Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Hátískan tók yfir Landsbankahúsið síðastliðið föstudagskvöld þegar nýútskrifaðir fatahönnuðir afhjúpuðu nýjustu verk sín með tískusýningu. Fyrirsætur gengu um, lifandi tónlist ómaði og tískuþyrstir gestir flykktust að. 7.4.2025 17:01
Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Það var sannarlega líf og fjör í miðbæ Reykjavíkur um helgina þar sem allir helstu hönnuðir og listamenn landsins stóðu fyrir ýmsum sýningaropnunum í tilefni af Hönnunarmars. Borgin iðaði af menningu og gleði og fjöldi fólks tók púlsinn á listasenunni. 7.4.2025 13:30
Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Það var fjör í Andrá Reykjavík á laugardaginn þegar tískuskvísurnar og hönnuðirnir Karitas Spano og Thelma Gunnarsdóttir frumsýndu splunkunýja merkið Suskin. Margt var um manninn og mikil stemning í bænum í tilefni af Hönnunarmars. 7.4.2025 11:30
Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur „Ég elska pressu. Ef ég er að fara eitthvað þarf ég endilega að fá nýja flík og þá sit ég stanslaust við saumavélina. Þá er enginn nótt og enginn dagur,“ segir jógakennarinn og lífskúnstnerinn Ragnhildur Eiríksdóttir sem fer sannarlega eigin leiðir í tískunni en hver einasta flík í fataskáp hennar er að einhverju leyti einstök. Ragnhildur er viðmælandi í Tískutali. 4.4.2025 07:03
Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar „Þetta er minn hægri fótur og vinstri hönd, klárt mál, hefur veitt mér mikla ánægju, haldið fyrir mér vöku og allt þar á milli,“ segir myndlistarmaðurinn Árni Már sem hefur rekið Gallery Port frá því það var stofnað fyrir níu árum. Það má segja að Árni þekki flest allar hliðar myndlistarsenunnar hérlendis og heldur stöðugt áfram að feta ótroðnar slóðir. Blaðamaður tók púlsinn á honum. 2.4.2025 20:02
Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Í samfélagi sem ýtir okkur sífellt til að vera hraðari og afkastameiri er auðvelt að gleyma því að tíminn sjálfur breytist ekki, það er upplifunin sem sveiflast,“ segir hönnuðurinn Viktor Weisshappel sem opnar klukkusýningu á Prikinu í tilefni af Hönnunarmars. Hátíðin hefst með pompi og prakt í dag. 2.4.2025 14:00
Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Tónlistarmaðurinn Daniil gefur út þriðju plötuna sína næstkomandi föstudag. Hann hefur vakið mikla athygli í íslensku tónlistarlífi og unnið með kanónum á borð við Friðrik Dór, Jóhann Kristófer og dönsku stjörnuna Ussel. 2.4.2025 10:25
„Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ „Ég er enn í dag alltaf að nota verkfæri sem pabbi minn átti. Mér finnst mjög gaman núna að tengja svona mikið við hann í því sem ég er að gera,“ segir hönnuðurinn og listakonan Salóme Hollanders. Hún hefur komið víða við í listheiminum, fengið tilnefningu til íslensku tónlistarverðlaunanna fyrir plötuumslag, hannað listaverkaspegla sem hafa slegið í gegn og sett upp fjölda sýninga. Blaðamaður ræddi við hana á djúpum nótum um lífið og listina. 2.4.2025 07:01
Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Verkið Fjallabak var frumsýnt í Borgarleikhúsinu síðastliðið föstudagskvöld fyrir troðfullum sal gesta. Verkið byggir á samnefndri Pulitzerverðlauna smásögu Annie Proulx og síðar gerði kvikmyndaleikstjórinn Ang Lee kvikmyndina Brokeback Mountain eftir sögunni. Í pistlinum má sjá stiklu úr leikritinu. 1.4.2025 11:31
Biður drottninguna að blessa heimilið „Ég er líka að gera tilraun til að kyngera þetta ekki, ég vil meina að við séum öll drottningar. Þetta er svona skali, drottningarskali,“ segir grafíski hönnuðurinn, framleiðandinn og leikstjórinn Þura Stína sem opnaði sýninguna Drottningar nú á dögunum. Þura hefur komið víða við, bjó lengi á Ítalíu og eignaðist aðra dóttur sína í vetur. Blaðamaður tók púlsinn á henni. 1.4.2025 07:02