Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Fjarskiptafyrirtækið Optus í Ástralíu sætir harðri gagnrýni eftir bilun sem varð til þess að hundruð einstaklinga gátu ekki hringt í neyðarlínuna í margar klukkustundir. 22.9.2025 07:17
Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Tvær þýskar herþotur voru sendar á loft í gær þegar rússnesk eftirlitsvél af gerðinni Ilyushin II-20M flaug yfir Eystrasalt og hunsaði beiðnir um að gera grein fyrir sér. 22.9.2025 06:50
Réðst á konur og sló í miðborginni Sex gistu fangageymslur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu nú í morgunsárið en alls var 41 mál skráð í kerfi lögreglu í gærkvöldi og nótt. 22.9.2025 06:16
„Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ „Mín svona fyrsta tilfinning er að við, heilbrigðisstarfsmenn, þurfum meiri þjálfun í að eiga í samskiptum,“ segir Marta Jóns Hjördísardóttir, talskona sjúklinga á Landspítalanum, um reynslu sína af starfinu. 19.9.2025 07:09
Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Talíbanastjórnin í Afganistan hefur bannað notkun kennslubóka eftir konur í háskólum landsins, auk þess sem átján fög hafa verið bönnuð. Fögin, sem mörg varða konur, jafnrétti eða mannréttindi, eru sögð ganga gegn trúnni og stefnu stjórnvalda. 19.9.2025 07:03
Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð til í gærkvöldi eða nótt þegar húsráðandi leitaði aðstoðar vegna einstaklings sem hafði farið inn á heimilið, klætt sig úr fötunum og sofnað í stól. 19.9.2025 06:32
3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Skjálfti af stærðinni 3,9 mældist í norðaustanverðri Bárðarbunguöskju klukkan 4:44 í morgun. Einn eftirskjálfti hefur mælst. 19.9.2025 06:11
Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur hafnað kröfu íbúa um að ógilda þá ákvörðun Skipulagsstofnunar að kjötvinnsla í vöruhúsinu að Álfabakka 2a skuli ekki háð umhverfismati. 18.9.2025 11:32
Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Íbúar á Stöðvarfirði þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn, þar sem öll sýni „komu vel út“ eftir sýnatöku á þriðjudag. Frá þessu greinir í tilkynningu frá skrifstofu bæjarstjóra Fjarðabyggðar. 18.9.2025 08:51
80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Gert er ráð fyrir að um 800.000 manns muni taka þátt í mótmælum í Frakklandi í dag, þar sem um 250 mótmælagöngur hafa verið skipulagar út um allt land. 18.9.2025 08:31