Guðbjörg Sverrisdóttir lék fjögur hundruðasta leikinn
Guðbjörg Sverrisdóttir lék tímamótaleik í Bónusdeild kvenna á þriðjudagskvöldið þegar hún varð fyrsta konan til að spila fjögur hundruð leiki í efstu deild. Bónus Körfuboltakvöld fjallaði um þessi tímamót Guðbjargar en annar af sérfræðingum þáttarins var einmitt eldri systir hennar, Helena Sverrisdóttir.