Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Á annað hundrað milljónir króna hafa safnast í Skötumessu á sumri, sem fyrrverandi þingmaður, Ásmundur Friðriksson hefur séð um að skipuleggja í að verða tuttugu ár í Garðinum í Suðurnesjabæ. Allur peningurinn hefur farið í að styrkja góð málefni, ekki síst fólk, sem hefur lent í áföllum eða glímir við fötlun. 26.7.2025 21:02
Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð Það iðar allt af lífi og fjöri í Reykholti í Borgarfirði um helgina því þar fer fram Reykholtshátíð með fjölbreyttum tónleikum og fleiri viðburðum. 26.7.2025 13:04
Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn Eldri borgurum í Vogum á Vatnsleysuströnd þótti það mikill heiður þegar þeim var boðið að leiða leikmenn knattspyrnudeildar Þróttar inn á völlinn á móti Víði í Garði í gærkvöldi. Venjan er að börn leiði leikmenn inn á völlinn. Tveir af eldri borgurum mættu með göngugrindurnar sínar á völlinn og þótti það ekki til töku mál. 25.7.2025 20:06
250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar Um 175 skemmtiferðaskip koma til Akureyrar í sumar enda er bærinn meira og minna fullur alla daga af ferðamönnum, sem eru að skoða sig um í bænum. Hafnarstjórinn hefur miklar áhyggjur af hækkun á innviðagjöldum á skipin, sem mun fækka þeim verulega næstu árin. 23.7.2025 20:19
Sökk í mýri við Stokkseyri Stór skurðgrafa sökk í mýri við Hraunsá skammt frá Stokkseyri í nótt þegar maður tók sig til og fór að losa stíflu í ánni í trássi við Sveitarfélagið Árborg en starfsmenn þess hafa séð um það verk þegar þess hefur þurft. 23.7.2025 10:38
Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður Brosið fer ekki af organista Skálholtskirkjuna þessa dagana því fyrsti konsertflygil kirkjunnar er komin í hús og spilar organistinn á flygilinn meira og minna allan daginn. Flygilinn kostaði sextán milljónir króna og var sá peningur fengin í gegnum sérstaka söfnun. 22.7.2025 20:05
Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Brunavarnir Árnessýslu eru enn að störfum eftir að eldur kviknaði í hrúgu af trjákurli á Selfossi og gert er ráð fyrir að slökkvistörf haldi áfram fram á nótt. Tugir slökkviliðsmanna hafa komið að verkefninu. 21.7.2025 13:42
Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Íbúar á Hrafnistu við Sléttuveg í Reykjavík eru sérstaklega kátir þessa dagana því til að lífga upp á tilveru fólksins var ákveðið að breyta gráum ljótum vegg fyrir utan heimilið í glæsilegt útilistaverk með íslenskri náttúru, fjöllum, sjó, verbúð, kúm og sjómanni á árabáti. 20.7.2025 20:04
Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Lögreglan á Norðurlandi vestra gerir alltaf meira og meira af því að sinna samfélagslöggæslu þar sem höfuðáhersla er lögð á náið samstarf lögreglu og nærsamfélagsins við löggæslustörf. 20.7.2025 13:06
135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi Sextán eldishús fyrir kjúklingaræktun eru nú á Ásmundarstöðum í Ásahreppi á Suðurlandi en nú er samtals pláss fyrir um 135 þúsund fugla í húsunum á staðnum með tilkomu nýjasta hússins. 19.7.2025 21:04