Ástarbréf Bronte komin heim 14. júní 2004 00:01 Ástarbréf sem Charlotte Bronte skrifaði samkennara sínum hefur verið skilað aftur til heimilis rithöfundarins í Yorkshire. Bronte skrifaði bréfin árið 1844 þegar hún þjáðist af þunglyndi vegna ástar sinnar á belgíska kennaranum Constantin Heger. Hún sendi honum bréfin en hann reif þau og henti í ruslafötuna. Tortryggin eiginkona hans límdi bréfin saman og sonur þeirra arfleiddi síðan British Museum að þeim. Heimili Charlotte Bronte er orðið að safni og þar geta gestir nú séð þessi hjartnæmu bréf. Bronte var um tíma kennari við skóla í Belgíu og þar kenndi hún ásamt Heger og eiginkonu hans. Hann uppgötvaði rithöfundarhæfileika hennar meðan hún dvaldi í Brussel og hvatti hana mjög. Hún misskildi áhuga hans og taldi hann vera ástfanginn af sér. Samband þeirra varð uppistaða í skáldsögu hennar Villette þar sem ensk kona verður ástfangin af belgískum kennara. Bronte er þekktust fyrir skáldsögu sína Jane Eyre. Hún lést 38 ára gömul og Heger lést fjörtíu og einu ári síðar. Mest lesið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Ástarbréf sem Charlotte Bronte skrifaði samkennara sínum hefur verið skilað aftur til heimilis rithöfundarins í Yorkshire. Bronte skrifaði bréfin árið 1844 þegar hún þjáðist af þunglyndi vegna ástar sinnar á belgíska kennaranum Constantin Heger. Hún sendi honum bréfin en hann reif þau og henti í ruslafötuna. Tortryggin eiginkona hans límdi bréfin saman og sonur þeirra arfleiddi síðan British Museum að þeim. Heimili Charlotte Bronte er orðið að safni og þar geta gestir nú séð þessi hjartnæmu bréf. Bronte var um tíma kennari við skóla í Belgíu og þar kenndi hún ásamt Heger og eiginkonu hans. Hann uppgötvaði rithöfundarhæfileika hennar meðan hún dvaldi í Brussel og hvatti hana mjög. Hún misskildi áhuga hans og taldi hann vera ástfanginn af sér. Samband þeirra varð uppistaða í skáldsögu hennar Villette þar sem ensk kona verður ástfangin af belgískum kennara. Bronte er þekktust fyrir skáldsögu sína Jane Eyre. Hún lést 38 ára gömul og Heger lést fjörtíu og einu ári síðar.
Mest lesið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira