Yfirleitt þurrt veður og sólarkaflar nokkuð víða Veðurstofan gerir ráð fyrir austlægri átt, fremur hægum vindi víðast hvar en strekkingi syðst á landinu. Yfirleitt verður þurrt veður í dag og sólarkaflar nokkuð víða, en skýjað með suðurströndinni. 3.5.2023 07:10
Tveir fluttir á slysadeild eftir árekstur á Breiðholtsbraut Tveir hafa verið fluttir á slysadeild eftir að bíll rakst á tvo aðra bíla og hafnaði loks utan vegar á Breiðholtabraut í Reykjavík um klukkan 14 í dag. 2.5.2023 14:32
Vilja fyrirbyggja brotthvarf ungs fólks í viðkvæmri stöðu af vinnumarkaði Til stendur að verja 450 milljónum króna í aukinn einstaklingsmiðaðan stuðning við ungt fólk í viðkvæmri stöðu til að fyrirbyggja brotthvarf af vinnumarkaði. 2.5.2023 12:00
Wilson Skaw dregið úr Steingrímsfirði á næstu dögum Áhöfnin á varðskipinu Freyju hefur lokið störfum í Steingrímsfirði þar sem áhöfn skipsins hefur verið undanfarna daga og unnið að björgun flutningaskipsins Wilson Skaw sem strandaði í Húnaflóa fyrir tæpum tveimur vikum. Gert er ráð fyrir því að Freyja fari af svæðinu síðar í dag og að Wilson Skaw verði dregið á brott á næstu dögum. 2.5.2023 10:45
Ráðin forstöðumaður framlínuþjónustu hjá OK María Rán Ragnarsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður framlínuþjónustu OK. 2.5.2023 09:21
Serena opinberaði að hún ætti von á öðru barni Bandaríska tennisgöðsögnin Serena Williams hefur opinberað að hún eigi von á sínu öðru barni. 2.5.2023 08:54
Gordon Lightfoot er fallinn frá Kanadíski þjóðlagasöngvarinn Gordon Lightfoot er látinn, 84 ára að aldri. 2.5.2023 07:29
Skúrir á sunnanverðu landinu og hiti að tíu stigum Þessa dagana er hæð yfir Grænlandi og norður af landinu sem stýrir veðrinu hjá okkur, ásamt víðáttumikilli lægð langt suður í hafi. 2.5.2023 07:13
Ásgerður nýr dómari við Landsrétt Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefur ákveðið að setja Ásgerði Ragnarsdóttur héraðsdómara í embætti dómara við Landsrétt frá og með 8. maí 2023 til og með 28. febrúar 2029. Hæfisnefnd hafði metið Ásgerði og Kjartan Björgvinsson héraðsdómara jafnhæf og þurfti ráðherra því að gera upp á milli þeirra. 28.4.2023 14:01
Rakel nýr regluvörður Íslandsbanka Íslandsbanki hefur ráðið Rakel Ásgeirsdóttur í stöðu regluvarðar hjá bankanum. Hún tekur við starfinu af Rut Gunnarsdóttur sem tók við stöðunni árið 2015 og sagði starfinu lausu í mars. 28.4.2023 13:56