Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Mig langaði oft að hætta við þegar að ég skall á vegg. En ég er mjög þakklát að hafa haldið áfram og haft trú á minni sýn,“ segir hin 29 ára gamla Emilía Heenen sem var að gefa út bókina Frá bumbu til fæðingar. Emilía, sem starfar sem lögfræðingur, á tvö börn og þótti erfitt að geta ekki rætt um meðgönguna við móður sína sem lést fjórum árum áður. 2.9.2025 07:02
Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Það var mikið líf og fjör á menningarviðburðinum RVK X sem haldinn var í Grósku á Menningarnótt og spannaði marga klukkutíma og hina ýmsu listmiðla. Kvöldið endaði á alvöru partýi í bílakjallara þar sem plötusnúðar og rapparar á borð við Aron Can stigu á stokk. 1.9.2025 16:30
Sagði nei takk við Durex en já við Netflix „Fyrir tíu árum hefði ég sagði að það væru engar líkur á því að ég væri hér í dag,“ segir fyrrum fótboltakappinn, leikarinn og IceGuys stjarnan Rúrik Gíslason en líf hans hefur þróast í ófyrirsjáanlegar áttir eftir að hann lagði fótboltaskóna á hilluna 32 ára gamall. 1.9.2025 11:09
Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum „Mér finnst það eigi ekki að vera nein bönn þegar það kemur að klæðaburði, allir eiga rétt á að klæða sig eins og þeir vilja,“ segir Nína Rajani Tryggvadóttir Davidsson sem fer eigin leiðir í klæðaburði. Hún ræddi við blaðamann um persónulegan stíl, fataskápinn og ógleymanleg stúdentspróf úr MR. 27.8.2025 20:04
Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Raunveruleikastjarnan og súperstjörnumóðirin Kris Jenner hefur vakið mikla athygli að undanförnu fyrir splunkunýtt og endurnýjað andlit sitt. Jenner sem er 69 ára virðist af mörgum nú vera á þrítugsaldri og segist hún í skýjunum með þessa róttæku breytingu. 27.8.2025 15:01
Opnar sig eftir handtökuna Það vakti gríðarlega athygli þegar rapparinn Lil Nas X var handtekinn á fimmtudag í síðustu viku. Hann tjáði sig í fyrsta sinn um handtökuna í gær á Instagram síðu sinni. 27.8.2025 13:02
Stígur út fyrir ramma raunveruleikans „Tíska við kemur okkur öllum, sama hvort fólk átti sig á því eða ekki, og er svo fallegt tjáningarform á það hver við viljum vera,“ segir Íris Ólafsdóttir, nýútskrifaður fatahönnuður sem sér um búninga fyrir stóra leiksýningu í Tjarnarbíói. Blaðamaður ræddi við hana um persónulegan stíl og sköpunargleðina. 27.8.2025 10:01
Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala „Dagurinn hefði ekki getað verið betri,“ segir tónlistarmaðurinn Daníel Óliver Nyback sem gekk að eiga sinn heittelskaða Daniel Mattias Nyback um helgina í hundrað manna teiti í sænskum kastala. Blaðamaður ræddi við Daníel Óliver um stóra daginn. 27.8.2025 07:02
Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Ásmundarsalur fylltis af lífi og lit þegar þrjár sýningar af dansverkinu Venus fóru fram við frábærar undirtektir núna í ágúst. Verkið, sem er eftir danshöfundana Önnu Guðrún Tómasdóttur og Bjarteyju Elínu Hauksdóttur, þorir að ögra, ýkja og spyrja stórra spurninga um eðli kyns og líkama. 26.8.2025 20:01
Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikkonan Zoe Kravitz er af mörgum talin ein fallegasta stjarna Hollywood og ber af sér einstaklega góðan þokka. Í dag er hún orðuð við tvo glæsilega herramenn, bresku poppstjörnuna Harry Styles og bandaríska hjartaknúsarann og leikarann Austin Butler. Spurningin er: Hvern er Zoe Kravitz að deita? 26.8.2025 15:37