Rafíþróttir

Rafíþróttir

Umfjöllun um Ljósleiðaradeildina og rafíþróttir á Íslandi.

Leikirnir





    Fréttamynd

    XY blandar sér í toppbaráttuna með sigri á KR

    Sýnt var frá þremur leikjum í 11. umferð Vodafonedeildarinnar í CS:GO í gærkvöldi á Stöð 2 eSport. Í stórleik kvöldsins hafði XY betur gegn KR og gerir þar með atlögu að topp 2 sæti, Dusty hélt óstöðvandi sigurgöngu áfram og Þór tókst að kreista út sigur gegn Aurora.

    Rafíþróttir
    Fréttamynd

    Stórleikur H0Z1D3R tryggði Tindastól sigurinn

    Sýnt var frá þremur leikjum í 10. umferð Vodafonedeildarinnar í CS:GO í kvöld á Stöð 2 eSport. Dusty og KR hafa gert efstu tvö sætin að sínum og engin breyting varð þar á þar sem liðin unnu örugga skyldusigra á liðum Þórs og Hafsins. H0Z1D3R átti stórleik fyrir Tindastól sem tryggði þeim sigur gegn Fylki og í lokaleik kvöldsins hafði XY betur gegn Aurora. Úrslitin komu lítið á óvart og staðan í deildinni lítið breytt.

    Rafíþróttir
    Fréttamynd

    Sprautur og tölvuleikir í Laugardalshöll

    Metvika verður í bólusetningum þessa vikuna þegar allt að níu þúsund manns fá sprautu á einum degi. Á sama tíma er von á ríflega sjö hundruð tölvuleikjaspilurum í Laugardalshöllina.

    Innlent
    Fréttamynd

    Ó­vænt endur­koma XY og KR skildi Fylki eftir í rykinu

    Sýnt var frá þremur leikjum í 9. umferð Vodafonedeildarinnar í CS:GO í kvöld á Stöð 2 eSport. Enn og aftur er það Dusty sem tróna ósigraðir á toppnum eftir sigur á liði Tindastóls. Fast á hælana eru þó KR-ingar í fantastuði sem léku sér að Fylkismönnum og úrslitin í leik Þórs og XY réðust ekki fyrr en í framlengingu þar sem XY hafði betur. Úrslitin í leikjum umferðarinnar voru ekki óvænt og er staða í deildinni óbreytt frá því í síðustu umferð.

    Rafíþróttir
    Fréttamynd

    Flug­elda­sýning hjá KR en Du­sty enn á toppnum

    Sýnt var frá þremur leikjum í 8. umferð Vodafonedeildarinnar í CS:GO í kvöld á Stöð 2 eSport. Dusty styrkti stöðu sína á toppnum með öruggum sigri á XY, en KR kemur þar fast á hælana eftir stórleik Miðgarðsorms gegn andstæðingunum í Tindastóli.

    Rafíþróttir
    Fréttamynd

    Du­sty vann toppslaginn og ný­ráðinn þjálfari Aur­ora stóð við stóru orðin

    Sýnt var frá þremur leikjum í 7. umferð Vodafonedeildarinnar í CS:GO í kvöld á Stöð 2 eSport. Dusty og KR tókust á í toppslagnum og hafði Dusty betur og XY tryggði stöðu sína í þriðja sæti deildarinnar með sannfærandi sigri á Hafinu. Nýráðinn þjálfari Aurora hafði lofað því að liðið bæri sigur úr býtum í kvöld og vann Aurora sinn fyrsta leik á tímabilinu.

    Rafíþróttir
    Fréttamynd

    Ísland langefst á lista Riot Games

    Forsvarsmenn fyrirtækisins Riot Games lögðu áherslu á að vel væri haldið á sóttvörnum í landinu þar sem eitt stærsta rafíþróttamót yrði hýst. Starfsmenn Riot litu einnig til netaðstöðu enda væri það gífurlega mikilvægt fyrir mót af þessu tagi.

    Innlent