Ferðast aftur í tímann í Cambridge 23. júní 2004 00:01 Háskólaborgin Cambridge er nær Reykjavík en margan grunar. Bærinn er einungis hálftíma lestarferð frá Stanstead-flugvelli - sem þýðir aðeins rúmlega fjögurra tíma ferðalag fyrir íbúa höfuðborgarsvæðisins. Þetta stutta ferðalag færir Íslending hins vegar langt aftur í tímann, sagan kallar við hvert fótmál. Þrátt fyrir að Cambridge sé mikill háskólabær er vel þess virði fyrir venjulegan ferðalang að bregða sér þangað til að upplifa breska stemningu eins og hún gerist best. Háskólabyggingarnar eru hverjar annarri fallegri og hægt að skoða þær velflestar utan prófatíma, þá er allt lokað og læst enda mikilvægt að nemendur getir einbeitt sér að náminu. Elsti háskólinn er frá miðöldum og síðan þá hafa þeir verið stofnaðir einn af öðrum. Ýmislegt er hægt að gera í Cambridge, hægt að rölta um göturnar og lifa sig inn í rómantískt andrúmsloftið eða bregða sér í bátsferð um ána Cam. Hún rennur um borgina og er vinsælt sport hjá háskólastúdentum er að stjaka sér niður ána á þartilgerðum bátum. Á enda bátsins er sléttur pallur þar sem sá sem stjakar stendur - berfættur ef hann er vanur. Hægt er að leigja bátana og spreyta sig í þessu sporti sjálfur - en tekið skal fram að það er reyndar ekki eins auðvelt og það lítur út fyrir að vera. Falleg þorp eru í nágrenni Cambridge og er hér sérstaklega mælt með heimsókn í þorpið Grantchester sem er í um hálftíma göngufjarlægð frá Cambridge, yfir bleika akra og slegin tún. Þar er fornfrægur testaður, the Orchard. Í garði staðarins er rómantískt að sitja og sötra te eins og Virginia Woolf og vinir hennar gerðu. Það má lesa í bækling sem er að finna á staðnum. Ástæðulaust er þó að óttast of mikið túristaflóð. Enn í dag er staðurinn vinsæll hjá Cambridge-stúdentum. Er prófum lýkur í júní er til að mynda vinsælt að ljúka gleðskapnum í morgunmat á The Orchard, morgunmat með jarðarberjum og kampavíni. Gagnlegar vefsíður: bedandbreakfasts-uk.co.uk hotels-england.co.uk/cambridge.htm Skemmtilegt að gera: Ganga til Grantchester, Fara á barinn The Eagle þar sem Watson og Crick sátu þegar þeir uppgötvuðu DNA. Rölta um bæinn. Sigla á ánni. sigridur@frettabladid.is Ferðalög Mest lesið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Lífið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Lífið Staðfesta loks sambandið Lífið Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Lífið Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Menning Einar og Milla skírðu drenginn Lífið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Lífið Fleiri fréttir Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Sjá meira
Háskólaborgin Cambridge er nær Reykjavík en margan grunar. Bærinn er einungis hálftíma lestarferð frá Stanstead-flugvelli - sem þýðir aðeins rúmlega fjögurra tíma ferðalag fyrir íbúa höfuðborgarsvæðisins. Þetta stutta ferðalag færir Íslending hins vegar langt aftur í tímann, sagan kallar við hvert fótmál. Þrátt fyrir að Cambridge sé mikill háskólabær er vel þess virði fyrir venjulegan ferðalang að bregða sér þangað til að upplifa breska stemningu eins og hún gerist best. Háskólabyggingarnar eru hverjar annarri fallegri og hægt að skoða þær velflestar utan prófatíma, þá er allt lokað og læst enda mikilvægt að nemendur getir einbeitt sér að náminu. Elsti háskólinn er frá miðöldum og síðan þá hafa þeir verið stofnaðir einn af öðrum. Ýmislegt er hægt að gera í Cambridge, hægt að rölta um göturnar og lifa sig inn í rómantískt andrúmsloftið eða bregða sér í bátsferð um ána Cam. Hún rennur um borgina og er vinsælt sport hjá háskólastúdentum er að stjaka sér niður ána á þartilgerðum bátum. Á enda bátsins er sléttur pallur þar sem sá sem stjakar stendur - berfættur ef hann er vanur. Hægt er að leigja bátana og spreyta sig í þessu sporti sjálfur - en tekið skal fram að það er reyndar ekki eins auðvelt og það lítur út fyrir að vera. Falleg þorp eru í nágrenni Cambridge og er hér sérstaklega mælt með heimsókn í þorpið Grantchester sem er í um hálftíma göngufjarlægð frá Cambridge, yfir bleika akra og slegin tún. Þar er fornfrægur testaður, the Orchard. Í garði staðarins er rómantískt að sitja og sötra te eins og Virginia Woolf og vinir hennar gerðu. Það má lesa í bækling sem er að finna á staðnum. Ástæðulaust er þó að óttast of mikið túristaflóð. Enn í dag er staðurinn vinsæll hjá Cambridge-stúdentum. Er prófum lýkur í júní er til að mynda vinsælt að ljúka gleðskapnum í morgunmat á The Orchard, morgunmat með jarðarberjum og kampavíni. Gagnlegar vefsíður: bedandbreakfasts-uk.co.uk hotels-england.co.uk/cambridge.htm Skemmtilegt að gera: Ganga til Grantchester, Fara á barinn The Eagle þar sem Watson og Crick sátu þegar þeir uppgötvuðu DNA. Rölta um bæinn. Sigla á ánni. sigridur@frettabladid.is
Ferðalög Mest lesið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Lífið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Lífið Staðfesta loks sambandið Lífið Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Lífið Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Menning Einar og Milla skírðu drenginn Lífið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Lífið Fleiri fréttir Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Sjá meira