Norsku stelpurnar í undanúrslit en þær sænsku sátu eftir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. desember 2019 13:00 Norsku stelpurnar fagna sigri á HM í Japan. EPA-EFE/FRANCK ROBICHON Þórir Hergeirsson og stelpurnar hans í norska kvennalandsliðinu í handbolta eru komin í undanúrslit á HM í Japan eftir þriggja marka sigur á Þjóðverjum í dag. Þórir heldur því áfram að gera frábæra hluti með norska liðið sem á enn á ný möguleika á að vinna verðlaun á stórmóti undir stjórn Selfyssingsins. Noregur vann leikinn 32-29 og sá til þess að Þýskaland komst ekki áfram í undanúrslitin. Noregur mætir Spáni í undanúrslitunum en Holland og Rússland spila síðan í hinum undanúrslitaleiknum. Norska liðinu nægði jafntefli en mátti alls ekki tapa. Jafntefli hefði einnig dugað þýsku stelpunum til að komast áfram. Í undanúrslitum á HM fyrir tveimur árum voru Holland, Noregur, Svíþjóð og Frakkland. Norsku stelpurnar hafa verið í undanúrslitum heimsmeistaramótsins þrjár HM-keppnir í röð og komist í úrslitaleikinn á þeim síðustu tveimur. Sænsku stelpurnar þurftu líka sigur í sínum leik til að komast í undanúrslitin en urðu að sætta sig við þriggja marka tap á móti Svartfjallalandi, 26-23. Tapleikir Svía og Þjóðverjar, sem hefðu komist í undanúrslit með sigri í lokaumferðinni, þýða að þau enda bæði í fjórða sætinu í sínum milliriðli og spila því um sjöunda sætið í keppninni. Kari Skaar Brattset var markahæst í norska liðinu með sex mörk en þær Emilie Hegh Arntzen, Stine Bredal Oftedal og Marit Rosberg Jacobsen skoruðu allar fimm mörk í leiknum. Fyrirliðinn Stine Bredal Oftedal var síðan kosin besti maður vallarins en auk fimm marka þá gaf hún 9 stoðsendingar. Markvörðurinn Silje Margaretha Solberg varð fjórtán skot í leiknum en mörg þeirra voru afar mikilvæg á lokakafla leiksins. Norska liðið skoraði tvö síðustu mörk fyrri hálfleiksins og var 17-16 yfir í hálfleik. Liðið vann síðan fyrstu fimm mínútur seinni hálfleiks 5-1 og náði fimm marka forystu sem þær lifðu síðan á út leikinn.Úrslitin á HM kvenna í handbolta í dag:Milliriðill eitt Holland - Suður Kórea 40-33 Serbía - Danmörk 26-26 Noregur - ÞýskalandLokastaðan í milliriðli eitt: Noregur 8 Holland 6 Þýskaland 5 Serbía 4 Danmörk 4 Suður Kórea 2Milliriðill tvö Spánn - Rússland 26-36 Rúmenía - Japan 20-37 Svartfjallaland - SvíþjóðLokastaðan í milliriðli tvö: Rússland 10 Spánn 7 Svartfjallaland 6 Svíþjóð 5 Hapan 2 Rúmenía 0Undanúrslitin á HM í ár: Noregur - Spánn Rússland - HollandLeikur um fimta sætið: Serbía-SvartfjallalandLeikur um sjöunda sætið: Þýskaland-Svíþjóð Handbolti Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Sport Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Fleiri fréttir Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Sjá meira
Þórir Hergeirsson og stelpurnar hans í norska kvennalandsliðinu í handbolta eru komin í undanúrslit á HM í Japan eftir þriggja marka sigur á Þjóðverjum í dag. Þórir heldur því áfram að gera frábæra hluti með norska liðið sem á enn á ný möguleika á að vinna verðlaun á stórmóti undir stjórn Selfyssingsins. Noregur vann leikinn 32-29 og sá til þess að Þýskaland komst ekki áfram í undanúrslitin. Noregur mætir Spáni í undanúrslitunum en Holland og Rússland spila síðan í hinum undanúrslitaleiknum. Norska liðinu nægði jafntefli en mátti alls ekki tapa. Jafntefli hefði einnig dugað þýsku stelpunum til að komast áfram. Í undanúrslitum á HM fyrir tveimur árum voru Holland, Noregur, Svíþjóð og Frakkland. Norsku stelpurnar hafa verið í undanúrslitum heimsmeistaramótsins þrjár HM-keppnir í röð og komist í úrslitaleikinn á þeim síðustu tveimur. Sænsku stelpurnar þurftu líka sigur í sínum leik til að komast í undanúrslitin en urðu að sætta sig við þriggja marka tap á móti Svartfjallalandi, 26-23. Tapleikir Svía og Þjóðverjar, sem hefðu komist í undanúrslit með sigri í lokaumferðinni, þýða að þau enda bæði í fjórða sætinu í sínum milliriðli og spila því um sjöunda sætið í keppninni. Kari Skaar Brattset var markahæst í norska liðinu með sex mörk en þær Emilie Hegh Arntzen, Stine Bredal Oftedal og Marit Rosberg Jacobsen skoruðu allar fimm mörk í leiknum. Fyrirliðinn Stine Bredal Oftedal var síðan kosin besti maður vallarins en auk fimm marka þá gaf hún 9 stoðsendingar. Markvörðurinn Silje Margaretha Solberg varð fjórtán skot í leiknum en mörg þeirra voru afar mikilvæg á lokakafla leiksins. Norska liðið skoraði tvö síðustu mörk fyrri hálfleiksins og var 17-16 yfir í hálfleik. Liðið vann síðan fyrstu fimm mínútur seinni hálfleiks 5-1 og náði fimm marka forystu sem þær lifðu síðan á út leikinn.Úrslitin á HM kvenna í handbolta í dag:Milliriðill eitt Holland - Suður Kórea 40-33 Serbía - Danmörk 26-26 Noregur - ÞýskalandLokastaðan í milliriðli eitt: Noregur 8 Holland 6 Þýskaland 5 Serbía 4 Danmörk 4 Suður Kórea 2Milliriðill tvö Spánn - Rússland 26-36 Rúmenía - Japan 20-37 Svartfjallaland - SvíþjóðLokastaðan í milliriðli tvö: Rússland 10 Spánn 7 Svartfjallaland 6 Svíþjóð 5 Hapan 2 Rúmenía 0Undanúrslitin á HM í ár: Noregur - Spánn Rússland - HollandLeikur um fimta sætið: Serbía-SvartfjallalandLeikur um sjöunda sætið: Þýskaland-Svíþjóð
Handbolti Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Sport Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Fleiri fréttir Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Sjá meira