Bananarisi ábyrgur fyrir morðum kólumbískrar dauðasveitar Fjölþjóðaávaxtafyrirtækið Chiquita þarf að greiða fjölskyldum fólks sem var myrt af vopnaðri sveit manna í Kólumbíu tugi milljóna dollara eftir að bandarískur dómstóll dæmdi það bótaskylt fyrir að hafa fjármagnað sveitina. 11.6.2024 15:41
Umdeildur dómari vill trúræknari Bandaríki Bandaríski hæstaréttardómarinn Samuel Alito heyrist taka undir að Bandaríkin ættu að verða trúræknari og velta vöngum um að pólitískar málamiðlanir séu ómögulegar á leynilegri upptöku sem var gerð opinber. Dómarinn og kona hans hafa sætt gagnrýni fyrir fána sem var flaggað heima hjá þeim eftir árásina á bandaríska þinghúsið. 11.6.2024 14:01
Hamas samþykkir vopnahléstillöguna Fulltrúi Hamas-samtakanna utan Gasa segir að þau samþykki vopnahléstillögu sem öryggisráð Sameinuðu þjóðanna lagði blessun sína yfir í gær. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir viðbrögð samtakanna góðs viti. 11.6.2024 11:13
Merki um stríðsglæpi beggja fylkinga þegar gíslar voru frelsaðir Mannréttindaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna segir að gjörðir bæði Ísraelshers og Hamas-samtakanna þegar Ísraelar frelsuðu fjóra gísla úr haldi um helgina gætu talist stríðsglæpir. Á þriðja hundrað manna féll í hernaðaraðgerðinni. 11.6.2024 10:11
Easyjet flýgur frá Akureyri til Manchester í vetur Breska lágfargjaldaflugfélagið Easyjet hyggst bjóða upp á áætlunarferðir á milli Akureyrar annars vegar og London og Manchester hins vegar í vetur. Búið er að opna fyrir bókanir á flugleiðunum. 11.6.2024 09:47
Kosningastjóri og áhrifavaldur aðstoða Bjarkeyju Fyrrverandi kosningastjóri Vinstri grænna í norðvesturkjördæmi og samfélagsmiðlaáhrifavaldur hafa verið ráðnir aðstoðarmenn Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur, matvælaráðherra. Bjarkey tók við embætti í apríl. 11.6.2024 09:31
Skutu viðvörunarskotum að norðurkóreskum hermönnum Suðurkóreskir hermenn skutu viðvörunarskotum að norðurkóreskum hermönnum sem fóru óvart yfir landamærin á sunnudag. Norðanmennirnir hörfuðu strax en sunnanmenn segja að þeir hafi farið yfir landaærin með tæki og tól. 11.6.2024 09:01
Biden ber ekki vitni í eigin sakamáli Verjandi Hunters Biden, sonar Bandaríkjaforseta, segir að hann beri ekki vitni við réttarhöldin yfir honum vegna skotvopnalagabrots. Nánustu aðstandendur hans hafa borið vitni um glímu hans við fíkn við réttarhöldin. 10.6.2024 14:24
Bóluefni gegn flensu og Covid-19 langt á veg komið Lyfjafyrirtækið Moderna er langt komið með bóluefni sem dugar bæði gegn inflúensu og Covid-19. Bóluefnið gæti orðið algengilegt á næstu tveimur árum en samkeppnisaðilar vinna einnig að sambærilegu efni. 10.6.2024 12:48
Vopnakaup samræmist stefnu þrátt fyrir gagnrýni varaformannsins Fulltrúi Samfylkingarinnar í utanríkismálanefnd Alþingis segir það í takt við stefnu flokksins að Ísland styðji óbeint hergagnakaup fyrir Úkraínu. Varaformaður flokksins lýsti yfir afdráttarlausri andstöðu við vopnakaup í viðtali í síðustu viku. 10.6.2024 10:39