„Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Það getur verið gríðarlega erfitt að ala upp barn með einhverfu í samfélagi þar sem skilningur og umburðarlyndi eru ekki sjálfgefin gildi. Sæunn Harpa Kristjánsdóttir þekkir það af eigin raun. Hún er móðir Héðins Dags, 14 ára drengs sem greindur er með dæmigerða einhverfu, ADHD, málþroskaröskun, þroskaröskun og tourette, og er með félagsþroska á við tíu ára barn. 27.4.2025 09:02
„Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ „Það hefur verið erfitt að horfa upp á hvernig þetta hefur þróast. Ég hef aldrei viljað nafngreina neinn, en mér finnst rétt að almenningur viti hvað hefur átt sér stað,“ segir Kristján Ingólfsson í samtali við Vísi. 26.4.2025 07:02
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ „Við erum fámenn þjóð, og þar af leiðandi einsleit og þess vegna hættir okkur til að fara inn í kassann. Ég upplifi það oft eins og maður megi ekki tala um það sem er að, það sem er öðruvísi eða óþægilegt,“ segir Gunnhildur Þórðardóttir, móðir sjö ára drengs sem greindur er með einhverfu og ótilgreinda þroskaskerðingu. Fyrir tæpu ári byrjaði Gunnhildur að birta reglulega myndskeið á TikTok þar sem hún talar opinskátt og einlægt um reynslu sína. 21.4.2025 09:19
„Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Það er markvisst verið að draga úr sýnileika transfólks. Þeirra sjónarhorn, þeirra sögur þurfa að heyrast,“ segir Esjar Smári Gunnarsson 17 ára trans strákur. 18.4.2025 09:01
Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári „Skuldir eru ekki bara tölur á blaði, þetta getur haft áhrif á líf og andlega heilsu. Með opinskáum samtölum getum við bókstaflega bjargað mannslífum,“ segir Íris Eyfjörð Hreiðarsdóttir. Í upphafi síðasta árs stóð Íris uppi með skuldir upp á nær 25 milljónir íslenskra króna. Í dag er þessi upphæð komin niður í 9,6 milljónir króna. Færni Írisar á samfélagsmiðla og opið samtal voru lykilþáttur í árangrinum. 13.4.2025 10:17
„Þeir ætluðu að kála okkur og ræna okkur“ „Það eina sem ég hugsaði um þarna var bara að halda ró minni og reyna að gera mitt besta til að komast út úr þessum aðstæðum,“ segir Einar Vignir Einarsson skipstjóri sem varð fyrir hrikalegri lífsreynslu árið 1998. Einar var skipstjóri á fiskibáti sem verið var að sigla frá Hafnarfirði til Kamerún þegar áhöfnin lenti í því að vera rænd af hermönnum í Senegal. Það var áður en sjóræningjar réðust á þá sunnan við Grænhöfðaeyjar. 13.4.2025 07:02
Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ „Ég held að fólk átti sig ekki á því að kynþáttafordómar eru staðreynd á Íslandi – eða kannski vill fólk bara ekki horfast í augu við það. En við þurfum að gera það,“ segir Sasini Hansika Inga Amarajeewa, tvítugur laganemi. Foreldrar Sasini eru frá Srí Lanka en Sasini er engu að síður fædd og uppalin á hér landi og talar reiprennandi íslensku. 12.4.2025 09:02
Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð „Mig langar ekki að „shame-a“ neinn, vera með leiðindi eða búa til eitthvað stríð en mér finnst bara að það verði að ræða þetta af því að þetta er grafalvarlegt mál. Þetta er ekki bara eitthvað djók eða trend eða eitthvað. Þessir einstaklingar, áhrifavaldar og rapparar sem eru að peppa þetta svona grimmt, þeir eru fyrirmyndir. Það er kominn tími til að þeir standi undir þeim titli, taki ábyrgð og geri betur,” segir Garðar Eyfjörð, betur þekktur sem Gæi, eða þá sem rapparinn Kilo. 7.4.2025 07:02
Sjóræningjar réðust á Íslendinga „Við vorum báðir búnir að gera okkur grein fyrir því að þetta yrðu okkar síðustu dagar, síðustu stundir. Þegar ég kom upp í brú var skip, sem var stærra en við, búið að manna kaðla til að sveifla sér yfir til okkar. Ég hugsaði bara: „Hvað get ég gert til að bjarga okkur?“ segir Einar Vignir Einarsson. 6.4.2025 07:01
Sá eini fagmenntaði missti vinnuna „Þetta er alls ekki góð þróun. Það er eins og veitingahúsaeigendum sé orðið alveg sama um fegurðina, og upplifunina sem fólk sækist eftir þegar það fer út að borða. Það er bara verið að hugsa um söluna og gróðann,“ segir Ragnar Þór Antonsson. 5.4.2025 08:02