Grunaður um að hafa brotið á konu um borð í Polar Nanoq Skipverji á grænlenska togaranum Polar Nanoq var handtekinn í morgun, grunaður um að hafa farið með konu um borð í togarann og brotið á henni kynferðislega. 8.6.2024 18:22
Skuldar þrotabúi föður síns fleiri milljarða Jón Hilmar Karlsson hefur verið dæmdur til að greiða þrotabúi föður síns, Karls Wernerssonar, 2.652.753.000 krónur með dráttarvöxtum frá 19. janúar árið 2019. Með vöxtum er ekki óvarlegt að reikna með að heildargreiðsla nemi um fimm milljörðum króna. 7.6.2024 15:40
Dómur vegna skotárásar þyngdur verulega Hrannar Fossberg Viðarsson, 24 ára karlmaður, hefur verið dæmdur í tíu ára fangelsi í Landsrétti fyrir skotárás í Grafarholti í febrúar í fyrra. 7.6.2024 14:14
Kjartan Bjarni skipaður landsréttardómari Dómsmálaráðherra hefur ákveðið að leggja til við forseta Íslands að Kjartan Bjarni Björgvinsson verði skipaður dómari við Landsrétt frá 1. september 2024. 7.6.2024 14:05
Krefja Vinnslustöðina um 1,5 milljarða króna Vestmannaeyjabær og HS Veitur hafa sent Vinnslustöð Vestmannaeyja hf. og tryggingafélagi fyrirtækisins kröfubréf þar sem farið er fram á að tjónið á vatnslögn til Eyja verði að fullu bætt. Eins og staðan er í dag er áætlað heildartjón á bilinu 1.380 til 1.485 milljónir króna. 7.6.2024 13:34
Fleiri farþegar og betri nýting Flugfélagið Play flutti 146.692 farþega í maí 2024, sem er 14 prósent aukning frá maí á síðasta ári þegar Play flutti 128.847 farþega. Sætanýting hjá félaginu í nýliðnum maí var 86,4 prósent, samanborið við 84,8 prósent í maí í fyrra. 7.6.2024 12:01
Ása Laufey skipuð prestur í Háteigskirkju Séra Ása Laufey Sæmundsdóttir, prestur innflytjenda, hefur verið skipuð prestur í Háteigskirkju. 7.6.2024 11:40
Kjartan Bjarni enn metinn hæfastur Kjartan Bjarni Björgvinsson, settur landsréttardómari, hefur verið metinn hæfastur þriggja umsækjenda um stöðu dómara við Landsrétt. 6.6.2024 16:13
Ingibjörg Ösp yfir nýrri rekstrarráðgjöf Expectus Expectus ráðgjöf er nýtt félag í rekstrar- og stjórnunarráðgjöf í eigu Expectus og Ingibjargar Aspar Stefánsdóttur, sem hefur jafnframt verið ráðin framkvæmdastjóri félagsins. 6.6.2024 14:28
Kynna úttekt á stöðu drengja í menntakerfinu Mennta- og barnamálaráðuneytið og háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið kynna viðamikil úttekt á stöðu drengja í menntakerfinu í blaðamannafundi í dag. Fundurinn hefst klukkan 13:30 og verður sýndur hér á Vísi. 6.6.2024 13:22
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent