„Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tvíburarnir Arnar og Bjarki Gunnlaugsson tóku óvænt við þjálfun ÍA eftir nokkrar umferðir sumarið 2006. Nálgun þeirra á þjálfarahlutverkið var nokkuð óvenjuleg en þeir áttu sér hauk í horni í verkalýðsleiðtoganum Vilhjálmi Birgissyni. 23.4.2025 09:01
„Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Jóhannes Karl Sigursteinsson, þjálfari Stjörnunnar, var vonsvikinn eftir 2-6 tapið fyrir Víkingi í Bestu deild kvenna í kvöld. Hann segir að leikmenn Stjörnunnar verði að taka meiri ábyrgð og liðið þurfi að bæta spilamennsku sína til muna í næstu leikjum. 22.4.2025 20:52
Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga Varnarmaðurinn Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir skoraði óvænta þrennu þegar Víkingur rústaði Stjörnunni, 2-6, í 2. umferð Bestu deildar kvenna í kvöld. Víkingar eru komnar með þrjú stig en Stjörnukonur eru án stiga og með markatöluna 3-12. 22.4.2025 20:45
„Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Fyrir leik Stjörnunnar og Víkings í Bestu deild kvenna í kvöld hafði Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir skorað þrjú mörk í 87 leikjum í efstu deild á Íslandi. Hún gerði sér hins vegar lítið fyrir og skoraði þrennu í 2-6 sigri Víkinga á Samsung-vellinum í kvöld. 22.4.2025 20:37
„LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Leifur Steinn Árnason segir að LeBron James þurfi að gera sér grein fyrir að hann sé ekki lengur aðalmaðurinn í liði Los Angeles Lakers. 22.4.2025 16:31
United vill fá Cunha Manchester United hefur mikinn áhuga á Matheus Cunha, brasilíska framherjanum hjá Wolves. 22.4.2025 13:47
Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Burnley tryggði sér sæti í ensku úrvalsdeildinni í gær. Þetta er í þriðja sinn sem knattspyrnustjórinn Scott Parker kemur liði upp úr B-deildinni í úrvalsdeildina í fyrstu tilraun. 22.4.2025 13:01
Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Gary Lineker leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day. Hann hættir að stýra þættinum fræga eftir tímabilið. 22.4.2025 11:07
Falko áfram í Breiðholtinu Jacob Falko, sem var valinn besti erlendi leikmaður Bónus deildar karla í körfubolta í vetur, leikur áfram með ÍR. 22.4.2025 09:36
Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Skara, sem Aldís Ásta Heimisdóttir leikur með, vantar aðeins einn sigur til að komast í úrslitaeinvígið um sænska meistaratitilinn í handbolta. 21.4.2025 15:45