Þarf að leiðrétta misskilning í málefnum EFTA gagnvart flóttamönnum fyrir þjóðinni Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 15. september 2015 11:01 Gunnar Bragi Sveinsson segist eiga von á því að ráðherranefnd sem fer heildstætt yfir flóttamannavandann skili af sér á næstu dögum. „Eða allavega innan ekki svo langs tíma.“ Þetta sagði hann í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Viðtalið við Gunnar Braga var í beinni útsendingu frá utanríkisráðuneytinu en það má sjá í heild sinni hér að ofan. Ráðherranefndin fer yfir málin í heild sinni, það er að segja nefndinni var falið að fara yfir verklag milli ráðuneyta varðandi flóttamenn og innflytjendur hér á landi, skoða málefni hælisleitanda og þar að auki hvað það er sem Ísland getur gert á vettvangi erlendis. Ráðherranefndin kom fyrst saman fyrir tæpum tveimur vikum en mikill þrýstingur hefur verið á íslensk stjórnvöld að bregðast við flóttamannavandanum sem fyrst. Dugar þar að nefna síðuna „Kæra Eygló“ þar sem þúsundir Íslendingar sögðust tilbúnir til að bjóða fram heimili sín, herbergi eða hjálpa til með öðrum hætti svo hægt sé að koma fólki í neyð til aðstoðar sem allra fyrst.Ísland tekur ákvarðanir um eigin málefni „Evrópusambandið getur ekkert stillt okkur upp við vegg hvað þetta varðar,“ sagði Gunnar Bragi spurður um þá afdráttarlausu afstöðu Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra að hann láti ekki „hóta“ stjórnvöldum hér á landi til að taka við flóttamönnum. En Evrópusambandið vill að EFTA-ríkin taki þátt í áætlun sem miðar að því að jafna hlut ríkjanna í móttöku flóttamanna. „Það eru ákveðnir samningar í gangi, ákveðnir ferlar í gangi. Við munum taka þessar ákvarðanir á okkar forsendum byggt á því hvað við treystum okkur til og hvað við getum gert,“ sagði Gunnar Bragi. Þá sagði hann ákveðinn misskiling í „þessu öllu saman.“ „Það er ákveðinn misskilingur í þessu öllu saman sem við munum bara þurfa að skýra, fyrir þjóðinni að sjálfsögðu og í viðræðum okkar við okkar kollega á næstunni. Ég hef meðal annars beðið um fund hjá EFTA-ríkjunum til þess að fara í gegnum ferlana í þessu öllu saman.“ Viðtalið við Gunnar Braga hefst á mínútu 1.40. Flóttamenn Tengdar fréttir Tugir drukknuðu á flótta sínum í gær Yfir þrjátíu manns fórust, þar á meðal að minnsta kosti eitt barn, þegar trébáti með um 130 flóttamenn hvolfdi við gríska eyjaklasann Farmakonisi í gærmorgun. Daily Mail hafði um kvöldmatarleytið í gær eftir grísku strandgæslunni að 34 lík hefðu fundist. 14. september 2015 07:00 Mikil togstreita innan Evrópusambandsins „Maður sér að Þjóðverjar eru að fara af miklum þunga fram á endursamning á öllu kerfinu. Þeir eru farnir að tala mjög harkalega í garð þeirra ríkja sem neita að taka þátt í því að koma upp kvótafyrirkomulagi,“ segir Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur. 14. september 2015 07:00 Nú má handtaka flóttafólk í Ungverjalandi Þá er einnig refsivert að vinna skemmdir á nýjum fjögurra metra háum vegg sem settur hefur verið upp við landamærin að Serbíu. 15. september 2015 07:44 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Fleiri fréttir Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Sjá meira
Gunnar Bragi Sveinsson segist eiga von á því að ráðherranefnd sem fer heildstætt yfir flóttamannavandann skili af sér á næstu dögum. „Eða allavega innan ekki svo langs tíma.“ Þetta sagði hann í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Viðtalið við Gunnar Braga var í beinni útsendingu frá utanríkisráðuneytinu en það má sjá í heild sinni hér að ofan. Ráðherranefndin fer yfir málin í heild sinni, það er að segja nefndinni var falið að fara yfir verklag milli ráðuneyta varðandi flóttamenn og innflytjendur hér á landi, skoða málefni hælisleitanda og þar að auki hvað það er sem Ísland getur gert á vettvangi erlendis. Ráðherranefndin kom fyrst saman fyrir tæpum tveimur vikum en mikill þrýstingur hefur verið á íslensk stjórnvöld að bregðast við flóttamannavandanum sem fyrst. Dugar þar að nefna síðuna „Kæra Eygló“ þar sem þúsundir Íslendingar sögðust tilbúnir til að bjóða fram heimili sín, herbergi eða hjálpa til með öðrum hætti svo hægt sé að koma fólki í neyð til aðstoðar sem allra fyrst.Ísland tekur ákvarðanir um eigin málefni „Evrópusambandið getur ekkert stillt okkur upp við vegg hvað þetta varðar,“ sagði Gunnar Bragi spurður um þá afdráttarlausu afstöðu Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra að hann láti ekki „hóta“ stjórnvöldum hér á landi til að taka við flóttamönnum. En Evrópusambandið vill að EFTA-ríkin taki þátt í áætlun sem miðar að því að jafna hlut ríkjanna í móttöku flóttamanna. „Það eru ákveðnir samningar í gangi, ákveðnir ferlar í gangi. Við munum taka þessar ákvarðanir á okkar forsendum byggt á því hvað við treystum okkur til og hvað við getum gert,“ sagði Gunnar Bragi. Þá sagði hann ákveðinn misskiling í „þessu öllu saman.“ „Það er ákveðinn misskilingur í þessu öllu saman sem við munum bara þurfa að skýra, fyrir þjóðinni að sjálfsögðu og í viðræðum okkar við okkar kollega á næstunni. Ég hef meðal annars beðið um fund hjá EFTA-ríkjunum til þess að fara í gegnum ferlana í þessu öllu saman.“ Viðtalið við Gunnar Braga hefst á mínútu 1.40.
Flóttamenn Tengdar fréttir Tugir drukknuðu á flótta sínum í gær Yfir þrjátíu manns fórust, þar á meðal að minnsta kosti eitt barn, þegar trébáti með um 130 flóttamenn hvolfdi við gríska eyjaklasann Farmakonisi í gærmorgun. Daily Mail hafði um kvöldmatarleytið í gær eftir grísku strandgæslunni að 34 lík hefðu fundist. 14. september 2015 07:00 Mikil togstreita innan Evrópusambandsins „Maður sér að Þjóðverjar eru að fara af miklum þunga fram á endursamning á öllu kerfinu. Þeir eru farnir að tala mjög harkalega í garð þeirra ríkja sem neita að taka þátt í því að koma upp kvótafyrirkomulagi,“ segir Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur. 14. september 2015 07:00 Nú má handtaka flóttafólk í Ungverjalandi Þá er einnig refsivert að vinna skemmdir á nýjum fjögurra metra háum vegg sem settur hefur verið upp við landamærin að Serbíu. 15. september 2015 07:44 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Fleiri fréttir Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Sjá meira
Tugir drukknuðu á flótta sínum í gær Yfir þrjátíu manns fórust, þar á meðal að minnsta kosti eitt barn, þegar trébáti með um 130 flóttamenn hvolfdi við gríska eyjaklasann Farmakonisi í gærmorgun. Daily Mail hafði um kvöldmatarleytið í gær eftir grísku strandgæslunni að 34 lík hefðu fundist. 14. september 2015 07:00
Mikil togstreita innan Evrópusambandsins „Maður sér að Þjóðverjar eru að fara af miklum þunga fram á endursamning á öllu kerfinu. Þeir eru farnir að tala mjög harkalega í garð þeirra ríkja sem neita að taka þátt í því að koma upp kvótafyrirkomulagi,“ segir Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur. 14. september 2015 07:00
Nú má handtaka flóttafólk í Ungverjalandi Þá er einnig refsivert að vinna skemmdir á nýjum fjögurra metra háum vegg sem settur hefur verið upp við landamærin að Serbíu. 15. september 2015 07:44