Danir byrja að sparka sýrlenskum flóttamönnum úr landi Ríkisstjórn sósíaldemókrata í Danmörku er byrjuð að svipta suma sýrlenska flóttamenn sem fengu hæli vegna borgarastríðsins í heimalandinu landsvistarleyfi með þeim rökum að öruggt sé fyrir þá að snúa heim. Sérfræðingar vísa því mati danskra stjórnvalda á bug. Erlent 24. apríl 2021 15:01
Um sautján börn á flótta hverfa daglega í Evrópu Að minnsta kosti 180 þúsund börn á flótta hafa horfið eftir að hafa komið til Evrópulanda á borð við Grikkland, Ítalíu og Þýskaland. Alls var 18.292 flóttabarna, sem voru ekki í fylgd með fullorðnum, saknað árin 2018 til 2020. Erlent 21. apríl 2021 09:00
Ný stuttmynd frá Flóttamannastofnun um gildi íþrótta fyrir flóttafólk Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna frumsýnir nýja stuttmynd um sögu ungrar flóttakonu sem keppir á Ólympíuleikum. Heimsmarkmiðin 6. apríl 2021 10:52
Sakaðir um að myrða almenna borgara sem flýja átökin Flóttamenn í Kólumbíu, sem flúið hafa stríðsátök í Venesúela, hafa sakað stríðandi fylkingar um að hafa misnotað og myrt almenna borgara. Um fjögur þúsund flóttamenn hafa farið yfir landamærin undanfarna viku en á sunnudaginn var hófust átök í La Victoria, stuttu frá landamærunum við Kólumbíu. Erlent 27. mars 2021 21:49
Sýrland: Stríðsátök í heilan áratug Milljónir sýrlenskra barna hafi þurft að flýja heimili sín og að efnahagur og innviðir landsins eru í molum eftir stríðsátök undanfarinna ára. Heimsmarkmiðin 10. mars 2021 14:00
39 látnir eftir að bátar sukku undan ströndum Túnis Að minnsta kosti 39 eru látnir eftir að tveir bátar hlaðnir farandfólki sukku undan ströndum Túnis í gær. Fólkið var að freista þess að komast yfir Miðjarðarhafið til ítölsku eyjunnar Lampedusa, að sögn varnarmálaráðuneytis Túnis. Erlent 10. mars 2021 07:47
Flóttafólk snýr heim: Íslendingum þakkaður stuðningur Utanríkisráðuneytið veitti Hjálparstarfi kirkjunnar tuttugu milljóna króna stuðning fyrir tveimur árum til mannúðaraðstoðar við íbúa Suður-Súdan. Heimsmarkmiðin 4. febrúar 2021 10:59
Vill að borgin taki á móti fórnarlömbum mansals líkt og rithöfundum Borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins telur að Reykjavíkurborg ætti að beita sér fyrir móttöku fórnarlamba mansals í leit að vernd hér á landi. Sérstök umræða um mansal fer fram í borgarstjórn í dag. Innlent 19. janúar 2021 12:17
Íslandi þakkaður stuðningur við Flóttamannastofnun Í október tilkynnti utanríkisráðuneytið um 80 milljóna króna framlag til Flóttamannastofnunar vegna ástandsins í Níger, Malí og Búrkina Fasó. Hvergi í heiminum flosnar fólk upp í jafn miklum mæli og í þessum heimshluta í Vestur-Afríku Heimsmarkmiðin 3. desember 2020 13:45
Réttartannlæknar saka Rósu Björk um alvarlegar rangfærslur Fjórir réttartannlæknar, sem hafa séð um aldursgreiningar flóttamanna hér á landi frá upphafi, hafa gert harðorðar athugasemdir við frumvarp Rósu Bjarkar Brynjólfsdóttur til breytinga á lögum um útlendinga. Telja þeir frumvarpið auðvelda fullorðnum að smeygja sér í raðir barna til að njóta réttarverndar sem ætluð er börnum. Innlent 26. nóvember 2020 22:28
Segir myndefni af lokun tjaldbúða í París vera sláandi og heitir rannsókn Innanríkisráðherra Frakklands segir myndefni af lögregluþjónum loka tjaldbúðum í París í gær vera sláandi og heitir því að málið verði rannsakað. Búðirnar voru reistar af aðgerðasinnum og stjórnmálamönnum í mótmælaskyni við því að sambærilegum búðum annarsstaðar í borginni var lokað í síðustu viku. Erlent 24. nóvember 2020 13:57
Flýja Afríku og stefna til Kanarí Rúmlega 1600 flóttamenn hafa komið til Kanaríeyja um helgina, eða verið bjargað úti fyrir ströndum eyjaklasans. Erlent 9. nóvember 2020 06:43
Börn meðal þeirra sem létust þegar bátur sökk á Ermarsundi Fjórir flóttamenn, þar af tvö börn, átta og fimm ára, eru látnir eftir að bátur sem átti að fyltja þá til Bretlands sökk. Erlent 27. október 2020 20:22
Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna: Ísland sýnir mikilvæga samstöðu og stuðning Fulltrúi Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNHCR) fagnar ákvörðun Íslands um að taka á móti allt að fimmtán einstaklingum frá Lesbos í Grikklandi Heimsmarkmiðin 19. október 2020 11:30
Ólíklegt að það takist að taka á móti öllum þeim 85 kvótaflóttamönnum sem áttu að koma til landsins á þessu ári Íslensk stjórnvöld hyggjast taka á móti hundrað kvótaflóttamönnum á næsta ári. Það eru öllu fleiri en komið hafa hingað til lands með þeim hætti undanfarin ár. Innlent 30. september 2020 22:46
Vildi skoða hvort fýsilegt væri að senda hælisleitendur fimm þúsund kílómetra í burtu Priti Patel, innanríkisráðherra Bretlands, lét embættismenn sína skoða möguleikann á því að láta byggja móttökustöð fyrir hælisleitendur og farendur á tveimur eyjum í Suður-Atlantshafi, um fimm þúsund kílómetrum frá Bretlandi. Erlent 29. september 2020 21:14
Séra Davíð Þór sakar ríkisstjórn Katrínar um hræsni og harðneskju Sóknarprestur gagnrýnir stjórnvöld harðlega í predikun. Innlent 21. september 2020 16:30
Dyflinnarreglugerðin verður afnumin Forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins segir að Dyflinnarreglugerðinni umdeildu verði skipt út fyrir nýtt evrópskt kerfi fyrir flóttamenn og hælisleitendur sem leita til Evrópu. Erlent 16. september 2020 13:29
Ellefu þúsund flóttamenn bíða þess að komast í skjól á Lesbos Talið er að ellefu þúsund hælisleitendur á grísku eyjunni Lesbos hafist við undir beru lofti eftir að Moria flóttamannabúðirnar brunnu til grunna í síðustu viku Heimsmarkmiðin 15. september 2020 15:00
Fimm handteknir vegna brunans í Moria Lögregla í Grikklandi hefur handtekið fimm flóttamenn sem grunaðir eru um að hafa átt þátt í því að kveikja í flóttamannabúðunum Moria á eynni Lesbos. Erlent 15. september 2020 14:56
Fjörutíu dagar á sjó og þrjár neitanir Hópur flóttafólks er nú kominn í land á Ítalíu eftir að hafa varið yfir 40 dögum á sjó. Danska skipinu sem flutti hópinn var meinað að leggjast að landi í þremur ríkjum. Erlent 13. september 2020 11:08
Lögreglan á Lesbos beitir farendur táragasi Lögreglan á grísku eyjunni Lesbos beitti farendur úr Moria-flóttamannabúðunum sem voru við mótmæli táragasi í dag. Erlent 12. september 2020 14:06
Evrópulönd taka við 400 börnum frá Moria Um fjögur hundruð börnum sem bjuggu í Moria-flóttamannabúðunum á grísku eyjunni Lesbos verður fundið hæli annars staðar í Evrópu eftir að búðirnar brunnu því sem næst til grunna í tveimur eldsvoðum í vikunni. Erlent 11. september 2020 16:37
Tíminn og börnin Hver sem manneskjan er, hvaða reynslu sem hún ber, hvernig sem hún skilgreinir sig, hvort sem hún hefur verið atvinnulaus í mörg ár eða vinnur hjá Útlendingastofnun, hvort sem hún er hælisleitandi frá Egyptalandi eða stúdent frá Skagafirði; okkur ber að sjá og virða hið heilaga í manneskjunni. Skoðun 11. september 2020 08:00
UNICEF krefst mannúðlegra lausna fyrir börn á flótta í Grikklandi Barnahjálp Sameinuðuþjónanna kallar eftir því að börn og aðrir viðkvæmir hópar fólks á flótta verði tafarlaust flutt í öruggt og viðeigandi húsaskjól á meginlandi Grikklands Heimsmarkmiðin 10. september 2020 15:54
Flóttamannabúðirnir á Lesbos brunnar til kaldra kola Þúsundir flóttamanna til viðbótar eru án skjóls eftir að það litla sem stóð eftir af Moria-flóttamannabúðunum á Grikklandi eftir eldsvoða á aðfaranótt miðvikudags varð öðrum eldi að bráð í nótt. Margir þeirra þurftu að sofa á ökrum, í vegarköntum og í litlum kirkjugarði. Erlent 10. september 2020 10:47
Eldsvoði í stærstu flóttamannabúðum Lesbos Eldur kom upp í stærstu flóttamannabúðum grísku eyjunnar Lesbos í nótt. Erlent 9. september 2020 07:04
Tvö hundruð þúsund fylgdarlaus flóttabörn í Evrópu Um 200 þúsund börn eru fylgdarlaus á flótta í Evrópu. Þau koma flest frá Afganhistan, Sýrlandi og Erítreu og dvelja flest í Þýskalandi, Grikklandi, Ítalíu og Svíþjóð. Heimsmarkmiðin 3. september 2020 14:30
Minnst 45 létust þegar bátur þeirra sprakk Minnst 45 farendur og flóttamenn létust, þar af fimm börn, í mannskæðasta skipbroti við strendur Líbíu á þessu ári. Erlent 19. ágúst 2020 23:36
Íslendingar hætti að leita að sökudólgum í faraldrinum Umsjónarmaður farsóttarhúsa hvetur Íslendinga til að hætta að leita sökudólgum í faraldrinum Innlent 1. ágúst 2020 12:23