Tók langan tíma að finna uppruna ammoníaklekans Slökkvilið Vesturbyggðar vann að því í allan dag að leita að ammoníakleka í gömlu frystihúsi á Tálknafirði, nú Vesturbyggð. Tilkynnt var um mikla ammoníaklykt um klukkan 2:23 í nótt. Lekinn var að enda fundinn en slökkvilið segir að það hafi „heldur betur bæst í reynslubankann“ í dag. 19.6.2024 22:02
Virkja leyniherbergi Alþingis vegna frumvarps um ríkisborgararétt Ákveðið var í dag að virkja leyniherbergi Alþingis vegna frumvarps um ríkisborgararétt. Þingmönnum verður í samræmi við það heimilt að skoða trúnaðargögn sem tengjast frumvarpinu í sérstöku herbergi, undir eftirliti, fram að afgreiðslu málsins. Ekki má skrifa niður eða taka myndir af gögnunum. 19.6.2024 20:18
Sameinað sveitarfélag heitir Vesturbyggð Ákveðið var á fundi bæjarstjórnar sameinaðs sveitarfélags Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar í dag að sveitarfélagið eigi að heita Vesturbyggð. Ákvörðunin er í samræmi við niðurstöðu íbúakönnunar sem fór fram frá 11. til 17. júní. 19.6.2024 19:10
Meta hvort hægt sé að bjarga einhverjum fatnaði Kringlan opnar aftur á morgun, fimmtudag. Meirihluti verslana opnar aftur, eða um 80 prósent þeirra, og allir veitingastaðir. Svava Johansen verslunareigandi segir rýmingu nærri lokið og nú taki við uppbygging. Starfsfólk á enn fremur eftir að meta hvort hægt sé að bjarga einhverjum fatnaði. 19.6.2024 18:57
Niðurrif í Grindavík og fegnir leigubílstjórar Grindvíkingar syrgja nýlegt íþróttahús bæjarins sem þarf að rífa en segja það einnig nauðsynlegt til að tryggja öryggi. Slökkvilið og verktakar hafa staðið í ströngu við að halda hraunflæði í skefjum við Svartsengi síðasta sólarhringinn. 19.6.2024 17:50
Ungur breskur maður týndur á Tenerife Ungur breskur maður hefur verið týndur á Tenerife frá því í fyrradag. Maðurinn, Jay Slater, er 19 ára gamall og var í sínu fyrsta fríi án foreldra sinna þegar hann týndist. Móðir mannsins, Debbie Duncan, segist ekkert hafa heyrt frá honum í 48 klukkutíma. Maðurinn var með vinum sínum á Tenerife til að fara á tónlistarhátíðina NRG. 19.6.2024 17:47
Telja lifrarbólgu E mögulega vera kynsjúkdóm Teymi bandarískra vísindamanna telur að þeir hafi fundið nýjan kynsjúkdóm sem geti leitt til banvænnar lifrabilunar eða ófrjósemi ef fólk fær ekki viðeigandi meðferð. Rannsakendur við Ohio-háskóla í Bandaríkjunum fundu lifrarbólgu E í sæðisfrumusýnum svína sem þeir telja geta gefið til kynna að veiran smitist með kynlífi. 18.6.2024 23:00
„Það er þetta viðvarandi ólögmæti“ Þingmenn stjórnarandstöðuflokkanna fylkja sér um vantrauststillögu á hendur matvælaráðherra. Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins segir stjórnsýslu hvalveiðimálsins, allt frá því að Svandís Svavarsdóttir tók ákvarðanir í málinu sem matvælaráðherra, hafa verið óboðlega. 18.6.2024 20:45
Slökkvilið undirbýr hraunkælingu við varnargarð við Svartsengi Í dag fór lítil spýja úr eldgosinu við Sundhnúk yfir varnargarð við Sýlingafell. Varnargarðurinn ver orkuverið í Svartsengi. Slökkvilið Grindavíkur vinnur á vettvangi auk ýmissa verktaka á vegum almannavarna á vinnutækjum sem eru reyna að reyna að stöðva flæði yfir varnargarðinn. Ekki hefur sú aðferð verið notuð síðan í Vestmannaeyjagosinu 1973. 18.6.2024 18:36
Hryðjuverkasamtökin Norðurvígi og raunveruleg skoðun túrista Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna hefur formlega skilgreint nýnasistasamtökin Norðurvígi, sem eru meðal annars starfrækt hér á landi, sem hryðjuverkasamtök. Lektor í lögreglufræðum segir ástæðu til að ætla að samtökin geti falið í sér ógn við samfélagið. 18.6.2024 17:52