu að síður ættu niðurstöður skýrslunnar að vekja vonir hvarvetna innan upplýsingatæknigeirans. Taliðer að útgjaldaaukningin verði hvað mest í þeirri grein markaðarsins sem snýr að sölu vélbúnaðar en að mati Forrester má reikna með 11% aukningu í þeirri grein milli ára. Þá telur Forrester að sala á stýrikerfum, öðrum stýribúnaði og öryggishugbúnaði aukist um 9% á árinu. Ennfremur telur greiningafyrirtækið að útvistun innan upplýsingatækni aukist um 9% og samskiptabúnaður seljist í 11% meira mæli en í fyrra. Hægt er að fræðast frekar um könnun Forrester hér.
Fréttir Tækni Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Nýtt met slegið í fjölda giftinga Innlent Fleiri fréttir Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í gæsluvarðhaldi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Sjá meira