Eldur kom upp í móttöku- og flokkunarstöð Sorpu í Gufunesi Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út eftir að tilkynning barst um eld í móttöku- og flokkunarstöð Sorpu í Gufunesi skömmu fyrir klukkan níu í morgun. 25.5.2023 09:28
Tekur við sem þjálfari Kokkalandsliðsins Snædís Xyza Mae Ocampo matreiðslumaður hefur verið valin þjálfari Íslenska Kokkalandsliðsins sem Klúbbur matreiðslumeistara heldur utan um og rekur. 25.5.2023 09:10
Útiloka að ABBA komi saman á Eurovision 2024 Sænsku tónlistarmennirnir Björn Ulvaeus og Benny Andersson hafa útilokað að hljómsveitin ABBA komi aftur saman þegar Eurovision fer fram í Svíþjóð í maí á næsta ári. Þá verða fimmtíu ár liðin frá því að ABBA vann Eurovision með lagi sínu Waterloo. 25.5.2023 08:32
Segja tímana breytta og kanna sölu á skagfirsku félagsheimilunum Byggðarráð Skagafjarðar vill kanna hvort ekki sé skynsamlegt að selja hlut sveitarfélagsins í félagsheimilum sveitarfélagsins til aðila sem sjá tækifæri í að bæta nýtingu húsanna. Tímarnir hafi einfaldlega breyst. 25.5.2023 07:44
Víða skúrir og ný lægð nálgast úr suðvestri Veðurstofan gerir ráð fyrir vestlægri átt í dag, kalda eða stinningskalda. Reikna má með skúrum fram eftir degi og fremur svölu veðri, en hægari vindi og úrkomulitlu í kvöld. 25.5.2023 07:13
Barn grunað um að hafa orðið tíu ára stúlku að bana á Skáni Barn sem er yngra en fimmtán ára er grunað um að hafa valdið að dauða tíu ára stúlku sem féll af þaki íþróttahúss skóla í bænum Svedala á Skáni í Svíþjóð síðastliðinn sunnudag. 24.5.2023 14:48
Lára Sóley áfram framkvæmdastjóri Sinfó Stjórn Sinfóníuhljómsveitar Íslands hefur ákveðið að endurráða Láru Sóleyju Jóhannsdóttur í stöðu framkvæmdastjóra Sinfóníuhljómsveitarinnar. Hún hefur gengt stöðu framkvæmdastjóra frá sumri 2019 en ráðið er í stöðuna til fjögurra ára í senn. 24.5.2023 14:02
Nauðsynlegt að laga gufulögnina á ný til að geta haldið úti sundkennslu Bæjarráð Hveragerðisbæjar hefur falið Geir Sveinssyni bæjarstjóra að leita leiða til að lagfæra gufulögn sem liggur að Sundlauginni í Laugarskarði í bænum. Gufulögnin hefur lengi ekki annað notkuninni sem verður til þess að yfir kaldasta tímann á veturna er ekki nægur hiti á lauginni sem hefur orðið til þess að ítrekað hefur þurft að fella niður sundæfingar. 24.5.2023 14:01
Fimmtán ára danskar stúlkur ráði sjálfar þungunarrofi Danska ríkisstjórnin hyggst lækka lágmarksaldur stúlkna sem geta gengist undir þungunarrof án samþykkis foreldra. Núgildandi lög kveða á um að stúlkur yngri en átján ára þurfi samþykki foreldra, en breytingin fæli í sér að sá aldur yrði lækkaður í fimmtán. 24.5.2023 13:14
Björgunarsveitirnar lausar við útköll í hvassviðrinu Engar tilkynningar hafa komið inn á borð björgarsveitanna vegna hvassviðrisins sem gekk á landið í gær. 24.5.2023 10:12