Eru börn gáfaðri en fullorðnir? 14. júní 2004 00:01 Smári Jósepsson rifjar upp leikskólaárin og kemst að þeirri niðurstöðu að börn eru klárari en fullorðnir. "Máði, viltu rétta mér kómatósuna?" spurði Unnur Freyja litla á leikskólanum þegar við vorum að borða spagettí í hádegishléinu. Það leið varla sá dagur í vinnunni sem maður varð ekki var við eitthvað kómískt. "Máði, ég er búnað túta á mig," sagði litli brandarakallinn Dagur Elí, og horfði á mig sposkur á svip. Þó að myndarlegur bleyjuglaðningur biði mín, þá gat ég ekki annað en brosað að meistaranum. Eftir að hafa unnið með tveggja til fimm ára gömlum börnum í einhvern tíma fór ég að sjá hluti í fari þeirra sem ég saknaði hjá mér sjálfum. Var hugsanlegt að þessi kríli væru fetinu framar en ég, sem átti að heita fullorðinn? Hreinskilnin var ofarlega á listanum yfir þá kosti sem þau létu óhrædd í ljós og fylltu mig aðdáunar. "Af hverju á ég svona erfitt með þetta en þau geta þetta án teljandi áreynslu?" hugsaði ég með mér um leið og ég fylgdist með amstri dagsins. "Getur verið að þegar sjálfið eykst þá versni manneskjan?" Þetta þótti mér merkileg uppgötvun. Þau gátu sagt hvað sem þeim bjó í hjarta við hvern sem er. "Er nokkuð viss um að staða mín væri önnur ef þetta væri á mínu færi," hugsaði ég hlæjandi með sjálfum mér. Það eru liðin nokkur ár síðan ég sagði skilið við leikskólann en ég hugsa þó oft til þess að þarna leynist hver meistarinn á fætur öðrum sem getur gefið manni glænýja sýn á lífið, ef maður er með augun opin. Lífið myndi varla gerast betra, að sjá heiminn með augum og hugarfari barns. Samt lifir maður í þeirri trú að gaurinn sé nú svolítið klár. Það má svo sem vel vera - en börnin eru langt á undan. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stuð milli stríða Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun
Smári Jósepsson rifjar upp leikskólaárin og kemst að þeirri niðurstöðu að börn eru klárari en fullorðnir. "Máði, viltu rétta mér kómatósuna?" spurði Unnur Freyja litla á leikskólanum þegar við vorum að borða spagettí í hádegishléinu. Það leið varla sá dagur í vinnunni sem maður varð ekki var við eitthvað kómískt. "Máði, ég er búnað túta á mig," sagði litli brandarakallinn Dagur Elí, og horfði á mig sposkur á svip. Þó að myndarlegur bleyjuglaðningur biði mín, þá gat ég ekki annað en brosað að meistaranum. Eftir að hafa unnið með tveggja til fimm ára gömlum börnum í einhvern tíma fór ég að sjá hluti í fari þeirra sem ég saknaði hjá mér sjálfum. Var hugsanlegt að þessi kríli væru fetinu framar en ég, sem átti að heita fullorðinn? Hreinskilnin var ofarlega á listanum yfir þá kosti sem þau létu óhrædd í ljós og fylltu mig aðdáunar. "Af hverju á ég svona erfitt með þetta en þau geta þetta án teljandi áreynslu?" hugsaði ég með mér um leið og ég fylgdist með amstri dagsins. "Getur verið að þegar sjálfið eykst þá versni manneskjan?" Þetta þótti mér merkileg uppgötvun. Þau gátu sagt hvað sem þeim bjó í hjarta við hvern sem er. "Er nokkuð viss um að staða mín væri önnur ef þetta væri á mínu færi," hugsaði ég hlæjandi með sjálfum mér. Það eru liðin nokkur ár síðan ég sagði skilið við leikskólann en ég hugsa þó oft til þess að þarna leynist hver meistarinn á fætur öðrum sem getur gefið manni glænýja sýn á lífið, ef maður er með augun opin. Lífið myndi varla gerast betra, að sjá heiminn með augum og hugarfari barns. Samt lifir maður í þeirri trú að gaurinn sé nú svolítið klár. Það má svo sem vel vera - en börnin eru langt á undan.
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun