Innherjamolar

Verðmat Sjóvá helst nánast óbreytt og mælt með að fjárfestar haldi bréfunum
Verðmatsgengi á Sjóvá hefur verið lækkað lítillega eftir uppgjör annars fjórðungs, samkvæmt nýrri greiningu, en hins vegar er sem fyrr mælt með því að fjárfestar haldi bréfunum sínum í tryggingafélaginu í vel dreifðu eignasafni. Óvenju lágt tjónahlutfall skilaði sér í góðri afkomu af tryggingastarfseminni á meðan fjárfestingarhlutinn var undir væntingum.

Nýtt bankaregluverk mun losa um níu milljarða í umframfé hjá Arion
Kjarnatekjur Arion banka, einkum hreinar vaxtatekjur samhliða hækkandi vaxtamun, jukust verulega milli ára á öðrum fjórðungi en niðurstaða uppgjörsins var á flesta mælikvarða langt yfir væntingum greinenda. Stjórnendur áætla núna að fyrirhuguð innleiðing á nýju bankaregluverki á næstu mánuðum muni bæta níu milljörðum króna við umfram eigið fé bankans.

Tekjur af sölu eldsneytis og rafmagns jukust þrátt fyrir mikla lækkun olíuverðs
Rekstur allra rekstrareininga Festi hjá Festi batnaði á öðrum ársfjórðungi, umfram væntingar sumra greinenda, en á meðal þess kom á óvart var aukning í tekjum af sölu eldsneytis og rafmagns þrátt fyrir talsverða lækkun á olíuverði milli ára.

Lækka verðmatið á Icelandair en félagið muni njóta góðs af minni samkeppni
Með þeim áherslubreytingum sem hafa verið boðaðar i rekstri Play, meðal annars að hætta flugi yfir Atlantshafið, þá mun það hjálpa Icelandair að stýra betur leiðarakerfinu og félagið ætti að njóta góðs af minni samkeppni á þeim markaði, að mati greinanda. Uppgjör annars fjórðungs, sem litaðist af ytri áföllum og sterku gengi krónunnar, olli vonbrigðum og hefur verðmat á Icelandair lækkað.

Landsvirkjun ætlar að byrja selja skammtímaorku á markaðstorgum
Landsvirkjun hefur núna sett stefnuna á að hefja sölu á skammtímaorku á markaðstorgum, bæði hjá Vonarskarði og Elmu, en hingað til hefur fyrirtækið selt slíka orku aðeins í gegnum eigin viðskiptavef.

LIVE byrjar að stækka stöðu sjóðsins í Símanum á nýjan leik
Lífeyrissjóður verslunarmanna, sem hafði minnkað hlut sinn talsvert í Símanum allt frá haustmánuðum síðasta árs, hefur í þessum mánuði byrjað á nýjan leik að bæta nokkuð við eignarhlut sinn í félaginu.

Mæla með kaupum og segja bréf Alvotech „á afslætti í samanburði við keppinauta“
Í tveimur nýjum erlendum greiningum er mælt sem fyrr með kaupum í Alvotech en væntingar eru um góða rekstrarniðurstöðu á seinni árshelmingi vegna áfangagreiðslna og sölutekna af nýjum hliðstæðum félagsins á markað. Sænski bankinn SEB gerir ráð fyrir að tekjur og rekstrarhagnaður á árinu verði við efri mörk útgefinnar afkomuspár og segir hlutabréf Alvotech núna á afslætti í samanburði við sambærileg líftæknilyfjafélög.

Hlutabréfasjóðir enn í varnarbaráttu og ekkert bólar á innflæði
Snarpur viðsnúningur í kringum síðustu áramót þegar fjárfestar fóru á nýjan leik að beina fjármagni í hlutabréfasjóði stóð stutt yfir en undanfarna mánuði hafa sjóðirnir fremur þurfa að horfa upp á útflæði samtímis erfiðum markaðsaðstæðum.

Ný útlán til fyrirtækja skruppu saman um nærri þriðjung á fyrri árshelmingi
Talsvert hefur hægt á lántöku fyrirtækja að undanförnu samtímis viðvarandi háu raunvaxtastigi en hrein ný útlán fjármálastofnana til atvinnulífsins drógust saman um nærri sextíu milljarða á fyrstu sex mánuðum ársins. Ólíkt þróuninni í fyrra sækjast fyrirtækin núna í óverðtryggða fjármögnun á meðan þau eru að greiða upp verðtryggð lán.

Bréf ISB rjúka upp þegar farið var í endurkaup og sjóðirnir byrjuðu að bæta við sig
Tveir af stærstu lífeyrissjóðum landsins hafa verið talsvert á kaupendahliðinni í Íslandsbanka það sem af er þessum mánuði og bætt við sig bréfum í bankanum fyrir samtals vel á annan milljarð króna. Hlutabréfaverð Íslandsbanka, sem hratt af stað nýrri endurkaupaáætlun fyrir skömmu, hefur hækkað mikið að undanförnu í umtalsverðri veltu.

Verðtryggingarskekkjan farin að skila bönkunum auknum vaxtatekjum á nýjan leik
Á liðnu ári setti mikið jákvætt verðtryggingarmisvægi bankanna almennt þrýsting á vaxtamun og hreinar vaxtatekjur þeirra á sama tíma og verðbólgan var á skarpri niðurleið. Núna er staðan önnur, verðbólgan jafnvel farin að hækka, og jákvæð afkomuviðvörun Arion ásamt uppgjöri Landsbankans sýnir að auknar vaxtatekjur skýra einkum mikinn afkomubata.

Stærsti einkafjárfestirinn bætir nokkuð við stöðu sína í Skaga
Fjárfestingafélag Bjarna Ármannssonar, sem fer með um níu prósenta hlut í Skaga, hefur á undanförnum vikum stækkað eignarhlut sinn í fjármálafyrirtækinu en stjórnendur þess horfa meðal annars núna til tækifæra þegar kemur að ytri vexti samhliða mikilli gerjun í samkeppnisumhverfinu.