Fréttamaður

Tómas Arnar Þorláksson

Tómas Arnar er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Stilltu til friðar á ó­form­legum fundi í gær

Fulltrúar Alcoa á Reyðarfirði og starfsgreinafélaga komu saman á formlegum fundi með ríkissáttasemjara í morgun í fyrsta sinn síðan í sumar. Kjaraviðræðunar hafa staðið yfir í níu mánuði og lítið gengið en stilla þurfti til friðar á milli samningsaðila í gær.

Verið ætt­leiddur af Ís­lendingum

Það var áhrifamikil stund þegar Ross Edgley staldraði við í sjónum við Nauthólsvík til að þakka fagnandi margmenninu sem hafði beðið hans með mikilli eftirvæntingu. Eftir 115 daga á sjó, 1.600 kílómetra sundferð í kringum landið og fjölmargar áskoranir hafði honum tekist ætlunarverkið.

„Mjög miður að við séum komin á þennan stað“

Formaður Afls starfsgreinafélags segir það mjög miður að kjaraviðræður við Alcoa Fjarðarál séu komnar á þann stað sem blasi við. Innan tveggja vikna muni liggja fyrir hvort 400 starfsmenn leggi niður störf, þolinmæðin sé af skornum skammti.

Syrgja fallið korna­barn: „Það er ekkert plan, engin lausn“

Íslendingur sem býr skammt frá aðsetri ríkisstjórnar Úkraínu, sem stóð í ljósum logum í morgun, segist hafa sofið í gegnum hvelli og sprengingar. Árásir á Kænugarð séu orðnar daglegt brauð en reiði og sorg einkenni borgarbúa eftir að móðir og kornungt barn hennar lést í árásinni í nótt.

Kennir ís­lensku en fær ekki ríkis­borgararétt að ó­breyttu

Roberto Luigi Pagani, Ítali sem hefur búið á Íslandi síðan 2014 og hefur starfað meðal annars við kennslu í íslenskum handritafræðum og forníslensku við Háskóla Íslands, fékk ekki samþykkta umsókn um íslenskan ríkisborgararétt vegna þess að hann hafði ekki tilskilið próf í íslensku. Hann segir málið leiðinlegt skrifræðisatriði sem er vonandi hægt að leysa.

Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukku­stundir

Mótmælin Þjóð gegn þjóðarmorði hefjast klukkan tvö um allt land en komið verður saman í sjö bæjarfélögum. Skipuleggjandi á Akureyri segist finna fyrir miklum meðbyr. Nöfn myrtra barna í Ísrael og Palestínu verða lesin upp í Glerárkirkju sem mun taka allan dag.

Eygir vonar­neista í fyrsta sinn í marga mánuði

Forstjóri PCC á Bakka segist eygja vonarneista í fyrsta sinn um langt skeið fyrir áframhaldandi rekstur fyrirtækisins í kjölfar ákvörðunar fjármálaráðuneytisins um að hefja rannsókn á meintu undirboði. Tíminn vinni ekki með fyrirtækinu og biðlar hann til stjórnvalda að setja á bráðabirgðatolla á meðan rannsókn stendur yfir.

Sjá meira