Segir lítinn sóma af verðhækkunum Icelandair Formaður Neytendasamtakanna segir engan brag af verðhækkunum hjá Icelandair í kjölfar gjaldþrots Play. Þrátt fyrir mikið framboð af flugferðum til og frá Íslands hafa ferðaskrifstofur lent í vandræðum með endurskipulagningu ferða. 4.10.2025 21:31
Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Formaður Eflingar harmar að formenn annarra stéttarfélaga fordæmi aðgerðir borgarinnar í leikskólamálum, án þess að kanna hug félagsmanna fyrst. Ástandið á leikskólum borgarinnar sé óásættanlegt og ljóst að breytinga sé þörf. 4.10.2025 12:13
Umferðin færist inn á íbúðagötur Kópavogsbúar óttast að vegaframkvæmdir verði til þess að miklar umferðartafir verði á svæðinu. Ekkert samráð hafi verið haft við íbúa og umferð þyngist á íbúðagötum í staðinn. 3.10.2025 22:17
Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Reykjavíkurborg vissi að yrði beygjuvasi við gatnamót Höfðabakka og Bæjarháls fjarlægður yrðu tafir á umferð úr Árbænum. Samgöngustýra Reykjavíkurborgar segir þær gríðarlegu tafir sem ökumenn hafa upplifað síðustu vikur eiga vera mun skárri nú. Hún vonast til þess að tíminn leiði í ljós að framkvæmdirnar séu ekki svo slæmar. 1.10.2025 07:00
Ísland land númer 197 Maður sem lauk ferðalagi sínu til allra landa heimsins á Íslandi, segist feginn að vera búinn með þennan kafla í sínu lífi. Ævintýrið fjármagnaði hann allt með dagvinnu í heimalandinu og nýtti helgar og aðra frídaga til að ferðast um heiminn. 30.9.2025 21:31
Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Play sendi kvörtun til Samkeppniseftirlitsins þann 5. september síðastliðinn vegna meintrar misnotkunar Icelandair á markaðsráðandi stöðu. Flugmaður Icelandair hafi vegið að Play með dylgjum um starfsemi, stöðu og horfur og spáð endalokum félagsins. Ófræging flugmannsins hafi grafið undan trausti almennings til Play. 29.9.2025 18:42
Loka Kristjánsbakaríi Stjórn Gæðabaksturs hefur ákveðið að hætta rekstri Kristjánsbakarís á Akureyri. Í skoðun er að nýr rekstraraðili taki við versluninni í Hafnarstræti en verslunin við Hrísalund mun heyra sögunni til. Kaup Ölgerðarinnar á Gæðabakstri, sem tilkynnt voru í byrjun árs, eru til skoðunar hjá Samkeppniseftirlitinu. 29.9.2025 17:16
Mafíósar dæmdir til dauða Ellefu meðlimir hinnar kínversku Ming-fjölskyldu hafa verið dæmdir til dauða í heimalandinu. 28 aðrir fjölskyldumeðlimir hlutu vægari dóma en fjölskyldan framdi ýmsa glæpi í gegnum samtök sín í Mjanmar, skammt frá landamærunum við Kína. 29.9.2025 16:48
Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Forseti Íslenska flugstéttarfélagsins (ÍFF) segir gjaldþrot Play hafa komið öllum starfsmönnum á óvart. Hann segir gjaldþrotið gríðarlega þungt fyrir hans félagsfólk en félagið hafi sýnt síðustu mánuði að það hafi horfið frá upphaflegum gildum sínum. 29.9.2025 15:38
Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Tæplega áttatíu starfsmenn rekstrarfélags Kringlunnar og Reita í árshátíðarferð eru fastir í Sitges á Spáni eftir að flugi Play var aflýst vegna yfirvofandi gjaldþrots félagsins. Markaðsstjóri Kringlunnar segir það ekki amalegt að vera strandaglópur í 25 gráðum en tildrögin séu þó ansi sorglegar fréttir. 29.9.2025 12:05