Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Mannréttindaráð Reykjavíkurborgar samþykkti í síðustu viku að vísa tillögu fulltrúa Framsóknarflokksins vegna tilmæla borgarinnar um barnaafmæli til umsagnar mannréttindaskrifstofu. 12.11.2025 08:20
Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Loftmengun í Delí á Indlandi mælist nú 30 sinnum meiri en öryggisviðmið Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar. Yfirvöld hafa fyrirskipað skólum að taka um fjarkennslu og þá hefur ýmis starfsemi verið takmörkuð. 12.11.2025 07:48
Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Ákæruvaldið í Mílanó hefur hafið rannsókn á ásökunum um að einstaklingar frá Ítalíu hafi greitt hermönnum Radovan Karadžić, fyrrverandi leiðtoga Bosníu-Serba, fyrir að fá að koma og skjóta og drepa almenna borgara í Sarajevo. 12.11.2025 06:53
Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti ýmsum verkefnum í gærkvöldi og nótt og var meðal annars kölluð til vegna einstaklings sem svaf í hengirúmi á safni í miðborginni. 12.11.2025 06:25
Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Ef áhrif af notkun mótefnisins nirsevimab við RSV veirunni verða svipuð hér og þau hafa verið erlendis má búast við því að verulega muni draga úr álagi og kostnaði í heilbrigðisþjónustunni vegna RSV. 11.11.2025 08:00
Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Prinsinn af Wales hefur greint frá því að hann og Katrín, eiginkona hans, hafi tekið þá ákvörðun að vera opin og hreinskilin við börn sín varðandi veikindi Katrínar og Karls III, afa barnanna. 11.11.2025 06:54
Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um líkamsárás í póstnúmerinu 104 á vaktinni í gærkvöldi og nótt, og þá var tilkynnt um ágreining og slagsmál í sama hverfi. 11.11.2025 06:27
Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur náðað yfir 75 einstaklinga sem voru sagðir hafa átt þátt í aðgerðum til að freista þess að snúa niðurstöðum forsetakosninganna árið 2020. 10.11.2025 07:52
Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Átta þingmenn Demókrataflokksins í öldungadeild bandaríska þingsins greiddu atkvæði með Repúblikönum þegar gengið var til atkvæðagreiðslu í gærkvöldi um að taka fyrir frumvarp til að greiða fyrir opnun alríkisins. 10.11.2025 06:28
Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Stjórnvöld í Katar eru sögð hafa ráðið tvö bresk fyrirtæki til að afla upplýsinga um konu sem hefur sakað Karim Khan, yfirsaksóknara Alþjóðlega sakamáladómstólsins (ICC), um kynferðisbrot. 7.11.2025 07:30