varafréttastjóri

Atli Ísleifsson

Atli er varafréttastjóri fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Fjár­munum sóað og á­ætlaður sparnaður vegna Micros­oft-samnings ekki skilað sér

Umfang þeirra breytinga sem samningur, sem íslenska ríkið gerði við Microsoft árið 2018, var vanmetið og innleiðing þeirra lausna sem samið var um dróst á langinn. Þá hafi fjármunum verið sóað og fjármála- og efnahagsráðuneytið ekki getað sýnt fram á að sá fjárhagslegi ávinningur sem að var stefnt í tengslum við samninginn, eða 5,5 milljarðar króna á ári frá árinu 2023, hafi skilað sér.

Ráðin fram­kvæmda­stjóri Two Birds og Aur­bjargar

Ásdís Arna Gottskálksdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri fjártæknifyrirtækisins Two Birds ehf. sem er rekstraraðili Aurbjorg.is. Hún kemur til Two Birds frá Abler þar sem hún starfaði sem fjármála - og rekstrarstjóri og bar meðal annars ábyrgð á fjármálum, áætlunum og daglegum rekstri félagsins.

Rigning og slydda norðan- og austan­til

Lítil og veikluleg lægð er nú stödd við austurströndina og er útlit fyrir norðan þremur til tíu metrum á sekúndu um landið norðaustan- og austanvert. Með því fylgir rigning eða slydda af og til og snjókoma til fjalla.

Gísla­töku­maður skotinn til bana af lög­reglu í Noregi

Lögregla í Stafangri í Noregi skaut í gærkvöldi karlmann á fimmtugsaldri til bana eftir að sá hafði rænt bíl, tekið ökumanninn í gíslingu og skotið í átt að lögreglu. Lögreglumaður og gíslinn særðust einnig í skotbardaganum.

Skýr merki um að erfiðara gangi að selja ný­byggingar

Nýjar tölur Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar sýna að framkvæmdir eru hafnar við byggingu á 8.683 íbúðum. Mikill samdráttur er þó í fjölda nýrra framkvæmda og nemur hann um 68 prósent á milli ára. Skýr merki eru um að erfiðara gangi að selja nýbyggingar.

Sjá meira