Innlent

Fréttamynd

Höllu dreymir um að fá gróður­hús á Bessa­staði

Forseta Íslands dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði því það er svo erfitt að stunda garðrækt í rokinu á staðnum. Kryddjurtir eru þó ræktaðir inni í gluggakistunum á Bessastöðum, sem eiginmaður forseta notar svo í matseld.

Innlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

„Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“

Það getur verið gríðarlega erfitt að ala upp barn með einhverfu í samfélagi þar sem skilningur og umburðarlyndi eru ekki sjálfgefin gildi. Sæunn Harpa Kristjánsdóttir þekkir það af eigin raun. Hún er móðir Héðins Dags, 14 ára drengs sem greindur er með dæmigerða einhverfu, ADHD, málþroskaröskun, þroskaröskun og tourette, og er með félagsþroska á við tíu ára barn.

Innlent
Fréttamynd

Töldu Akur­eyringa ekki reka alvöruflugfélag

Með stofnun Norðurflugs á Akureyri varð Tryggvi Helgason brautryðjandi í rekstri landshlutaflugfélaga á Íslandi. Flugfélagið Norlandair og áður Flugfélag Norðurlands eru bæði sprottin af Norðurflugi.

Innlent
Fréttamynd

Hefur á­hyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt

Stofnandi Kvikmyndaskóla Íslands hefur áhyggjur af rekstri skólans í höndum Rafmenntar. Hann segist ekki hafa fengið skýr svör hvers vegna skólinn fékk ekki að verða að háskóla eða hvers vegna hann fékk ekki fjármnuni frá ríkinu eins og lofað var.

Innlent
Fréttamynd

Vita ekki hver á­hrif fyrirætlanna Meta verða

Tæknifyrirtækið Meta hyggst nota opinbert efni notenda sinna á samfélagsmiðlunum Facebook og Instagram til að þjálfa gervigreind. Forstjóri Persónuverndar hvetur fólk til að hafa varann á hvað það birti á samfélagsmiðlum. Hún ætlar sjálf að afþakka að efnið hennar verði notað en fólk þurfa taka sjálfstæða ákvörðun.

Innlent
Fréttamynd

Rukkaði konuna fyrir heim­ferðina eftir að hafa nauðgað henni

Leigubílstjóri sem dæmdur var í tveggja og hálfs árs óskilorðsbundið fangelsi fyrr í mánuðinum fyrir nauðgun, fór í Hagkaup til að kaupa verjur meðan vinur hans nauðgaði konunni í íbúð sinni í bílskúr í Kópavogi. Eftir að þeir höfðu báðir brotið á konunni í umræddri íbúð ók leigubílstjórinn henni heim og rukkaði hana fyrir farið. 

Innlent
Fréttamynd

Bensín­verð rjúki upp en fari hægt niður

Formaður félags íslenskra bifreiðaeigenda segir að bensín- og olíuverð á Íslandi hafi tilhneigingu til þess að fara hratt upp en hægt niður. Heimsmarkaðsverð á olíu hafi lækkað um fjögur prósent á síðasta mánuði en meðalverð á Íslandi lækkað um 0,9 prósent á sama tíma.

Innlent
Fréttamynd

Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka há­marks­hraða í 120

Umferðaröryggissérfræðingur leggur til að framkvæmdir verði gerðar á bæði Reykjanesbraut og Hellisheiði til þess að hægt verði að hækka hámarkshraða á vegunum í 120 kílómetra á klukkustund. Þá verði hægt að lækka hámarkshraða á öðrum vegum niður í 70 kílómetra á klukkustund. Slík ráðstöfun kæmi í veg fyrir umferðarslys. 

Innlent
Fréttamynd

Bullandi hagnaður hjá Sveitar­fé­laginu Ölfusi

Sveitarfélagið Ölfus skilaði um einum og hálfum milljarði króna í hagnað á síðasta ári af rekstri samkvæmt nýju ársreikningi, sem hefur nú verið birtur. Þá fjölgar íbúum sveitarfélagsins mjög ört enda eru eru 230 íbúðir í byggingu núna í Þorlákshöfn.

Innlent