Rafrettukóngur og eigandi Drekans sakaðir um 740 milljóna brot Snorri Guðmundsson, sem hagnast hefur ævintýralega á sölu hinna ýmsu nikótínvara á síðustu árum, hefur verið ákærður fyrir stórfelld tollalagabrot í félagi við tvo aðra. Mönnunum er gefið að sök að hafa komist undan greiðslu 741 milljónar króna í tóbaksgjöld af innflutningi um einnar milljónar pakka af vindlingum. 19.9.2024 14:11
Engar ábendingar borist þrátt fyrir ákall Yfirlögregluþjónn miðlægrar rannsóknardeildar segir engar ábendingar hafa borist lögreglu, sem vert er að fylgja eftir, í tengslum við rannsókn á andláti tíu ára stúlku á sunnudag. Hann kallaði eftir því í gær að fólk hefði sambandi við lögreglu frekar en að dreifa gróusögum um málið. 19.9.2024 11:51
Brynjar segir af sér Brynjar Níelsson hefur sagt af sér varaþingmennsku. Kjartan Magnússon leysir hann af. 19.9.2024 10:37
Yazan ekki fluttur úr landi og fær efnismeðferð Yazan Tamimi og fjölskylda verða ekki flutt úr landi fyrir laugardag og munu því öðlast rétt til efnislegrar meðferðar á umsókn þeirra um alþjóðlega vernd hér á landi. 18.9.2024 16:33
Sjúkratryggingar grunaðar um ríkisaðstoð Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, ákvað í dag að hefja formlega rannsókn á meintri ríkisaðstoð í tengslum við tvo samninga um greiðsluþáttöku Sjúkratrygginga Íslands fyrir læknisfræðilega myndgreiningarþjónustu. 18.9.2024 15:20
Sótti 410 milljónir og margfaldaði starfsmannafjöldann Íslenska leikjafyrirtækið Porcelain Fortress tryggði sér á dögunum þriggja milljóna dollara fjárfestingu, eða um 410 milljóna króna, fyrir þróun á ótilkynntum leik fyrirtækisins. Á árinu hefur starfsmönnum fjölgað úr fjórum í fjórtán. 18.9.2024 13:57
Tileinkuðu söng við heilbrigðisráðuneytið Yazan Samstöðukór fyrir frjálsri Palestínu kom saman og söng fyrir utan Heilbrigðisráðuneytið í morgun. Kórinn vakti athygli á stöðu heilbrigðismála í Palestínu í yfirlýsingu sinni og tileinkaði sönginn Yazan Tamimi, ellefu ára langveika drengnum sem enn stendur til að vísa úr landi. Heilbrigðisráðherra hlýddi ekki á sönginn. 18.9.2024 13:37
Lögregla komin með ágæta mynd af atburðum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu telur sig vera komna með ágæta mynd af atburðum í tengslum við andlát tíu ára stúlku sem fannst látin í Krýsuvík á sunnudagskvöld. Faðir stúlkunnar, sem grunaður er um að hafa ráðið henni bana, hefur ekki verið yfirheyrður síðan á sunnudag. 18.9.2024 12:17
Forstjóri nýrrar Umhverfis- og orkustofnunar úr stóriðjunni Umhverfis-, orku og loftslagsráðherra hefur skipað Sigrúnu Ágústsdóttur í embætti forstjóra Náttúruverndarstofnunar og Gest Pétursson í embætti forstjóra Umhverfis- og orkustofnunar. 18.9.2024 10:06
Blöskrar markaðssetning á réttum: „Þetta eru eins og jólin fyrir okkur“ Bóndi lýsir yfir megnri óánægju sinni með markaðsetningu Icelandair á réttum gagnvart ferðamönnum. Réttir séu mikilvægur dagur fyrir alla bændur og því bagalegt ef ekki verður þverfótað fyrir ferðamönnum í almenningnum. Þá sé ekki síst mikilvægt að féð sé meðhöndlað af vönu fólki. 18.9.2024 08:46