„Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Fangi á Litla-Hrauni segir útgáfu matreiðslubókar vera verkefni sem hafi gefið honum mikið. Hann segir hæfni fanga vannýtta og þegar öllu sé á botninn hvolft snúist vinna sem þessi um hvernig einstaklinga við viljum fá aftur út í samfélagið. 11.12.2025 21:03
„Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Meirihluti almennings er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum til að sporna við ofþyngd barna. Krabbameinsfélagið segir offitu nú einn stærsta orsakavald krabbameina hérlendis sem hægt er að vinna gegn. 10.12.2025 22:03
Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Starfsmenn Hvals hf. hafa stefnt fyrirtækinu vegna tapaðra launa í kjölfar ákvörðunar fyrrum matvælaráðherra að banna hvalveiðar sumarið 2023. Stefna starfsmannanna er í samvinnu við fyrirtækið sjálft. 10.12.2025 12:00
Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Samkvæmt nýrri þjóðaröryggisstefnu Bandaríkjanna eiga Evrópa og Bandaríkin ekki lengur samleið í öryggismálum, segir sérfræðingur í öryggis- og varnarmálum. Formaður utanríkismálanefndar segir Ísland í annarri stöðu en önnur Evrópulönd. Í þingsályktunartillögu um stefnu Íslands í varnarmálum er sérstaklega minnst á eflingu samstarfs Íslands og Bandaríkjanna sem byggi á sameiginlegu gildismati. 8.12.2025 20:55
„Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Sérfræðingur í varnar- og öryggismálum segir stöðu NATO áhyggjuefni í kjölfar útgáfu nýrrar þjóðaröryggisstefnu Bandaríkjanna og jafnframt stórkostlegt vandamál fyrir Ísland. Evrópa og Bandaríkin eigi ekki lengur samleið í öryggismálum Evrópu. 8.12.2025 12:37
Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra, segir stefnt að því að opna meðferðarheimilið Lækjarbakka í Gunnarsholti um áramótin og að ráðuneytið muni gera allt sem í þeirra valdi stendur til að tryggja að það opni á réttum tíma. 4.12.2025 06:33
„Íslendingar eru allt of þungir“ Heilbrigðisráðherra segir Íslendinga allt of þunga. Hún vinnur nú að aðgerðaráætlun til að sporna við offitu. Ný könnun sýnir að sjötíu prósent fullorðinna á Íslandi séu annaðhvort í yfirþyngd eða með offitu. 2.12.2025 13:24
Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Ung kona ákvað eftir að hafa horft á þáttinn Blóðbönd á Sýn að gera tilraun til að finna bróður sinn sem hún hefur aldrei hitt. Hún segist óska þess að hafa nýtt tækifæri til þess á sínum tíma og að viðbrögðin við myndbandi sem hún birti á TikTok hafi verið mikil. 1.12.2025 19:18
Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Eigandi konfektgerðar hikaði ekki þegar tækifæri gafst á að opna nýja verslun og framleiðslu í Grindavík. Hann segist finna fyrir gleði bæjarbúa að ný atvinnustarfsemi opni í bænum. 30.11.2025 23:02
Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Úkraínsk sendinefnd er á leið til Flórída í Bandaríkjunum þar sem hun mun funda með utanríkisráðherra landsins og aðalsamningamanni Bandaríkjastjórnar um friðartillögurnar sem lagðar voru fram um síðustu helgi. Sérfræðingur í öryggis- og varnarmálum vonar að viðræðurnar skili jákvæðum árangri en aðdragandi fundarins hafi ekki verið góður. 30.11.2025 14:02