Hljóta Nóbelsverðlaun fyrir vísindin á bak við mRNA-bóluefni gegn Covid Ungversk-bandaríski lífefnafræðingurinn Katalin Karikó og bandaríski læknirinn Drew Weissman deila Nóbelsverðlaununum í lífeðlis- og læknisfræði í ár. 2.10.2023 10:06
71 sagt upp í fjórum hópuppsögnum Fjórar tilkynningar um hópuppsagnir bárust Vinnumálastofnun í nýliðnum septembermánuði þar sem 71 starfsmönnum var sagt upp störfum. 2.10.2023 09:52
Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Nóbelsnefnd Karólínsku stofnunarinnar í Svíþjóð mun tilkynna innan skamms hver hlýtur Nóbelsverðlaunin í lífeðlis- og læknisfræði. 2.10.2023 09:01
Tíu látnir eftir að þak kirkju hrundi í Mexíkó Tíu eru sagðir látnir og um tuttugu aðrir eru fastir undir þaki kirkju sem hrundi í borginni Ciudad Madero í Tamaulipas-ríki í Mexíkó þegar sunnudagsmessan stóð sem hæst í gær. 2.10.2023 08:49
Lilja ráðin deildarstjóri Auðlindastýringar HS Orku Lilja Magnúsdóttir hefur tekið við stöðu deildarstjóra Auðlindastýringar HS Orku. Hún var áður yfirforðafræðingur HS Orku og hefur starfað hjá fyrirtækinu frá 2020. 2.10.2023 07:40
Hvasst á vestanverðu landinu og varasamar aðstæður geta skapast Veðurstofan spáir norðaustan átta til fimmtán metrum á sekúndu en hvassara í vindstrengjum við fjöll á vestanverðu landinu. Staðbundið geta myndast varasamar aðstæður fyrir þau ökutæki sem eru viðkvæmust fyrir vindi. 2.10.2023 07:13
Móðurfélag Arnarlax mætt First North-markaðinn Icelandic Salmon AS, móðurfélag laxeldisfyrirtækisins Arnarlax, var skráð á Nasdaq First North vaxtarmarkaðinn á Íslandi. Félagið verður með auðkennið ISLAX. 29.9.2023 14:56
Baráttan við glæpagengin: Börn taka fjögur ár á kassann til að verða hundraðkall Afleiðingar átaka innan hins alræmda Foxtrot-glæpagengis og átaka liðsmanna þeirra við önnur glæpagengi hafa skotið Svíum skelk í bringu á síðustu mánuðum. Forsætisráðherra landsins segir ástandið fordæmalaust og stöðuna grafalvarlega. Stigmögnun árása glæpagengja er svo mikil að Svíum er fyrir löngu hætt að standa á sama. Börn afplána með glöðu geði fjögur ár í fangelsi til að afla sér virðingar. 29.9.2023 14:26
Segir börn hafa samband við glæpagengin og bjóðast til að drepa Ríkislögreglustjóri Svíþjóðar segir að ofbeldisalda af áður óþekktri stærðargráðu gangi nú yfir landið og allar líkur séu á að fréttir muni berast af nýjum árásum á næstu dögum og vikum. Hann segir lögreglu hafa upplýsingar um að börn setji sig í samband við glæpagengin og bjóðist til að drepa. 29.9.2023 09:04
Hitastigið í svalara lagi næstu daga Veðurstofan gerir ráð fyrir norðlægri átt í dag, fimm til þrettán metrum á sekúndu og vætu á norðan- og austanverðu landinu. Þá megi reikna með smá skúrum eða slydduéljum um kvöldið. 29.9.2023 07:22