Origo segir skilið við Kauphöllina í lok næsta mánaðar Nasdaq Iceland hefur orðið við beiðni Origo um afskráningu í Kauphöll. Síðasti dagur viðskipta með bréf í félaginu verður 25. apríl. 29.3.2023 07:52
Hafa náð saman um fríverslun við Moldóvu EFTA-ríkin og Moldóva hafa komist að samkomulagi um fríverslunarsamning sem undirritaður verður á næsta ráðherrafundi EFTA í Liechtenstein í júní næstkomandi. 29.3.2023 07:29
Gular viðvaranir og mjög mikil snjóflóðahætta á Austfjörðum næstu daga Gul viðvörun er í gildi á Suðurlandi og Suðausturlandi og verður til klukkan ellefu á fyrrnefnda svæðinu en til tíu á hinu. Í landshlutanum er austan stormur og snjókoma og mjög snarpar vindhviður eins og undir Eyjafjöllum og vestan Öræfa. 29.3.2023 07:16
Ríkið hreki leigjendur úr íbúðum á Suðurnesjum með yfirboðum Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir ástandið á Suðurnesjum vera orðið ógnvænlegt og óbærilegt vegna aukins fjölda hælisleitenda, hræðslu og ógnandi umhverfis. Fjöldinn hafi þau áhrif að leigjendur á almennum markaði á Suðurnesjum hrekist úr íbúðum sínum þar sem Vinnumálastofnun yfirbjóði leiguna til að hægt sé að tryggja þeim húsnæði. 28.3.2023 14:10
Annar vorboði kominn til landsins Tveimur dögum eftir að sagt var frá því að lóan væri komin til landsins hefur annar vorboði gert vart við sig. Fyrsta skemmtiferðaskipið sem kemur til landsins í ár lagðist nefnilega við bryggju við Skarfabakka í Reykjavík í morgun. 28.3.2023 13:31
Aflétta rýmingu á svæði 18 í Neskaupstað Ákveðið hefur verið að aflétta rýmingu á svæði 18 í Neskaupstað sem gripið var til vegna snjóflóðahættu í bænum í gær. Rýming gærdagsins er að öðru leyti enn í fullu gildi, það er á svæði 4, 6, 16 og 17 í Neskaupstað og sömuleiðis á Seyðisfirði og Eskifirði. 28.3.2023 12:04
Níu gistu í Egilsbúð í Neskaupstað í nótt Níu gistu í fjöldahjálparstöðinni í Egilsbúð í Neskaupstað í nótt. Ákveðið var að rýma mikinn fjölda húsa í bænum vegna snjóflóðanna sem féllu í bænum í gærmorgun. 28.3.2023 10:11
Ekkert verður af áætlunarflugi Condor til Akureyrar og Egilsstaða í ár Þýska flugfélagið Condor hefur tilkynnt að hætt hafi verið við áætlunarflug til Akureyrar og Egilsstaða frá Frankfurt í Þýskalandi sem hefjast átti um miðjan maí og standa fram í október. Markaðssetning er sögð hafa farið of seint af stað. 28.3.2023 09:53
Flýta vinnslu á Grænlandi eftir sjö milljarða lánsfjármögnun Auðlindafélagið Amaroq Minerals, sem heldur á víðtækum rannsóknar- og vinnsluheimildum á Grænlandi, hefur gengið frá sjö milljarða króna lánsfjármögnun. Fjármagnið verður nýtt til að hefja gullvinnslu í Nalunaq námunni fyrr en ella. Þá kannar félagið nú skráningu á aðalmarkaði Nasdaq á Íslandi. 28.3.2023 07:46
Ekkert frést af frekari snjóflóðum Ekkert hefur frést af frekari snjóflóðum á Austfjörðum í nótt og hefur veðrið verið með rólegasta móti. 28.3.2023 07:33