Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Matthildur Guðrún Hlín Leósdóttir, átta ára Heiðabúi, hlaut hetjudáðamerki Bandalags íslenskra skáta í dag fyrir að veita móður sinni lífsbjörg þegar kransæð rofnaði hjá henni. 5.4.2025 14:16
Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Framkvæmdastjórn Sósíalistaflokksins hefur ákveðið að takmarka virkni meðlima í Rauða þræðinum við eina færslu á dag og ein ummæli á klukkustund. Forysta flokksins hefur verið sökuð um ólýðræðisleg vinnubrögð en Gunnar Smári segir ákveðinn hóp stefna að Maóískri menningarbyltingu innan flokksins. 5.4.2025 13:37
„En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Breski grínistinn Russell Brand hefur svarað nauðgunarásökunum og segist hafa verið hálfviti, eiturlyfja- og kynlífsfíkill en aldrei nauðgari. Hann sé þakklátur að geta fengið að verja sig í réttarhöldum. 5.4.2025 10:54
Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Daglegar ferðir svartrar þyrlu, sem breski auðkýfingurinn Jim Ratcliffe á, til og frá Egilsstöðum vöktu athygli Héraðsbúa í síðust viku. Á daginn kom að þyrlan hafði verið að ferja vistir fyrir Ratcliffe og félaga í fjallaferð á Austurlandi. 5.4.2025 10:04
SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Atvinnuvegaráðuneytið segir Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) ekki hafa svarað fundarboði um fund þar sem fara átti yfir útreikninga að baki veiðigjaldsbreytingum. Gagnabeiðnir frá SFS hafi verið afgreiddar í samræmi við lög og þau gögn sem falli undir afhendingarskyldu hafi samtökin fengið. 4.4.2025 12:05
Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Tom Cruise rauf loks þögnina eftir andlát Vals Kilmer og minntist Ísmannsins með stundarþögn á kvikmyndaráðstefnu í Las Vegas í gær. 4.4.2025 10:18
Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir tollahækkanir Trump geta haft áhrif á íslenska ferðaþjónustu og vaxtalækkunarferli Seðlabankans. Ísland hafi sloppið vel en erfitt sé að gera sér grein fyrir mögulegum tækifærum sem felist í aðgerðunum. 4.4.2025 09:31
Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Yoon Suk-yeol, forseti Suður-Kóreu, hefur verið leystur úr embætti af stjórnlagadómstól landsins. Dómstóllinn var einróma í ákvörðun sinni og taldi forsetann hafa brotið gegn stjórnarskránni með yfirlýsingu herlaga í desember. 4.4.2025 07:54
Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Leikin endurgerð Mjallhvítar skortir allt sem gerði teiknimyndina að meistaraverki. Fallegur ævintýraheimur, grípandi lög og húmor eru hvergi sjáanleg. Búið er að vinda alla sál úr sögunni og eftir stendur áferðarljót gervileg eftirlíking. 4.4.2025 07:11
Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Jarðskjálftavirkni á Reykjanesskaga hélt áfram í nótt en hefur þó farið minnkandi frá fyrri dögum. Hins vegar reið kröftug gikkskjálftahrina yfir við Trölladyngju og fannst hún víða. 4.4.2025 06:48