Körfuboltakvöld: Stóra Helenu-málið | Myndband 23. janúar 2016 14:21 Snæfell bar sigurorð af Haukum, 84-70, í toppslag í Domino's deild kvenna á miðvikudaginn. Þetta er annað tap Hauka í síðustu þremur leikjum, eða eftir að liðið fékk Chelsie Schweers til sín frá Stjörnunni. Strákarnir í Domino's Körfuboltakvöldi ræddu þá ákvörðun Hauka að fá Schweers til liðs við sig og hvort hún gæti spilað með Helenu Sverrisdóttur. „Ég hef talað um að Haukar verði ekki Íslandsmeistarar nema þær fái sér erlendan leikmann,“ sagði Jón Halldór Eðvaldsson. „En ég held að þetta sé ekki leikmaðurinn sem þær áttu að fá sér. Hún tekur mikið til sín og dribblar mjög mikið. Hún er með boltann í 7-10 sekúndur í upphafi hverrar sóknar. „Það var rétt ákvörðun að fá sér erlendan leikmann en rangt að fá þennan leikmann,“ bætti Jón Halldór við og Fannar Ólafsson tók dýpra í árinni. „Þetta er bara peningaeyðsla og rugl. Þetta raskar jafnvæginu í mjög góðu liði.“ Strákarnir ræddu einnig um að Helena, sem er spilandi þjálfari Hauka, hefði ekki viljað tala við fjölmiðla eftir leikinn í Stykkishólmi. „Þetta er hluti af leiknum. Leikurinn er frá því stígur inn 1-2 tímum fyrir leik, hitar upp og spilar leikinn. Og þú þarft að vera, svo ég sletti, gracious loser og humble winner. Það þýðir ekki að fara í fýlu yfir því að tapa leikjum“ sagði Fannar. Jón Halldór tók í sama streng. „Ég er í fýlu út í hana, að hún skuli gera þetta. Það vill enginn sjá neinn annan í Haukaliðinu í viðtali, nema kannski Pálínu (Gunnlaugsdóttur). Ég held að hún sé hundfúl með það sem er í gangi í Haukum. Það er einhver kergja í gangi, það hlýtur bara að vera.“ Helena bar hönd fyrir höfuð sér á Twitter í dag þar sem hún segist ekki hafa verið beðin um að koma í viðtal eftir leik. Þá segist hún að hún sé „mikil keppnismanneskja og hata að tapa-en ber alltaf mikla virðingu fyrir fjölmiðlum og veit að það er partur af þessu.“Umræðuna má sjá í heild sinni hér að ofan.Er virkilega hægt að halda því fram í tv að ég hafi neitað að koma í viðtal?? Ég var ALDREI spurð!! Enginn kom til mín og bad um viðtal— Helena Sverrisdottir (@HelenaSverris) January 23, 2016 Ég er mikil keppnismanneskja og hata að tapa-en ber alltaf virðingu fyrir fjölmiðlum og veit að það er partur af þessu.— Helena Sverrisdottir (@HelenaSverris) January 23, 2016 Dominos-deild kvenna Mest lesið Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ Fótbolti „Þetta er ekki búið“ Fótbolti „Erum komnar til þess að fara alla leið“ Sport Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Fótbolti Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Handbolti Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Enski boltinn Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79| Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79| Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans Sjá meira
Snæfell bar sigurorð af Haukum, 84-70, í toppslag í Domino's deild kvenna á miðvikudaginn. Þetta er annað tap Hauka í síðustu þremur leikjum, eða eftir að liðið fékk Chelsie Schweers til sín frá Stjörnunni. Strákarnir í Domino's Körfuboltakvöldi ræddu þá ákvörðun Hauka að fá Schweers til liðs við sig og hvort hún gæti spilað með Helenu Sverrisdóttur. „Ég hef talað um að Haukar verði ekki Íslandsmeistarar nema þær fái sér erlendan leikmann,“ sagði Jón Halldór Eðvaldsson. „En ég held að þetta sé ekki leikmaðurinn sem þær áttu að fá sér. Hún tekur mikið til sín og dribblar mjög mikið. Hún er með boltann í 7-10 sekúndur í upphafi hverrar sóknar. „Það var rétt ákvörðun að fá sér erlendan leikmann en rangt að fá þennan leikmann,“ bætti Jón Halldór við og Fannar Ólafsson tók dýpra í árinni. „Þetta er bara peningaeyðsla og rugl. Þetta raskar jafnvæginu í mjög góðu liði.“ Strákarnir ræddu einnig um að Helena, sem er spilandi þjálfari Hauka, hefði ekki viljað tala við fjölmiðla eftir leikinn í Stykkishólmi. „Þetta er hluti af leiknum. Leikurinn er frá því stígur inn 1-2 tímum fyrir leik, hitar upp og spilar leikinn. Og þú þarft að vera, svo ég sletti, gracious loser og humble winner. Það þýðir ekki að fara í fýlu yfir því að tapa leikjum“ sagði Fannar. Jón Halldór tók í sama streng. „Ég er í fýlu út í hana, að hún skuli gera þetta. Það vill enginn sjá neinn annan í Haukaliðinu í viðtali, nema kannski Pálínu (Gunnlaugsdóttur). Ég held að hún sé hundfúl með það sem er í gangi í Haukum. Það er einhver kergja í gangi, það hlýtur bara að vera.“ Helena bar hönd fyrir höfuð sér á Twitter í dag þar sem hún segist ekki hafa verið beðin um að koma í viðtal eftir leik. Þá segist hún að hún sé „mikil keppnismanneskja og hata að tapa-en ber alltaf mikla virðingu fyrir fjölmiðlum og veit að það er partur af þessu.“Umræðuna má sjá í heild sinni hér að ofan.Er virkilega hægt að halda því fram í tv að ég hafi neitað að koma í viðtal?? Ég var ALDREI spurð!! Enginn kom til mín og bad um viðtal— Helena Sverrisdottir (@HelenaSverris) January 23, 2016 Ég er mikil keppnismanneskja og hata að tapa-en ber alltaf virðingu fyrir fjölmiðlum og veit að það er partur af þessu.— Helena Sverrisdottir (@HelenaSverris) January 23, 2016
Dominos-deild kvenna Mest lesið Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ Fótbolti „Þetta er ekki búið“ Fótbolti „Erum komnar til þess að fara alla leið“ Sport Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Fótbolti Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Handbolti Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Enski boltinn Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79| Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79| Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins