„Með rauf á rassi ef mér verður brátt í brók“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 31. janúar 2026 07:02 Leikarinn og lífskúnstnerinn Starkaður Pétursson ræddi við blaðamann um tískuna. Aðsend „Bara við það eitt að skella á sig fallegu bindi ferðu úr því að vera Doddi á lagernum í erindreki í Buckinghamhöll,“ segir hinn bráðfyndni Starkaður Pétursson. Starkaður er 28 ára gamall leikari alinn upp í Hafnarfirði og hefur á sinn einstaka máta gaman að tískunni. Blaðamaður ræddi við hann um tísku, eftirminnileg kaup, fataskápinn og fleira fjörugt. View this post on Instagram A post shared by Starkaður Pétursson (@starkadurpet) Hvað finnst þér skemmtilegast við tískuna? Bara hvað hún getur endurspeglað innri mann vel. Afhjúpar öll leyndarmálin, ekki það að ég hafi eitthvað að fela (enda á ég ekki skikkju t.d.) Starkaður kann að meta afhjúpunarkraft tískunnar.Aðsend Hver er uppáhalds flíkin þín og af hverju? Í raun ætti ég að segja Kormáks&Skjaldar ullarjakkafötin sem amma mín og afi voru svo gjafmild að gefa mér þegar ég útskrifaðist úr Listaháskólanum, en í raun og veru er það rauður heilgalli sem ég áskotnaðist frá honum frænda mínum. Þetta eru semsagt svona kúrekanáttföt sem ég klæði mig í þegar ég er veikur. Það er eina flíkin mín sem er með myndarlega rauf aftan á rassinum svona ef mér verður brátt í brók - ég hef blessunarlega ekki þurft að grípa til slíkra ráða hingað til. Glæsileg jakkafötin toppa ekki kúrekanáttfötin sem Starkaður klæðist í veikindum.Aðsend Eyðirðu miklum tíma í að velja föt hverju sinni? Nei. Í heiðarleika sagt það sem er næst hendi. Ekki það að ég blandi saman kuldagalla við sólhatt en fötin mín eru þess eðlis að þau passa öll við hvort annað þannig ég er ekkert að meitla þetta fyrir mér frá degi til dags. Starki er ekkert að ofhugsa fatavalið en hefur þó ákveðnar reglur.Aðsend Hvernig myndirðu lýsa stílnum þínum? Ég tók þá ákvörðun á fyrsta ári í menntaskóla þegar ég var alfarið farinn að kaupa sjálfur fötin mín, að reyna að blanda saman þægindum við snyrtimennsku. Galdurinn var sá að fjárfesta í skyrtum úr allskonar efnum, helst í jarðlitum, frekar en hettupeysum. Ég er bölvaður gallabuxnakall og þar sem ég er skóböðull verður skóbúnaðurinn helst að vera sterkbyggð stígvél sem enda mér lengur en hálft ár - þó svo það slæpist til endrum og eins old school strigaskór þarna inn á milli. Starki reynir að blanda saman þægindum við stílhreinar flíkur og elegansinn er óumflýjanlegur.Aðsend Hefur stíllinn þinn breyst mikið í gegnum tíðina og hvernig þá? Allt fram að gagnfræðaskóla hafði mamma bara dressað mig, en þá fékk ég Bítla-þráhyggju og kolféll fyrir sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar. Ætli það hafi ekki verið þá sem maður fór að hafa einhverja tilfinningu fyrir því hverju maður vildi klæðast frá degi til dags og hef verið fastur í þeirri búbblu æ síðan. Ekki það að ég sé að klæða mig í jakkaföt og binda á mig lakkrísbindi alla morgna, en horfandi á ljósmyndir af mér á grunnskólaárum er ekki laust við það að maður fái stundum kjánahroll yfir útganginum á manni. Bítlarnir mótuðu stíl Starkaðs en hann fékk sannarlega að njóta þess að klæðast seventís stíl í hlutverki sínu í kvikmyndinni Snertingu.Aðsend Nýturðu þess að klæða þig upp? Það er gaman að líta vel út. Það gerir svo mikið bæði fyrir álit annara á þér og hvernig maður lítur á sjálfan sig. Sjálfstraustið eykst og maður situr betur í sér heldur en þegar maður er í fötum sem passa ekki saman. Ég er aldrei jafn meðvitaður um sjálfan mig og ef mér finnst ég hafa gert mistök í klæðaburði. Verandi strákur finnst mér svo mikið auðveldara en maður heldur að líta snyrtilega út. Bara við það eitt að skella á sig fallegu bindi ferðu úr því að vera Doddi á lagernum í erindreki í Buckinghamhöll. Á þessari mynd var ég á deiti með ógeðslega sætri stelpu. Barbour jakki, hvít skyrta og brúnt bindi - Voilá! (Hún reyndar fyrirlítur mig í dag en það kom bindinu ekkert við) Fittið var gott þótt sæta stelpan þoli ekki Starkað í dag.Aðsend Hvað skiptir þig mestu máli í klæðaburði? Að klæðnaðurinn endurspegli manninn. Ég minnist þess að í Listaháskólanum vorum við bekkjarbræðurnir Arnór Björnsson að máta búninga fyrir sýningu sem bekkurinn var að búa til. Við vorum skikkaðir í H&M til þess að máta karakterlaus föt. Ég var kominn í gráa hettupeysu og Arnóri gert að taka mynd af mér í peysunni, en myndatakan tók mikið lengri tíma heldur en þurfti þar sem myndatökumaðurinn hætti ekki að hlæja því honum fannst svo absúrd að sjá mig í peysunni. Það er ekkert að hettupeysum, en þær fara mér ekki. Ekkert frekar en að leðurvesti klæða íslenska karlmenn illa (Sverrir Stormsker er hér undantekning). Þú finnur hvorki hettupeysur né leðurvesti í fataskáp Starkaðs.Aðsend Hvaðan sækirðu innblástur í tískunni? Fallegur klæðnaður á karlmenn hefur ekki breyst í rúm 120 ár útaf einni ástæðu - hann virkar. Góður vinur minn og kollegi Níels Girerd spurði mig þegar við vorum að skemmta okkur í sumar hvers vegna ég væri ekki bara alltaf í þeim jakkafötum sem ég skartaði. Nilli á auðvelt með að slá manni gullhamra, og svarið vegna þess að ég er ekki prófessor í Oxford, en „why fix something that isn’t broken?“ Ef það hefur virkað í yfir 30 ár virkar það áfram og innblásturinn kemur þaðan. Starki er ekkert að ögra því sem hreinlega virkar.Aðsend Ertu með einhver boð og bönn þegar það kemur að klæðaburði? Fólk má þess vegna klæða sig í einhverjar gardínur fyrir mér svo lengi sem því líður vel. Kannski þá bara aðallega þessar jakkafatareglur. Ekki ljósa skó nema við ljós föt, og aðeins svarta skó við svört jakkaföt. Ekki hneppa báðum hnöppum. Langa þunna sokka svo ekki sjáist í hold. Já jú, hættið að klæðast náttfötum í almenning. Hvað amar að? Starkaður biðlar til fólks að hætta að klæðast náttfötum á almannafæri.Aðsend Hver er eftirminnilegasta flík sem þú hefur klæðst og af hverju? Verandi leikari hefur maður farið í endalausa eftirminnilega búninga. Ég er eins og barn í nammibúð þegar ég kemst í Dieter búningabúð í Berlín, heilt vöruhús sem selur bara búninga. Áðurnefndur Nilli kom með mér í eitt skipti og við fundum páfabúninga sem kostuðu á bilinu 100-200 þúsund. Ég veit ekki hvernig en Nilli talaði mig á endanum af því að kaupa herlegheitin því „Í hvaða tilefni ætlarðu að klæðast þessu?“ Uu alltaf? Sé enn eftir því að láta ekki verða af. Starkaður er stemningsmaður í klæðaburði.Aðsend Hvað finnst þér heitast fyrir 2026? Ég spilaði billjarð á Ölver um daginn með vel völdnu fólki. Ég var klæddur í Canadian Tuxedo, allt gallaefni í sama lit og það kom stelpa upp að mér sem sagðist sjálf vera fatahönnuður og hrósaði mér hástert. Það fór beinustu leið í egóið þannig það er þjóðbúningur 2026 fyrir mér. View this post on Instagram A post shared by Starkaður Pétursson (@starkadurpet) Býrðu yfir einhverju góðu ráði þegar það kemur að tísku? Ég fæ að vitna í sjálfan mig og bendi á hvað það er auðvelt fyrir okkur strákana að klæða okkur úr drengjum yfir í menn. Bindið maður, ef það er í stíl við jakkann eru allir vegir þér færir Mr. Bond. Starkaður herramannslega klæddur ásamt guðsyni sínum Tindi Þorvarssyni.Aðsend Hér má lesa kostulegt viðtal við Starkað er varðar bílaþjófnað: Tíska og hönnun Tískutal Mest lesið Fréttatía vikunnar: Handboltinn, SA og tvífarar Lífið „Með rauf á rassi ef mér verður brátt í brók“ Tíska og hönnun Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Bíó og sjónvarp Í krabbameinsmeðferð og fæðingarorlofi á sama tíma Lífið Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Áttu loks efni á uppsetningu eftir íbúðarkaupin Lífið Catherine O'Hara er látin Lífið Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Fleiri fréttir „Með rauf á rassi ef mér verður brátt í brók“ Þetta eru drottningar tískuvikunnar í París Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Robyn í hönnun Sólar Hansdóttur Skilnaðarhringir slá í gegn: „Ég set minn á löngutöng“ „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Kjólasaga Brooklyns loðin Valentino er allur Ein heitasta stjarna í heimi Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum „Eins nakin og ég kemst upp með“ Best klæddu Íslendingarnir 2025 Pæjur, börn og nóg af leðri fyrir alla Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Langskemmtilegast að vera alveg sama Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Heitustu pörin í húrrandi jólagír Sjá meira
Blaðamaður ræddi við hann um tísku, eftirminnileg kaup, fataskápinn og fleira fjörugt. View this post on Instagram A post shared by Starkaður Pétursson (@starkadurpet) Hvað finnst þér skemmtilegast við tískuna? Bara hvað hún getur endurspeglað innri mann vel. Afhjúpar öll leyndarmálin, ekki það að ég hafi eitthvað að fela (enda á ég ekki skikkju t.d.) Starkaður kann að meta afhjúpunarkraft tískunnar.Aðsend Hver er uppáhalds flíkin þín og af hverju? Í raun ætti ég að segja Kormáks&Skjaldar ullarjakkafötin sem amma mín og afi voru svo gjafmild að gefa mér þegar ég útskrifaðist úr Listaháskólanum, en í raun og veru er það rauður heilgalli sem ég áskotnaðist frá honum frænda mínum. Þetta eru semsagt svona kúrekanáttföt sem ég klæði mig í þegar ég er veikur. Það er eina flíkin mín sem er með myndarlega rauf aftan á rassinum svona ef mér verður brátt í brók - ég hef blessunarlega ekki þurft að grípa til slíkra ráða hingað til. Glæsileg jakkafötin toppa ekki kúrekanáttfötin sem Starkaður klæðist í veikindum.Aðsend Eyðirðu miklum tíma í að velja föt hverju sinni? Nei. Í heiðarleika sagt það sem er næst hendi. Ekki það að ég blandi saman kuldagalla við sólhatt en fötin mín eru þess eðlis að þau passa öll við hvort annað þannig ég er ekkert að meitla þetta fyrir mér frá degi til dags. Starki er ekkert að ofhugsa fatavalið en hefur þó ákveðnar reglur.Aðsend Hvernig myndirðu lýsa stílnum þínum? Ég tók þá ákvörðun á fyrsta ári í menntaskóla þegar ég var alfarið farinn að kaupa sjálfur fötin mín, að reyna að blanda saman þægindum við snyrtimennsku. Galdurinn var sá að fjárfesta í skyrtum úr allskonar efnum, helst í jarðlitum, frekar en hettupeysum. Ég er bölvaður gallabuxnakall og þar sem ég er skóböðull verður skóbúnaðurinn helst að vera sterkbyggð stígvél sem enda mér lengur en hálft ár - þó svo það slæpist til endrum og eins old school strigaskór þarna inn á milli. Starki reynir að blanda saman þægindum við stílhreinar flíkur og elegansinn er óumflýjanlegur.Aðsend Hefur stíllinn þinn breyst mikið í gegnum tíðina og hvernig þá? Allt fram að gagnfræðaskóla hafði mamma bara dressað mig, en þá fékk ég Bítla-þráhyggju og kolféll fyrir sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar. Ætli það hafi ekki verið þá sem maður fór að hafa einhverja tilfinningu fyrir því hverju maður vildi klæðast frá degi til dags og hef verið fastur í þeirri búbblu æ síðan. Ekki það að ég sé að klæða mig í jakkaföt og binda á mig lakkrísbindi alla morgna, en horfandi á ljósmyndir af mér á grunnskólaárum er ekki laust við það að maður fái stundum kjánahroll yfir útganginum á manni. Bítlarnir mótuðu stíl Starkaðs en hann fékk sannarlega að njóta þess að klæðast seventís stíl í hlutverki sínu í kvikmyndinni Snertingu.Aðsend Nýturðu þess að klæða þig upp? Það er gaman að líta vel út. Það gerir svo mikið bæði fyrir álit annara á þér og hvernig maður lítur á sjálfan sig. Sjálfstraustið eykst og maður situr betur í sér heldur en þegar maður er í fötum sem passa ekki saman. Ég er aldrei jafn meðvitaður um sjálfan mig og ef mér finnst ég hafa gert mistök í klæðaburði. Verandi strákur finnst mér svo mikið auðveldara en maður heldur að líta snyrtilega út. Bara við það eitt að skella á sig fallegu bindi ferðu úr því að vera Doddi á lagernum í erindreki í Buckinghamhöll. Á þessari mynd var ég á deiti með ógeðslega sætri stelpu. Barbour jakki, hvít skyrta og brúnt bindi - Voilá! (Hún reyndar fyrirlítur mig í dag en það kom bindinu ekkert við) Fittið var gott þótt sæta stelpan þoli ekki Starkað í dag.Aðsend Hvað skiptir þig mestu máli í klæðaburði? Að klæðnaðurinn endurspegli manninn. Ég minnist þess að í Listaháskólanum vorum við bekkjarbræðurnir Arnór Björnsson að máta búninga fyrir sýningu sem bekkurinn var að búa til. Við vorum skikkaðir í H&M til þess að máta karakterlaus föt. Ég var kominn í gráa hettupeysu og Arnóri gert að taka mynd af mér í peysunni, en myndatakan tók mikið lengri tíma heldur en þurfti þar sem myndatökumaðurinn hætti ekki að hlæja því honum fannst svo absúrd að sjá mig í peysunni. Það er ekkert að hettupeysum, en þær fara mér ekki. Ekkert frekar en að leðurvesti klæða íslenska karlmenn illa (Sverrir Stormsker er hér undantekning). Þú finnur hvorki hettupeysur né leðurvesti í fataskáp Starkaðs.Aðsend Hvaðan sækirðu innblástur í tískunni? Fallegur klæðnaður á karlmenn hefur ekki breyst í rúm 120 ár útaf einni ástæðu - hann virkar. Góður vinur minn og kollegi Níels Girerd spurði mig þegar við vorum að skemmta okkur í sumar hvers vegna ég væri ekki bara alltaf í þeim jakkafötum sem ég skartaði. Nilli á auðvelt með að slá manni gullhamra, og svarið vegna þess að ég er ekki prófessor í Oxford, en „why fix something that isn’t broken?“ Ef það hefur virkað í yfir 30 ár virkar það áfram og innblásturinn kemur þaðan. Starki er ekkert að ögra því sem hreinlega virkar.Aðsend Ertu með einhver boð og bönn þegar það kemur að klæðaburði? Fólk má þess vegna klæða sig í einhverjar gardínur fyrir mér svo lengi sem því líður vel. Kannski þá bara aðallega þessar jakkafatareglur. Ekki ljósa skó nema við ljós föt, og aðeins svarta skó við svört jakkaföt. Ekki hneppa báðum hnöppum. Langa þunna sokka svo ekki sjáist í hold. Já jú, hættið að klæðast náttfötum í almenning. Hvað amar að? Starkaður biðlar til fólks að hætta að klæðast náttfötum á almannafæri.Aðsend Hver er eftirminnilegasta flík sem þú hefur klæðst og af hverju? Verandi leikari hefur maður farið í endalausa eftirminnilega búninga. Ég er eins og barn í nammibúð þegar ég kemst í Dieter búningabúð í Berlín, heilt vöruhús sem selur bara búninga. Áðurnefndur Nilli kom með mér í eitt skipti og við fundum páfabúninga sem kostuðu á bilinu 100-200 þúsund. Ég veit ekki hvernig en Nilli talaði mig á endanum af því að kaupa herlegheitin því „Í hvaða tilefni ætlarðu að klæðast þessu?“ Uu alltaf? Sé enn eftir því að láta ekki verða af. Starkaður er stemningsmaður í klæðaburði.Aðsend Hvað finnst þér heitast fyrir 2026? Ég spilaði billjarð á Ölver um daginn með vel völdnu fólki. Ég var klæddur í Canadian Tuxedo, allt gallaefni í sama lit og það kom stelpa upp að mér sem sagðist sjálf vera fatahönnuður og hrósaði mér hástert. Það fór beinustu leið í egóið þannig það er þjóðbúningur 2026 fyrir mér. View this post on Instagram A post shared by Starkaður Pétursson (@starkadurpet) Býrðu yfir einhverju góðu ráði þegar það kemur að tísku? Ég fæ að vitna í sjálfan mig og bendi á hvað það er auðvelt fyrir okkur strákana að klæða okkur úr drengjum yfir í menn. Bindið maður, ef það er í stíl við jakkann eru allir vegir þér færir Mr. Bond. Starkaður herramannslega klæddur ásamt guðsyni sínum Tindi Þorvarssyni.Aðsend Hér má lesa kostulegt viðtal við Starkað er varðar bílaþjófnað:
Tíska og hönnun Tískutal Mest lesið Fréttatía vikunnar: Handboltinn, SA og tvífarar Lífið „Með rauf á rassi ef mér verður brátt í brók“ Tíska og hönnun Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Bíó og sjónvarp Í krabbameinsmeðferð og fæðingarorlofi á sama tíma Lífið Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Áttu loks efni á uppsetningu eftir íbúðarkaupin Lífið Catherine O'Hara er látin Lífið Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Fleiri fréttir „Með rauf á rassi ef mér verður brátt í brók“ Þetta eru drottningar tískuvikunnar í París Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Robyn í hönnun Sólar Hansdóttur Skilnaðarhringir slá í gegn: „Ég set minn á löngutöng“ „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Kjólasaga Brooklyns loðin Valentino er allur Ein heitasta stjarna í heimi Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum „Eins nakin og ég kemst upp með“ Best klæddu Íslendingarnir 2025 Pæjur, börn og nóg af leðri fyrir alla Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Langskemmtilegast að vera alveg sama Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Heitustu pörin í húrrandi jólagír Sjá meira