Fréttamaður

Agnar Már Másson

Agnar Már er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Átta daga seinkun kostar ríkið ní­tján milljónir

Íslenska ríkið þarf að greiða fasteignafélagi í Reykjavík 19 milljónir króna í skaðabætur vegna ólömætrar skyndifriðunar Minjastofnunar árið 2019. Landsréttur komst að þeirri niðurstöðu að hóteleigendur hafi misst af átta daga virði af leigutekjum vegna tafa sem friðunin olli.

Kærastan á­fram í far­banni

Landsréttur hefur úrskurðað sambýliskonu veitingamannsins Quangs Lé í áframhaldandi farbann en hún er sakborningur í stærsta mansalsmáli Íslandssögunnar ásamt eiginmanni sínum og bróður hans. Hún mun að óbreyttu sæta farbanni fram í lok janúar. Auk mansals er hún grunuð um skjalafals, peningaþvætti og ólöglega sölu dvalarleyfa.

Refsing Kristjáns Markúsar milduð

Kristján Markús Sívarsson var í dag dæmdur í eins árs fangelsi í Landsrétti fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás. Hann hlaut sextán mánaða fangelsisdóm í héraði. Konan sem hann réðst á hlaut höfuðkúpubrot þegar hann kastaði ótilgreindum hlut í hana.

Bara „random“ að rass­skella stjúp­dóttur sína og vin­konu hennar

Landsréttur staðfesti í gær sakfellingu yfir manni sem braut kynferðislega á stjúpdóttur sinni. Dómurinn lækkaði þó fangelsisdóminn úr sjö mánuðum í fjóra mánuði, bundna skilorði í tvö ár, með tilliti til þess að málsmeðferðin hafði dregist verulega á langinn.

Tveir sjúk­lingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni

Gríðarlegt álag hefur myndast á bráðamóttökunni síðustu daga þar sem ekki tekst að útskrifa fólk af öðrum deildum, að sögn framkvæmdastjóra hjá Landspítalanum sem líkir vandanum við bakflæði. Hann segir að nýtingin á bráðamóttökunni nemi 150 prósentum að meðaltali, og stundum 190 prósentum, en þá manna tveir sjúklingar nánast hvert pláss. 

Grind­víkingum blöskrar um­ræðan í Vikunni

Grindvíkingar eru margir móðgaðir eftir að hafa heyrt umræðuna sem spannst um heimabæ þeirra í Vikunni með Gísla Marteini á föstudag þar sem Jón Gnarr þingmaður var meðal gesta. Þeim blöskrar að talað sé um bæinn eins og hann sé glataður en einmitt þetta sama kvöld var íþróttamiðstöð Grindavíkur troðfull þar sem Grindvíkingar kepptu sinn fyrsta heimaleik í körfubolta í tvö ár.

Nýr for­maður SUS vill sækja til hægri

Júlíus Viggó Ólafsson var í dag kjörinn formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna. Engin mótframboð bárust í embætti formanns eða til stjórnar. Sambandið fékk þó ekki aðeins nýjan formann, heldur einnig nýtt merki.

Hafi tekið bíl­stjórann háls­taki meðan hann lá á flautunni

Maður var í nótt handtekinn í Seljahverfi í Reykjavík fyrir að ráðast á leigubílstjóra. Sjónarvottur segir að árásarmaðurinn hafi tekið leigubílstjórann hálstaki og að bílstjórinn hafi verið með „ljótan hósta“ eftir árásina.

Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna

Hið gjaldþrota flugfélag Play er sagt skulda Isavia um hálfan milljarð króna. Þrátt fyrir það fengu kínverskir eigendur síðustu Play-vélarinnar á Keflavíkurflugvelli leyfi til að fljúga með vélina úr landi í dag.

Tveir á sjúkra­hús eftir að bíll valt við á­rekstur

Tveir voru fluttir á sjúkrahús með minni háttar meiðsl rétt fyrir á áttunda tímanum í kvöld eftir árekstur milli tveggja bíla á gatnamótum Reykjanesbrautar og Bústaðavegar í Reykjavík. Annar bíllinn valt á hliðina.

Sjá meira