Fréttamaður

Auður Ösp Guðmundsdóttir

Auður Ösp er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

„Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“

„Pabbi var ekki týpan sem talaði um tilfinningar. Það var alltaf þetta stolt sem hindraði hann í að leita sér hjálpar,“ segir Hafdís Sól Björnsdóttir sem missti föður sinn, Björn Jónsson – tölvunarfræðing, fjölskyldumann og íþróttaunnanda árið 2020. Faðir Hafdísar féll fyrir eigin hendi. Í dag vill Hafdís rjúfa þögnina og segja söguna – ekki til að vekja vorkunn, heldur vitund.

„Það er í raun krafta­verk að hún sé á lífi í dag“

Ingveldur Bachmann Ægisdóttir hefur eytt níu árum í að berjast fyrir dóttur sína innan heilbrigðis- og velferðarkerfis sem oft virðist hvorki vilja hlusta né skilja. Lovísa Lind fæddist með sjaldgæfan litningagalla en um er að ræða eina tilfellið sem greinst hefur hér á landi.

„Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“

Þann 3. nóvember síðastliðinn lést Sigurður Kristófer McQuillan Óskarsson, formaður Björgunarsveitarinnar Kyndils í Mosfellsbæ, á sameiginlegri straumvatnsæfingu á vegum Landsbjargar. Eftirlifandi unnusta hans, Hrefna Ingibjörg Jónsdóttir, segir að með Sigurði hafi hún ekki aðeins kynnst ástinni, heldur einnig starfi björgunarsveitanna. Í dag, nokkrum mánuðum síðar, stendur hún sjálf á barmi þess að verða fullgildur meðlimur í sömu sveit — og undirbýr sig nú fyrir hálfmaraþon í Reykjavíkurmaraþoninu, þar sem hún safnar áheitum fyrir Landsbjörgu.

Trylltist þegar hún varð fyrir á­rás byssumanna í Ríó

Tvítug kona segist enn vera að jafna sig á vopnaðri árás sem hún varð fyrir á kjötkveðjuhátíð í Brasilíu í febrúar. Hún lýsir því að hafa brugðist við með ofbeldi fremur en ótta, og lifði atvikið af þökk sé aðkomu ókunnugra kvenna. 

Ó­skandi að það væru fleiri börn með Downs á Ís­landi

„Ég trúi því að það séu ekki neinar tilviljanir í þessu lífi, og það er ástæða fyrir því að þessa unga dama er hérna hjá okkur en ekki einhvers staðar annars staðar. Hún valdi það sjálf,“ segir Hákon Örn Hafþórsson, faðir hinnar níu mánaða gömlu Ídu Máneyjar. Hún er yngsti einstaklingurinn með Downs heilkenni hér á landi.

„Eini ras­isminn sem ég hef upp­lifað á Ís­landi er frá lög­reglunni“

Innflytjendur sem haft hafa afskipti af löggæslukerfinu upplifa vantraust og mismunun af hálfu lögreglu og telja sig fyrir stimplun sem afbrotamenn án þess að hafa sýnt af sér frávikshegðun. Þessi stimplun virðist ekki byggjast á raunverulegri hegðun heldur tengjast ákveðnum félagslegum einkennum, það er að segja á kynþætti, uppruna, búsetu, félagslegri stöðu eða fyrri tengslum við lögreglu.

„Það verður erfitt að trúa því að lífið muni ein­hvern tímann leiða eitt­hvað gott af sér”

Berglind Arnardóttir upplifði mesta harm allra foreldra þegar sonur hennar Jökull Frosti Sæberg lést af slysförum árið 2021, einungis fjögurra ára gamall.Í kjölfarið hófst langt og erfitt sorgarferli sem leiddi meðal annars til þess að Berglind byrjaði að taka þátt í starfi Sorgarmiðstöðvar og fann þannig leið til að vinna úr eigin sorg, vaxa og hjálpa öðrum. Málefni syrgjenda eru Berglindi afar kær og telur hún mikilvægt að efla samfélagsumræðu um mikilvægi sorgarúrvinnslu.

Einar á Söndru Bullock mikið að þakka

Saga Einars Haraldssonar er eins og spennandi kvikmynd með óvæntu „tvisti.“ Hann fór í lögregluskólann 19 ára, starfaði í rannsóknarlögreglunni á Íslandi, gerðist seinna meir lífvörður Söndru Bullock og er í dag starfandi sem kvikmyndaleikari. Þó hann hafi byrjað seint að elta leikaradrauminn, kominn á eftirlaunaaldur, þá hefur hann engan tíma til að hætta í dag.

Sjá meira