Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Dósent í tölvunarfræði segir ekki langt í að gervigreindartækni sem hermir eftir röddum fólks verði orðin svo góð að hægt verði að nota hana að blekkja Íslendinga, bæði á netinu og símleiðis. Stjórnvöld þurfi að bregðast við með einhverjum hætti. 28.7.2025 22:08
Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn Bæjarráð Akraness og sveitastjórn Hvalfjarðarsveitar lýsa yfir þungum áhyggjum vegna áforma Evrópusambandsins um álagningu tolla á kísiljárn frá Íslandi. Slíkt yrði reiðarslag fyrir eitt mikilvægasta fyrirtæki svæðisins, Elkem á Grundartanga. 28.7.2025 18:03
Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Þingmenn Norðvesturkjördæmis munu funda með utanríkisráðherra á fimmtudag, vegna fyrirhugaðra tolla Evrópusambandsins á íslenskt kísiljárn. Fyrsti þingmaður kjördæmisins segir fjölda starfa undir, og að þingmenn séu sammála um að koma verði í veg fyrir álagningu tollanna. 28.7.2025 11:03
Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Myndband þar sem þjóðþekktum Íslendingum eru lögð orð í munn, með hjálp gervigreindar, er merki um varhugaverða þróun að mati sérfræðings. Stjórnmálamenn megi eiga von á því að verða fyrir barðinu á slíkum uppátækjum, en alvarlegra sé að blanda fjölmiðlafólki í slík myndbönd. 27.7.2025 19:27
Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Myndband þar sem þjóðþekktum Íslendingum eru lögð orð í munn, með hjálp gervigreindar, er merki um varhugaverða þróun að mati sérfræðings. Stjórnmálamenn megi eiga von á því að verða fyrir barðinu á slíkum uppátækjum, en alvarlegra sé að vinkla fjölmiðlafólk í slík myndbönd. 27.7.2025 18:03
Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál Utanríkisráðherra segir þingmann Sjálfstæðisflokksins hafa farið með rangt mál þegar hann sagði yfirvofandi tolla Evrópusambandsins á kísiljárn ekki hafa verið til umræðu á fundi utanríkismálanefndar á dögunum. Valkvæð hlustun stjórnarandstöðunnar sé orðin hvimleið. 27.7.2025 11:54
„Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Hreiðar Hreiðarsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra, segir með ólíkindum hvað tónleikahátíð Kaleo í Vaglaskógi í gær gekk vel. Ekkert stórslys hafi orðið og önnur vandamál hafi verið minniháttar. 27.7.2025 11:44
Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Sérfræðingur í Evrópurétti minnir á að Ísland tilheyri ekki tollabandalagi Evrópusambandsins þrátt fyrir EES-samninginn í ljósi mögulegra tolla á kísiljárn frá Íslandi. Óljóst sé hvort hægt sé að grípa til ráðstafanna enda umfang og eðli tollanna óþekkt. 26.7.2025 11:52
Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Deildarstjóri hjá borginni segir unnið að lausn sem eigi að koma í veg fyrir að hreyfihamlaðir séu sektaðir fyrir að leggja í gjaldskyld stæði borgarinnar. Auðvelt sé að fá ranglega veittar sektir felldar niður. 25.7.2025 23:13
Ása Ninna kveður Bylgjuna Fjölmiðlakonan Ása Ninna Pétursdóttir mun láta af störfum á Bylgjunni. Hún hefur unnið við dagskrárgerð á útvarpsstöðinni síðustu þrjú ár og stjórnað þættinum Bakaríinu á laugardagsmorgnum, en einnig í öðrum þáttum á Bylgjunni. 25.7.2025 17:09