EM karla í handbolta 2026

EM karla í handbolta 2026

Evrópumótið í handbolta karla fer fram 15. janúar til 1. febrúar 2026 í Danmörku, Noregi og Svíþjóð.

Leikirnir




    Fréttamynd

    „Við munum þurfa eitt­hvað extra til að vinna“

    „Menn eru búnir að berjast fyrir þessu mjög lengi, núna erum við komnir og við erum ekki hættir. Maður skynjar það alveg á strákunum“ segir Arnór Atlason, aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins fyrir slaginn gegn Danmörku í kvöld. Mögulega mun Ísland koma andstæðingnum aðeins á óvart. 

    Handbolti
    Fréttamynd

    Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim

    Portúgal vann 36-35 sigur gegn Svíþjóð og tryggði sér þar með fimmta sætið á EM í handbolta, eftir mikinn baráttuleik. Martim Costa var markahæstur í leiknum og er markahæsti maður mótsins hingað til.

    Handbolti
    Fréttamynd

    „Eins og Gísli Þor­geir en getur líka skotið fyrir utan“

    „Ef þú myndir hitta hann úti á götu myndirðu ekki halda að hann væri einhver frábær handboltamaður, þú myndir frekar skjóta á að hann væri bókasafnsvörður“ segir Jóhann Gunnar Einarsson um Mathias Gidsel, einn besta leikmann Danmerkur sem mætir Íslandi í undanúrslitum EM í handbolta í kvöld.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Vilja þagga niður í 14 þúsund Dönum

    Íslendingar verða í miklum minnihluta þegar strákarnir okkar mæta Dönum í undanúrslitum á EM karla í handbolta í Herning í kvöld. Markmið strákanna okkar er að þagga niður í þúsundum stuðningsfólks.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Stór­leikurinn riðlar dag­skrá margra

    Íslenskt samfélag heldur nánast niðri í sér andanum vegna undanúrslitaleiks strákanna okkar gegn Dönum. Tímasetning leiksins hefur áhrif á stóra viðburði sem eru á dagskrá í kvöld og hafa skipuleggjendur þurft að aðlaga dagskrá vegna áhuga landans.

    Innlent
    Fréttamynd

    Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum

    Evrópska handknattleikssambandið hefur sent frá sér aðra yfirlýsingu, eftir reiðilestur Dags Sigurðssonar á blaðamannafundi fyrir undanúrslitaleik Króatíu og Þýskalands í gær. Sambandið lofar því nú að minnka leikjaálagið og bæta skipulagið. 

    Handbolti
    Fréttamynd

    Dani segir gagn­rýni Dags illa tímasetta

    Claus Møller Jakobsen, fyrrverandi landsliðsmaður Danmerkur, segir hægt að sýna harðri gagnrýni Dags Sigurðssonar á mótahaldið á EM fullan skilning. Hún komi hins vegar á óviðeigandi tímapunkti.

    Handbolti
    Fréttamynd

    „Lang­stærsta prófið“ en Danir hafa mis­stigið sig

    Strákarnir okkar munu þurfa að spila sinn allra besta leik til þess að skáka Dönum á þeirra heima­velli í undanúr­slitunum í dag. Einar Jóns­son, hand­boltasér­fræðingur, segir að mögu­leikinn á ís­lenskum sigri sé til staðar, á góðum degi sé ís­lenska lands­liðið eitt það besta í heimi.

    Handbolti
    Fréttamynd

    „Megum ekki gleyma því að við erum frá­bærir líka“

    „Þetta er bara geðveikt. Það er gaman að koma inn í höllina og finna aðeins andrúmsloftið sem verður hérna á næstu dögum,“ sagði Gísli Þorgeir Kristjánsson í samtali við Vísi þegar hann var tekinn tali skömmu fyrir æfingu landsliðsins í Herning í gær.

    Handbolti
    Fréttamynd

    „Aðrir sjá um að tuða yfir því“

    Þrátt fyrir misheppnaða rútuferð, aukið álag, miðamál í ólestri er Bjarki Már Elísson helst spenntur fyrir því að takast á við Dani í undanúrslitum á EM í dag. Það hefur ekkert upp á sig að spá í hitt bullið.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Aldrei séð Dag svona reiðan

    Dagur Sigurðsson lét ráðamenn EHF, Handknattleikssambands Evrópu, gjörsamlega heyra það á blaðamannafundi í Herning í gær. Króatískir miðlar segja Dag hafa reiðst sérstaklega við tíðindi sem hann fékk á miðvikudagskvöld.

    Handbolti
    Fréttamynd

    „Þetta eru bara menn sem vilja mikið og meira“

    Íslenska karlalandsliðið í handbolta ætlaði sér í undanúrslit á Evrópumótinu og nú þegar því markmiði er náð er hætta á að hungrið vanti til að fara enn lengra. Sérfræðingarnir í Bestu sætinu veltu þessu fyrir sér.

    Handbolti
    Fréttamynd

    „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“

    Elliði Snær Viðarsson hefur átt tvo mjög flotta leiki í sókninni í röð og verið markahæstur hjá íslenska landsliðinu í þeim báðum. Hann skoraði átta mörk úr níu skotum á móti Sviss og fylgdi því eftir með átta mörkum í níu skotum í sigrinum á Slóvenum. Elliði fékk líka hrós frá sérfræðingunum í Besta sætinu.

    Handbolti
    Fréttamynd

    „Gjör­sam­lega glóru­laust“

    Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari í handbolta, furðar sig á ýmsu í kringum komandi úrslitahelgi í Herning. Hann segir þó engar afsakanir vera fyrir strákana okkar og nennir sem minnst að spá í utanaðkomandi aðstæðum.

    Handbolti