Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Stjórnendur sundlaugar í Oulu í Finnlandi fullyrða að enginn „raðsundlaugakúkari“ hafi vísvitandi og ítrekað kúkað í laugina í sumar. Bæjaryfirvöld kærðu athæfið til lögreglu en nú er talið að í nokkrum tilfellum hafi ekki verið um kúk að ræða heldur blautan pappa. 2.9.2025 15:19
Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Rúmlega 45 prósent svarenda í skoðanakönnun segjast ánægðir með söluferlið á hlut ríkisins í Íslandsbanka í vor. Um fimmtungur sagðist óánægður. Mun meiri ánægja var með söluna nú en þá sem átti sér stað árið 2022. 2.9.2025 13:24
Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Öll spjót standa nú á Snorra Mássyni, þingmanni Miðflokksins, eftir umdeilda framkomu hans í Kastljóssþætti um bakslag gegn hinsegin fólki. Ráðherra líkir honum við „geltandi kjána“ og margir gagnrýna forneskjulegar skoðanir hans í garð hinsegin fólks og yfirgang í umræðunni. 2.9.2025 11:40
Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Fylgi Viðreisnar dalar um tæp tvö prósentustig á milli mánaða í skoðanakönnun Gallup. Breytingar á fylgi annarra flokka eru innan skekkjumarka. Samfylkingin mælist enn langstærsti flokkurinn með rúmlega þriðjungsfylgi. 2.9.2025 08:47
Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Matfugl hefur innkallað átta vörur með ferskum kjúklingi vegna gruns um salmonellusmit. Innköllunin er sögð gerð í varúðarskyni og kjúklingurinn hættulaus sé rétt með hann farið. 1.9.2025 15:33
Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Níu fyrrverandi forstöðumenn helstu lýðheilsustofnunar Bandaríkjanna undanfarinna tæplega fimmtíu ára vara við því að núverandi heilbrigðisráðherra ógni heilsu landsmanna. Framferði ráðherrans sé fordæmalaust í sögu Bandaríkjanna. 1.9.2025 13:41
Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Flugmenn flugvélar Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, þurftu að styðjast við landabréf til þess að lenda vélinni í Búlgaríu vegna truflana á staðsetningarbúnaði hennar í gær. Rússar eru taldir hafa truflað gervihnattarmerki. 1.9.2025 10:57
Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Rússar sem leita að ævisögu Alexei Navalní heitins, úkraínskum fréttasíðum eða ákveðnum lagatextum geta átt von á fésekt eftir að ný lög um „öfgakennt efni“ tóku gildi. Ævisaga Navalní er þar felld í sama flokk og áróðursrit Adolfs Hitler. 1.9.2025 08:57
Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Forsvarsmenn HS orku eru ósammála því að losun frá jarðvarmavirkjunum ætti að falla undir losunarbókhald Íslands á gróðurhúsalofttegundum. Eldvirknin á Reykjanesi sé ástæða þess að losun virkjunarinnar í Svartsengi hafi aukist um meira en sextíu prósent á milli ára. 31.8.2025 07:02
Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Erfðagreining á 22 löxum úr fjórum ám sem bárust Hafrannsóknastofnun leiddi í ljós að sjö þeirra væru eldislaxar. Sex þeirra eru taldir koma úr fiskeldi í Dýrafirði en uppruni eins er tilrannsóknar. 29.8.2025 15:18