Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Kolbeinn Þórðarson skoraði eitt marka IFK Gautaborgar þegar liðið vann afar mikilvælgan sigur gegn Halmstad og hélt sér í baráttunni um Evrópusæti, í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. 26.10.2025 17:54
Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Íslendingaliðið Magdeburg er áfram á skriði í þýsku 1. deildinni í handbolta, enn taplaust, og vann í dag 24-22 útisigur gegn Hannover-Burgdorf. 26.10.2025 17:42
Real vann í mögnuðum El Clásico Real Madrid hafði betur gegn Barcelona í El Clásico í dag, 2-1, í leik sem var hreint stórkostleg skemmtun, og er nú með fimm stiga forskot á toppi spænsku 1. deildarinnar í fótbolta. 26.10.2025 17:18
Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Albert Guðmundsson skoraði úr vítaspyrnu fyrir Fiorentina í dag en það dugði ekki til að koma liðinu úr fallsæti í ítölsku A-deildinni í fótbolta. Niðustaðan varð 2-2 jafntefli í dramatískum leik við Bologna. 26.10.2025 16:32
Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Tottenham vann öruggan 3-0 útisigur gegn Everton þegar liðin mættust í lokaleik 9. umferðar ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu, á Hill Dickinson vellinum í Liverpool. 26.10.2025 16:01
Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld West Ham tapaði 2-1 gegn nýliðum Leeds á útivelli í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í gærkvöld og skelfileg byrjun Hamranna á leiktíðinni heldur því áfram. Mörkin úr leiknum má sjá á Vísi. 25.10.2025 12:33
Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Vel gæti farið svo að leikur ÍA og Aftureldingar, í lokaumferð Bestu deildar karla í fótbolta í dag, verði færður inn í Akraneshöllina. 25.10.2025 11:51
Messi skoraði tvö eftir að hafa fengið enn einn gullskóinn Lionel Messi lagði upp eitt og skoraði tvö mörk, þar af eitt skallamark, í sigri Inter Miami á Nashville í bandarísku MLS-deildinni í fótbolta í gær, rétt eftir að hafa tekið við gullskónum sem markahæsti maður deildarinnar. 25.10.2025 10:50
Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Þrátt fyrir algjöra yfirburði og 2-0 sigur Íslands gegn Norður-Írlandi í Ballymena í gærkvöld, í umspili um sæti í A-deild Þjóðadeildarinnar í fótbolta, var þjálfari Norður-Íra hæstánægður með sína leikmenn. 25.10.2025 10:00
Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Það vakti athygli í seinni framlengingu leiks Þórs Þ. og Vals í Bónus-deild karla þegar Kristófer Acox virtist meiðast og slapp þá við að taka tvö víti sem hann hafði fengið. Hann kom svo aftur inn á völlinn eftir að hafa misst af aðeins 39 sekúndum. Fáránlegt eða klókindi? 25.10.2025 09:25