Kosið um lögin í byrjun ágúst 11. júní 2004 00:01 Skipuð hefur verið nefnd fjögurra hæstaréttarlögmanna til að undirbúa frumvarp um lög um þjóðaratkvæðagreiðslu. Í henni sitja Karl Axelsson, lektor við lagadeild Háskóla Íslands, formaður hópsins, Andri Árnason, Jón Sveinsson og Kristinn Hallgrímsson. Auk þeirra er Kristján Andri Stefánsson í nefndinni af hálfu forsætisráðuneytisins. Fundurinn var haldinn samkvæmt ósk formanna stjórnarandstöðuflokkanna. Hann stóð stutt yfir og lauk með því að forsætisráðherra sleit fundinum. Fulltrúar stjórnarandstöðunnar sögðu að fundi loknum að fundurinn hefði verið sýndarmennska ein, ekki hafi verið ætlun formanna stjórnarflokkanna að hafa samráð við stjórnarandstöðu. Forsætisráðherra hafi rokið upp og slitið fundi þegar stjórnarandstaðan hóf að ræða um að ekki ætti að setja lög um lágmarksþátttöku í þjóðaratkvæðagreiðslunni. Aðspurður sagði forsætisráðherra að ekki hefði verið um ágreining að ræða á fundinum: "Kannski hegðunarvandamál, ekkert annað. Forystumenn stjórnarflokkanna vildu ekki ganga til þessa fundar með því að menn byrjuðu á því að setja skilyrði þeim aðilum sem við vorum að tala við. Við töldum að Ögmundur Jónasson hafi þegar í upphafi byrjað að setja þau skilyrði sem ætti að vinna eftir, hvað mætti gera og hvað mætti ekki gera. Það er okkar skoðun að það væri ekki farsælt fyrir samráð og samstarf að annar aðilinn setti þau skilyrði að hann fengi að ráða þessu öllu saman," sagði Davíð. Hann sagði að samstaða hafi þó verið um hvenær kalla ætti þingið saman. "Ekki þótti skynsamlegt að kalla þingið saman í júní vegna þess að í fyrsta lagi er nú 17. júní framundan og þinghúsið er eins og það er og síðan eru forsetakosningar, það myndi trufla þær," sagði Davíð. Hann sagði að ekki væri stefnt á að setja bráðabirgðalög um framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslunnar en líklega myndi það taka þingið viku til tíu daga að afgreiða málið. Hann sagði áætlaðan kostnað við þjóðaratkvæðagreiðsluna á bilinu 100-200 milljónir króna. Ekki væri ætlunin að Alþingi veiti peninga til stjórnmálaflokkanna til kynningar á frumvarpinu Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira
Skipuð hefur verið nefnd fjögurra hæstaréttarlögmanna til að undirbúa frumvarp um lög um þjóðaratkvæðagreiðslu. Í henni sitja Karl Axelsson, lektor við lagadeild Háskóla Íslands, formaður hópsins, Andri Árnason, Jón Sveinsson og Kristinn Hallgrímsson. Auk þeirra er Kristján Andri Stefánsson í nefndinni af hálfu forsætisráðuneytisins. Fundurinn var haldinn samkvæmt ósk formanna stjórnarandstöðuflokkanna. Hann stóð stutt yfir og lauk með því að forsætisráðherra sleit fundinum. Fulltrúar stjórnarandstöðunnar sögðu að fundi loknum að fundurinn hefði verið sýndarmennska ein, ekki hafi verið ætlun formanna stjórnarflokkanna að hafa samráð við stjórnarandstöðu. Forsætisráðherra hafi rokið upp og slitið fundi þegar stjórnarandstaðan hóf að ræða um að ekki ætti að setja lög um lágmarksþátttöku í þjóðaratkvæðagreiðslunni. Aðspurður sagði forsætisráðherra að ekki hefði verið um ágreining að ræða á fundinum: "Kannski hegðunarvandamál, ekkert annað. Forystumenn stjórnarflokkanna vildu ekki ganga til þessa fundar með því að menn byrjuðu á því að setja skilyrði þeim aðilum sem við vorum að tala við. Við töldum að Ögmundur Jónasson hafi þegar í upphafi byrjað að setja þau skilyrði sem ætti að vinna eftir, hvað mætti gera og hvað mætti ekki gera. Það er okkar skoðun að það væri ekki farsælt fyrir samráð og samstarf að annar aðilinn setti þau skilyrði að hann fengi að ráða þessu öllu saman," sagði Davíð. Hann sagði að samstaða hafi þó verið um hvenær kalla ætti þingið saman. "Ekki þótti skynsamlegt að kalla þingið saman í júní vegna þess að í fyrsta lagi er nú 17. júní framundan og þinghúsið er eins og það er og síðan eru forsetakosningar, það myndi trufla þær," sagði Davíð. Hann sagði að ekki væri stefnt á að setja bráðabirgðalög um framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslunnar en líklega myndi það taka þingið viku til tíu daga að afgreiða málið. Hann sagði áætlaðan kostnað við þjóðaratkvæðagreiðsluna á bilinu 100-200 milljónir króna. Ekki væri ætlunin að Alþingi veiti peninga til stjórnmálaflokkanna til kynningar á frumvarpinu
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira