Öðruvísi myndlistarnámskeið 15. júní 2004 00:01 "Við unnum síðasta sumar á leikjanámskeiðum ÍTR þar sem við ferðuðumst á milli og kenndum myndlist, en nú höfum við ákveðið að setja á fót sérstök myndlistarnámskeið fyrir krakka" segir Sólveig Einarsdóttir en hún hefur skipulagt námskeiðin í sumar ásamt Guðnýju Rúnarsdóttur. Sólveig og Guðný er báðar myndlistarmenn og útskrifuðust úr Listaháskólanum fyrir ári síðan. "Það voru ekki nægir peningar hjá ÍTR þetta árið til að ráða okkur þannig að við ákváðum að setja á fót námskeið sjálfar. Myndlistarmenn eru í raun alltaf sjálfstæðir atvinnurekendur og það getur oft verið erfitt, við höfum hins vegar ákveðið að hætta að kvarta og skapa okkar eigin tækifæri," segir Sólveig. Guðný segir nauðsynlegt fyrir börn að fá tækifæri til að skapa og vinna með myndlist. "Ég held að kennsla í myndmennt og handmennt hafi svolítið setið á hakanum í skólum undanfarin ár. Okkur langar að gefa börnum tækifæri á að læra eitthvað nýtt á þessu sviði," segir Guðný. Námskeiðið verður í Austurbæjarskóla í sumar og hefst fyrra námskeiðið 21. júní en það síðara 5. júlí. "Námskeiðin verða í tvær vikur fyrir 9 til 12 ára krakka. Það verður farið í vettvangsferðir og kennslan verður fjölbreytt. Þetta verður svolítið öðruvísi en venjuleg myndlistarnámskeið," segi Sólveig og bætir Guðný því við að spreyveggirnir við Austurbæjarskóla verði meðal annars nýttir við kennsluna auk þess sem námskeiðunum lýkur með myndlistarsýningum í Klink og Bank. Enn eru nokkur laus pláss á námskeiðunum fyrir áhugasama krakka og er hægt að hringja í þær stöllur eftir upplýsingum. Mest lesið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Die Antwoord og M.O.P. ásamt fleirum á Secret Solstice Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
"Við unnum síðasta sumar á leikjanámskeiðum ÍTR þar sem við ferðuðumst á milli og kenndum myndlist, en nú höfum við ákveðið að setja á fót sérstök myndlistarnámskeið fyrir krakka" segir Sólveig Einarsdóttir en hún hefur skipulagt námskeiðin í sumar ásamt Guðnýju Rúnarsdóttur. Sólveig og Guðný er báðar myndlistarmenn og útskrifuðust úr Listaháskólanum fyrir ári síðan. "Það voru ekki nægir peningar hjá ÍTR þetta árið til að ráða okkur þannig að við ákváðum að setja á fót námskeið sjálfar. Myndlistarmenn eru í raun alltaf sjálfstæðir atvinnurekendur og það getur oft verið erfitt, við höfum hins vegar ákveðið að hætta að kvarta og skapa okkar eigin tækifæri," segir Sólveig. Guðný segir nauðsynlegt fyrir börn að fá tækifæri til að skapa og vinna með myndlist. "Ég held að kennsla í myndmennt og handmennt hafi svolítið setið á hakanum í skólum undanfarin ár. Okkur langar að gefa börnum tækifæri á að læra eitthvað nýtt á þessu sviði," segir Guðný. Námskeiðið verður í Austurbæjarskóla í sumar og hefst fyrra námskeiðið 21. júní en það síðara 5. júlí. "Námskeiðin verða í tvær vikur fyrir 9 til 12 ára krakka. Það verður farið í vettvangsferðir og kennslan verður fjölbreytt. Þetta verður svolítið öðruvísi en venjuleg myndlistarnámskeið," segi Sólveig og bætir Guðný því við að spreyveggirnir við Austurbæjarskóla verði meðal annars nýttir við kennsluna auk þess sem námskeiðunum lýkur með myndlistarsýningum í Klink og Bank. Enn eru nokkur laus pláss á námskeiðunum fyrir áhugasama krakka og er hægt að hringja í þær stöllur eftir upplýsingum.
Mest lesið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Die Antwoord og M.O.P. ásamt fleirum á Secret Solstice Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira