Fréttamaður

Árni Sæberg

Árni er viðskiptafréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Auknar líkur á gosi sem gæti hafist án fyrir­vara

Land rís í Svartsengi með sama hraða og áður. Frá 16. mars, þegar síðasta eldgos hófst, hefur land risið um tæplega tuttugu sentimetra. Kvikusöfnun heldur því áfram og auknar líkur eru á nýju kvikuhlaupi og einnig eldgosi. Gossprungur gætu opnast með mjög litlum fyrirvara, jafnvel engum.

Læknirinn mátti læsa dætur sínar inni eftir allt saman

Karlmaður, sem starfað hefur sem læknir á Vestfjörðum og Húsavík, var sýknaður af ákæru um brot í nánu sambandi og barnaverndarlagabrot á föstudag. Landsréttur leit svo á að hann hefði ekki brotið á dætrum sínum með því að slá á fingur þeirra og læsa þær inni í uppeldisskyni.

Var í símanum á 142 kíló­metra hraða áður en hann lést

Meginorsök banaslyss á Þrengslavegi í júlí í fyrra var skert athygli við akstur. Við rannsókn slyssins kom í ljós að ökumaður, átján ára karlmaður, notaði farsíma talsvert skömmu fyrir slys til þess að taka upp myndband, taka ljósmyndir og senda skilaboð á meðan hann ók bifreiðinni.

Laus úr haldi en enn grunaður um græsku

Karlmaður sem handtekinn var í tengslum við þjófnað í Hamraborg losnar úr gæsluvarðhaldi í dag. Lögregla telur ekki ástæðu til að halda honum lengur en hann er enn grunaður um aðild að málinu.

Nöfn þeirra sem létust í Eyja­firði

Þau sem létust í umferðarslysi á Eyjafjarðarbraut eystri skammt norðan við Laugaland í lok apríl hétu Einar Viggó Viggósson og Eva Björg Hall­dórs­dótt­ir.

Flæði innan við einn rúmmetri á sekúndu

Niðurstöður mælinga á hraunflæði í eldgosinu á Sundhnúksgígaröðinni benda til þess hraunflæði fyrsta klukkutíma gossins hafi verið 1100 til 1200 rúmmetrar á sekúndu en síðan hafi dregið hratt úr, og það verið komið niður í um 100 rúmmetra eftir sex til átta klukkustundir. Áfram hafi dregið úr hraunrennsli og meðaltalið 17. til 20. mars um fimmtán rúmmetrar. Fyrri hluta apríl hafi það verið þrír til fjórir rúmmetrar og mælingarnar benda til þess að það hafi verið um eða innan við einn rúmmetri síðustu tvær vikurnar.

Sjá meira