Það er einfalt að spara 15. júní 2004 00:01 Góður kunningi minn sagðist ekki með nokkru móti geta sparað því hann ætti aldrei neinn afgang. Ég tók undir með honum því ein ástæða þess að sparnaður misheppnast er að við ætlum að spara afganginn en það verður aldrei neinn afgangur. Þess vegna á sparnaður að vera fyrsti útgjaldaliðurinn. Takið 10% af útborguðum launum um hver mánaðarmót og leggið fyrir. Þetta geta allir því það finnur engin fyrir því þó hann eyði 90% af laununum sínum í stað 100%. Prófið þetta strax um næstu mánaðarmót og ég get næstum étið hatt minn upp á að þið finnið lítið fyrir sparnaðinum. Það er engin afsökun að vera með lág laun og hægt er að hugga sig við að sá sem er með hærri laun þarf að spara hærri upphæð. Látið skuldir og önnur útgjöld ekki trufla ykkur því þessi 10% skipta ekki sköpum fyrir þá útgjaldaliði eins og þeir þekkja sem hafa lesið pistlana. Það er hægt að spara meira án þess að finna nokkuð fyrir því. Takið 50% af öllum óvæntum tekjum og leggið fyrir. Þið getið svo eytt helmingnum í hvað sem er. Þetta er mjög auðvelt því í raun var þessi peningur ekki til hafi maður ekki átt von á honum. Ég get lofað ykkur því að það er fátt skemmtilegra en að spara peninga nema ef vera skyldi að eyða þeim. Um það ætla ég að fjalla í næsta pistli. Gleðilegt sumar, Ingólfur Hrafnkell Fjármál Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Fleiri fréttir Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Góður kunningi minn sagðist ekki með nokkru móti geta sparað því hann ætti aldrei neinn afgang. Ég tók undir með honum því ein ástæða þess að sparnaður misheppnast er að við ætlum að spara afganginn en það verður aldrei neinn afgangur. Þess vegna á sparnaður að vera fyrsti útgjaldaliðurinn. Takið 10% af útborguðum launum um hver mánaðarmót og leggið fyrir. Þetta geta allir því það finnur engin fyrir því þó hann eyði 90% af laununum sínum í stað 100%. Prófið þetta strax um næstu mánaðarmót og ég get næstum étið hatt minn upp á að þið finnið lítið fyrir sparnaðinum. Það er engin afsökun að vera með lág laun og hægt er að hugga sig við að sá sem er með hærri laun þarf að spara hærri upphæð. Látið skuldir og önnur útgjöld ekki trufla ykkur því þessi 10% skipta ekki sköpum fyrir þá útgjaldaliði eins og þeir þekkja sem hafa lesið pistlana. Það er hægt að spara meira án þess að finna nokkuð fyrir því. Takið 50% af öllum óvæntum tekjum og leggið fyrir. Þið getið svo eytt helmingnum í hvað sem er. Þetta er mjög auðvelt því í raun var þessi peningur ekki til hafi maður ekki átt von á honum. Ég get lofað ykkur því að það er fátt skemmtilegra en að spara peninga nema ef vera skyldi að eyða þeim. Um það ætla ég að fjalla í næsta pistli. Gleðilegt sumar, Ingólfur Hrafnkell
Fjármál Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Fleiri fréttir Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira