Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur

Fréttamynd

Bað þing­heim af­sökunar eftir á­kall frá stjórnar­and­stöðu

Þingflokksformenn stjórnarandstöðunnar kölluðu eftir því að Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis, myndi biðja Alþingi formlega afsökunar vegna ummæla sem hún lét falla í þingsal í síðustu viku. Þingflokksformennirnir nýttu tækifærið til að kalla eftir afsökunarbeiðni Þórunnar við upphaf þingfundar í morgun. Þórunn brást í kjölfarið við með því að biðjast afsökunar.

Innlent
Fréttamynd

Skilur von­brigðin en hafnar því að hafa tekið ó­upp­lýsta á­kvörðun

Innviðaráðherra hafnar því að ákvörðun um breytta forgangsröðun jarðganga hafi ekki verið tekin á upplýstan hátt. Hann skilji vonbrigði samfélagsins fyrir austan en segir að með nýrri forgangsröðun sem boðuð er með samgönguáætlun sé ekki verið að slá Fjarðarheiðargöng út af borðinu. Stofnun innviðafélags um stórframkvæmdir skapi forsendur til að ráðast hraðar í stór samgönguverkefni en verið hefur.

Innlent
Fréttamynd

Breytt for­gangs­röðun jarð­ganga

Mikil umræða hefur skapast um nýja samgönguáætlun undanfarna daga, sérstaklega vegna breyttrar forgangsröðunar jarðganga. Ég hef fullan skilning á þeim vonbrigðum sem þessi breyting hefur valdið í samfélaginu eystra.

Skoðun
Fréttamynd

Lang­þráð verk í vega­gerð bíða fram á næsta ára­tug

Breikkun Suðurlandsvegar meðfram Rauðavatni og Norðlingaholti frestast fram á næsta áratug, sem og breikkun Reykjanesbrautar milli Njarðvíkur og Leifsstöðvar. Endurbætur á Reykjanesbraut um Hafnarfjörð bíða og einnig gerð mislægra gatnamót við Bústaðaveg.

Innlent
Fréttamynd

Um­mæli Þórunnar dapur­leg

Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins segir ummæli Þórunnar Sveinbjarnardóttur, þingkonu Samfylkingar og forseta þingsins, um stjórnarandstöðuna sorgleg og rýra hana trausti.

Innlent
Fréttamynd

Ráð­herra bað skóla­meistara af­sökunar sem klóra sér enn í kollinum

Menntamálaráðherra bað skólameistara afsökunar á fundi sínum með Skólameistarafélagi Íslands nú í morgun vegna orðræðu um skólameistara í kjölfar frétta af því að skipunartími skólameistara verði ekki framlengdur hér eftir. Þá hét hann frekara samráði um fyrirhugaðar breytingar á framhaldsskólastigi.

Innlent
Fréttamynd

Hvað er að marka ríkis­stjórn sem segir eitt en gerir annað?

Um helgina kom í ljós að þingmenn ríkisstjórnarinnar í Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis virðast kæra sig kollótta um það gríðarlega tjón sem tillaga þeirra um upptöku kílómetragjalds á ökutæki mun valda bílaleigum. Í nefndaráliti meirihlutans er nákvæmlega ekkert mark tekið á yfirveguðum og afar vel rökstuddum ábendingum Samtaka ferðaþjónustunnar og fyrirtækjanna sjálfra um það tjón sem fyrirvaralaus upptaka kílómetragjaldsins um áramót mun óhjákvæmilega valda þeim.

Skoðun
Fréttamynd

Þegar fjár­lögin vinna gegn mark­miðinu

Fjárlög eru eitt mikilvægasta stýritæki stjórnvalda – sérstaklega þegar efnahagshorfur versna. En fjárlög 2026, eins og þau liggja fyrir, skortir nauðsynlega varfærni og byggja á veikum forsendum á tíma þegar hagvöxtur 2025 er langt undir væntingum og 2026 gæti reynst enn erfiðara ár.

Skoðun
Fréttamynd

Grind­víkingar fái að velja hvar þeir kjósa

Dómsmálaráðherra hefur birt áform um lagasetningu vegna sveitarstjórnarkosninga í Grindavík í vor. Áformað er að fara þá leið að þeir sem áttu lögheimili í Grindavíkurbæ 9. nóvember 2023 hafi val um að kjósa í Grindavík eða því sveitarfélagi sem þeir eiga nú lögheimili í.

Innlent
Fréttamynd

Grind­víkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grinda­vík en verður aldrei eins

Grindvíkingar hugsa nú margir um möguleikann á því að flytja aftur heim. Grindavíkurnefndin vinnur að því að kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík og fasteignafélagið Þórkatla vinnur að endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga sem seldu félaginu húsið sitt eftir rýmingu. Veðurstofan hefur spáð eldgosi á næstu vikum en segir óvissu þó hlaupa á mánuðum. 

Innlent
Fréttamynd

Á­kvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnar­liðana

Varaformaður Sjálfstæðisflokksins segir það skýrt að ný samgönguáætlun sé ekki fullunnin og ákvarðanatakan hafi verið byggð á pólitískum hugmyndum, sem þingmaður Samfylkingarinnar harðneitar. Þingmaðurinn segist skilja vonbrigði Austfirðinga varðandi nýja forgangsröðun í jarðgangagerð en enn sé stefnan sett á hringtengingu. Tekist var á um málin í Sprengisandi í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Sam­einist í bar­áttu um að fá risabor og gangaþrennu

Einn helsti forystumaður Austfirðinga um áratugaskeið, Sveinn Jónsson, verkfræðingur á Egilsstöðum, hvetur Austfirðinga til að fylkja liði um Fjarðagöng en um leið að sameinast í baráttu um að jarðgöngum milli fjarðanna og Héraðs verði flýtt. Jafnframt hvetur hann til þess að keyptur verði risabor til landsins til að heilbora öll göngin í einu samfelldu verki, en slíkir borar voru notaðir með góðum árangri við Kárahnjúka til að bora virkjanagöng fyrir tveimur áratugum.

Innlent
Fréttamynd

Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráð­herra á fram­halds­skólum

Formaður Skólameistarafélags Íslands segir vendingar síðustu daga hafa fengið skólameistara víðs vegar um landið til að íhuga stöðu sína. Félagið á fund með mennta- og barnamálaráðherra og krefst formaðurinn skýringa á boðuðum breytingum sem voru rökstuðningur ráðherrans fyrir því að auglýsa tvö embætti skólameistara laus til umsóknar.

Innlent
Fréttamynd

Ekki mark­miðið að tak­marka að­gengi fjöl­miðla

Nokkrar breytingar voru gerðar á frumvarpi dómsmálaráðherra um brottfararstöð fyrir útlendinga, meðal annars var grein um aðgengi fjölmiðla og hjálparsamtaka að stöðinni tekin út. Í skriflegu svari dómsmálaráðuneytisins við fyrirspurn fréttastofu segir að markmiðið sé ekki að takmarka aðgengi.

Innlent
Fréttamynd

Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn

Prófessor í stjórnmálafræði segir ekkert hafa komið upp sem breytir forsendum ríkisstjórnarsamstarfsins. Ljóst hafi verið fyrir að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn í samstarfinu og að stjórnarandstaðan myndi reyna að notfæra sér það.  

Innlent
Fréttamynd

Stór orð – litlar efndir

Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur hefur nú lagt fram sín fyrstu fjárlög hvar þau hefðu getað skilað afgangi af rekstri ríkissjóðs hefði viljinn verið fyrir hendi. Fyrir rúmu ári síðan, þegar fjárlög yfirstandandi árs voru kynnt, var ljóst að mögulegt yrði að ná afgangi af fjárlögum árið 2026 en til þess þyrfti þó styrka stjórn efnahagsmál.

Skoðun
Fréttamynd

„Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“

Þingmenn stjórnarandstöðu segja allar forsendur samgönguáætlunar brostnar þar sem innviðaráðherra las ekki skýrslu sem var birt til stuðnings breyttri forgangsröðun. Höfundur skýrslunnar segir hana ekki hygla Fjarðagöngum frekar en Fjarðarheiðargöngum en innviðaráðherra segist ekki vísa í umrædda skýrslu.

Innlent
Fréttamynd

„Aldrei heyrt aðra eins fjar­stæðu á ævi minni“

Formaður Flokks fólksins furðar sig á því að lögmaður skólameistara Borgarholtsskóla vilji leiða sig og forsætisráðherra fyrir dóm í tengslum við þá ákvörðun menntamálaráðherra að auglýsa stöðu skólameistarans lausa til umsóknar.

Innlent
Fréttamynd

Veiði­gjald á þorski nánast tvö­faldað milli ára

Veiðigjöld fyrir árið 2026 hafa verið birt en þau eru þau fyrstu frá breytingu á útreikningi veiðigjalda. Veiðigjöld á þorski fara til að mynda úr 26,68 krónum á kíló af óslægðum afla upp í 50,79 krónur. Það gerir hækkun upp á 90,4 prósent. Gert er ráð fyrir að tekjur ríkisins af veiðigjaldi næsta árs verði um fimmtán milljarðar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

For­sendur séu brostnar vegna játningar ráð­herra

Þingmenn stjórnarandstöðunnar fóru hörðum orðum um Eyjólf Ármannsson innviðaráðherra og samgönguáætlun hans á þingfundi í dag. Hann sagðist í gær aðeins hafa lesið útdrátt skýrslu sem hann vísaði til við kynningu á samgönguáætlun. Því efast þingmenn um að áætlunin byggi á faglegu mati, líkt og kom fram í máli forsætisráðherra í gær.

Innlent
Fréttamynd

Á­kvörðun um fjár­hæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venju­lega

Fjárhæð veiðigjalds næsta árs liggur nú fyrir en eru upplýsingarnar seinni á ferðinni en venjulega. Gert er ráð fyrir að tekjur ríkisins af veiðigjaldi næsta árs verði um fimmtán milljarðar. Lög gera ráð fyrir að ríkisskattstjóri geri tillögu um fjárhæð gjaldsins til ráðherra eigi síðar en 1. desember ár hvert, en enn sem komið er hafa ekki fengist svör frá stjórnvöldum um hvers vegna auglýsing um fjárhæð gjaldsins er seinni á ferðinni í ár en venjulega. Sjávarútvegsfyrirtæki sem eiga að greiða gjaldið voru farin að lengja eftir því að vita hvað þau eigi að borga á næsta ári.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Leggur til þrjár að­gerðir á ögur­stundu fjöl­miðla

Forstjóri Sýnar segir komið að ögurstundu fyrir sjálfstæða fréttamennsku og lýðræðislega umræðu í þjóðfélaginu. Boðaður aðgerðapakki ríkisstjórnarinnar verði að lágmarki að fela í sér breytingar sem skapi grundvöll fyrir yfirvegaða umræðu sem byggi á gögnum og staðreyndum. Markmiðið sé ekki að veikja Ríkisútvarpið heldur að tryggja heilbrigðan fjölmiðlamarkað þar sem samkeppni fer fram á jafnréttisgrundvelli.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

„Það er verið að setja Austur­land í frost“

Formaður bæjarráðs Fjarðabyggðar segir ríkisstjórnina þyrla upp ryki með nýrri samgönguáætlun og færa fjármuni, sem Austfirðingum höfðu verið lofaðir, á önnur svæði. Verið sé að setja Austurland í frost.

Innlent
Fréttamynd

Boðar tuttugu að­gerðir í mál­efnum fjöl­miðla

Logi Einarsson, menningar,- nýsköpunar og háskólaráðherra, kynnti tillögur að aðgerðum í málefnum fjölmiðla á ríkisstjórnarfundi í morgun. Stefnt er að því að tillögurnar fari í almenna kynningu í þessum mánuði en um er að ræða um tuttugu tillögur sem ætlað er styrkja stöðu íslenskra fjölmiðla. Breyttir tímar kalli á nýja nálgun.

Innlent
Fréttamynd

Ein­fald­lega til­viljun að Ár­sæll sé fyrstur í röðinni

Mennta- og barnamálaráðherra segir tilviljun hafa ráðið því að skólastjóri Borgarholtsskóla hafi verið fyrstur í röð framhaldsskólastjóra að fá þau tíðindi að starf hans yrði auglýst. Hann hafnar því með öllu að ákvörðunin tengist Ingu Sæland eða gagnrýni skólastjórans. Hann þrái þvert á móti gagnrýni og hugmyndir.

Innlent