Fréttamaður

Magnús Hlynur Hreiðarsson

Magnús Hlynur er fréttamaður á fréttastofu Sýnar. Hann er staðsettur á Selfossi.

Nýjustu greinar eftir höfund

Allir hafi á­huga á Ís­landi

Hugvit og tækni er orðin stór hluti af starfsemi Íslandsstofu þar sem vaxtatækifærin felast meðal annars í lífvísindum, hugbúnaðarþróun og matvæla- og sjávartækni. Markhópar eru erlendir fjárfestar, erlendir sérfræðingar og erlend fyrirtæki í leit að lausnum.

Um 900 manns nú með lög­heimili í Grinda­vík

Bæjarstjóri Grindavíkurbæjar segir íbúa horfa björtum augum til framtíðar enda sé nóg að gera í kringum höfnina og þá séu ný fyrirtæki að opna í bæjarfélaginu. Um 900 manns eru með lögheimili í Grindavík í dag en ekki nema um 400 manns, sem eru með fasta búsetu þar.

Sveitar­stjórnin og Penninn Ey­munds­son saman í eina sæng

Miklar framkvæmdir eiga sér nú stað í Vík í Mýrdal enda mikið byggt á staðnum samhliða mikilli fjölgun íbúa. Eftir nokkrar vikur mun Penninn Eymundsson meðal annars opna risaverslun í þorpinu og þá er ný íbúðablokk í byggingu svo eitthvað sé nefnt.

Skautafjör á Laugar­vatni í dag

Fjöldi fólks er nú kominn saman á Laugarvatni því þar fer fram svokallað „Skautafjör” þar sem ungir sem aldnir koma saman og skauta á vatninu. Skautar verða til útláns fyrir þá, sem ekki eiga skauta.

Ör­yrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar

Öryrkjar eru að fá mun hærri laun frá Tryggingastofnun en eldri borgarar eða um 51 þúsund krónur meira á mánuði miðað við lágmarkslífeyri eldri borgara eins og staðan er í dag.

Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skaga­firði

Guðríði Magnúsdóttir sauðfjárbónda á bænum Viðvík í Skagafirði var nokkuð brugðið í gær þegar hún fór að gefa fénu í fjárhúsinu hjá sér því þá hún að ærin Bláklukka hafði borið þremur lömbum. Það þykir mjög óvenjulegt og sérstakt á þessum árstíma en gerist þó alltaf annars slagið.

Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel

Nýliðið ár var mikið uppskeruár hjá Náttúruverndarstofnun því gestastofur voru opnaðar víða um land. Þá voru sérstakar sýningar opnaðar á Kirkjubæjarklaustri, í Mývatnssveit og á Hellissandi en allar þessar sýningar fengu sérstök hönnunarverðlaun.

Jóhanna Lilja, kar­töflu­bóndi í Þykkva­bæ, heiðruð

Jóhanna Lilja Þrúðmarsdóttir í Þykkvabæ var útnefnd Samborgari Rangárþings ytra 2025 í hófi á vegum sveitarfélagsins í gær, 10. janúar. Jóhanna Lilja býr í Skarði með manni sínum, Sigurbjarti Pálssyni en þau stunda m.a. kartöflurækt á bænum, auk þess, sem hún hefur unnið við íþróttahúsið og tjaldsvæðið í þorpinu í nokkur ár. Hún er Hornfirðingur en hefur búið í Þykkvabæ frá 1982.

Frír leik­skóli í sex klukku­tíma á dag í Hvera­gerði

Frítt verður fyrir börn í sex tíma á dag í leikskólum Hveragerðisbæjar frá 1. febrúar næstkomandi en frítt hefur verið fyrstu fimm klukkustundirnar frá 1. janúar síðastliðnum. Þetta var samþykkt samhljóða í bæjarstjórn í gær, 8. janúar.

Sjá meira