Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Íbúar frá Grindavík lokuðu veginum sem liggur að Bláa lónin í mótmælaskyni. Þau eru óánægð með að Bláa lónið sé opið en Grindavíkurbær lokaður. Erlendir ferðamenn óttuðust að missa af flugferðum sínum. Flautað var á forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins sem kom í heimsókn til Grindavíkur í lögreglufylgd. 17.7.2025 12:55
Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Borgarstjóri Istanbúl og einn helsti andstæðingur Tyrklandsforseta hefur verið dæmdur í tuttugu mánaða fangelsi fyrir að móðga og hóta saksóknara ríkisins. Hann hefur verið í haldi lögreglu í um fjóra mánuði. 17.7.2025 11:34
Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendastofa hefur skammað og bannað flugfélaginu Play að birta auglýsingar sem eru líklegar til að blekkja neytendur um raunverulegan afslátt af flugi. Flugfélagið segir umræddar auglýsingar hafa verið gerðar í góðri trú. 17.7.2025 11:08
„Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Yfir hundrað íslenskir dansarar héldu af stað í byrjun júlí til Spánar og kepptu í gríðarstórri alþjóðlegri danskeppni. Rétt rúmlega fimmtíu þeirra fóru á vegum Ungleikhússins en mætti segja að þau komu, sáu og sigruðu. Eigandi Ungleikhússins átti í mestu vandræðum með að koma öllum verðlaununum aftur til Íslands. 15.7.2025 15:00
Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Bresk yfirvöld hvetja börnin sín til að bólusetja börnin sín gegn mislingum eftir að barn lést vegna sjúkdómsins í Liverpool. Sífellt færri foreldrar láta bólusetja börnin sín. 13.7.2025 15:49
Reyna aftur að sigla til Gasa Aðgerðarsinnar í Freedom Flotilla Coalition hyggjast reyna að sigla aftur til Gasastrandarinnar. Greta Thunberg, sænskur loftlagsaðgerðarsinni, var með í síðustu för hópsins sem endaði á að hópurinn var stöðvaður af ísraelska hernum. 13.7.2025 14:44
Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn Síðasta atriði áströlsku sjónvarpsþáttanna Nágrannar hefur verið tekið upp. Þættirnir hafa verið á sjónvarpsskjáum áhorfenda í tugi ára. 13.7.2025 13:54
Tókust á um veiðigjöld og þinglok Forsætisráðherra furðar sig á framgöngu stjórnarandstöðunnar í aðdraganda þingloka. Formaður Sjálfstæðisflokksins líkir yfirlýsingum ráðherra í þinginu við einhvers konar leikatriði. 13.7.2025 13:11
Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Flutningagámur liggur á akrein hringtorgs í Hveragerði eftir að gámurinn féll af flutningabíl. 13.7.2025 12:29
Ursula von der Leyen kemur til Íslands Urusula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, dvelur á Íslandi dagana 16. til 18. júlí. Á meðan dvölinni stendur mun hún funda með Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra og Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur utanríkisráðherra. 13.7.2025 12:19